Telur að fyrirvarinn sem var nefndur „kanína úr pípuhatti“ hafi ekki verið nauðsynlegur Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. maí 2019 12:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Vísir/Þorbjörn Þórðarson Birgir Tjörvi Pétursson lögmaður segir að fyrirvarinn í þingsályktun utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann, sem tryggði stuðning margra þingmanna Sjálfstæðisflokksins við málið, hafi í raun verið ónauðsynlegur. Mun mikilvægari sé breyting á raforkulögum sem feli í sér að sæstrengur verði aldrei lagður nema að undangenginni stefnumörkun Alþingis. Þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann felur í sér staðfestingu á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um að gerðir þriðja orkupakka ESB verði teknar inn í EES-samninginn. Samkvæmt EES-samningnum skuldbinda ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar aðildarríkin að þjóðarétti um leið og þær hafa verið teknar nema aðildarríki beiti heimild sem er í 103. gr. EES-samningsins til að setja fyrirvara um að ákvörðun geti ekki orðið bindandi strax vegna stjórnskipulegra skilyrða heima fyrir. Viðkomandi aðildarríki hefur þá sex mánaða frest frá töku ákvörðunar í sameiginlegu nefndinni til að aflétta fyrirvaranum. Þriðji orkupakkinn var tekinn upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar 5. maí 2017. Öll EFTA-ríkjanna þrjú gerðu stjórnskipulegan fyrirvara við upptöku gerðarinnar en Liechtenstein og Noregur hafa nú aflétt honum. Með þingsályktunartillögu utanríkisráðherra er verið að aflétta fyrirvaranum af Íslands hálfu. Í þingsályktunartillögu utanríkisráðherra er hins vegar sérstakur annars konar fyrirvari um að reglugerð ESB um ACER orkumálastofnunina (Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði, reglugerð nr. 713/2009) verði innleidd í íslenskan rétt með lagalegum fyrirvara um að sæstrengur, sem geri kleift að tengja Ísland við raforkumarkað ESB, verði ekki lagður „nema að undangenginni endurskoðun á lagagrundvelli reglugerðarinnar og komi ákvæði hennar sem varða tengingar yfir landamæri ekki til framkvæmda fyrr en að þeirri endurskoðun lokinni. Þá verði jafnframt tekið enn frekar og sérstaklega til skoðunar á vettvangi Alþingis hvort innleiðing hennar við þær aðstæður samræmist íslenskri stjórnarskrá.“Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherraVísirÞessi sérstaki fyrirvari tryggði stuðning þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem höfðu efasemdir um þriðja orkupakkann. Fyrirvarinn er það sem Þorsteinn Pálsson kallaði „kanínu upp úr pípuhatti“ utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafi í raun og veru sýnt pólitísk töfrabrögð með því að afla málinu fylgis með þessum hætti. „Utanríkisráðherrann tók kanínu upp úr pípuhatti sínum og þingmennirnir trúðu einfaldlega eigin augum. Það er yfirleitt óheiðarlegt að beita blekkingum í pólitík en í þessu tilviki var það gert með einkar saklausum en um leið aðdáunarverðum og áhrifaríkum hætti. Og það voru ríkir almannahagsmunir í húfi,“ skrifaði Þorsteinn. Innleiðing án fordæma? En hvaða lögfræðilegu þýðingu hefur sérstaki fyrirvarinn? Það er ekki gott að segja því þingsályktunin felur í sér staðfestingu á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar og afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara. Um þetta eru skiptar skoðanir enda er stefnt að því að þessi texti verði tekinn upp í texta reglugerðarinnar við innleiðingu hennar. Það er hins vegar ekki mikið hægt að krukka í gerðum Evrópusambandsins þegar það er búið að ákveða innleiðingu þeirra. Í raun og veru má segja að þessi leið við innleiðingu gerða ESB sé án fordæma. „Mér er ekki kunnugt um það að stjórnskipulegum fyrirvara hafi áður verið aflétt með þessum hætti,“ sagði Ólafur Jóhannes Einarsson lögfræðingur, sem svaraði spurningum þingmanna í gegnum síma frá Lúxemborg, á sameiginlegum fundi utanríkismálanefndar og atvinnuveganefndar Alþingis í morgun. Birgir Tjörvi Pétursson lögmaður vann álitsgerð um þriðja orkupakkann og kom fyrir fundinn í morgun. Hann segir að þessi sérstaki fyrirvari hafi ekki verið nauðsynlegur. „Ég náttúrulega kom ekki að því að semja þennan fyrirvara þannig að ég vil ekki segja of mikið um hann. Ég taldi þennan fyrirvara ekki nauðsynlegan. Það sem mér finnst kannski skipta meira máli er að það er verið að gera breytingar á eldri þingsályktunum hvað það varðar að sæstrengur verði ekki lagður nema með samþykki Alþingis. Í raforkulögum er fjallað um uppbyggingu flutningskerfisins og það er verið að gera lagabreytingu á þeim sem gerir það að verkum að sæstrengur verður ekki lagður nema á grundvelli stefnu stjórnvalda sem yrði mörkuð á samþykkt Alþingis. Ég tel að það sé atriði sem hafi raunverulega þýðingu,“ segir Birgir Tjörvi.Birgir Tjörvi Pétursson vann álitsgerð um þriðja orkupakkann. Hann er sammála Skúla Magnússyni dósent og héraðsdómara um að valdframsalið, sem orkupakkinn feli í sér, rúmist innan stjórnarskrárinnar.Vísir/ÞorbjörnFramþróun EES-samstarfsins sem er komin til að vera Þess má geta að Birgir Tjörvi er skoðanabróðir Skúla Magnússonar og Davíðs Þórs Björgvinssonar varðandi valdframsalið sem gerðir þriðja orkupakkans feli í sér. Þeir telja valdframsalið nægilega skýrt og afmarkað þannig að það rúmist innan íslensku stjórnarskrárinnar. Friðrik Árni Friðksson Hirst og Stefán Már Stefánsson eru hins vegar ósammála þeim um þennan efnisþátt málsins og telja verulegan vafa á því að valdframsalið sé nægilega afmarkað, eins og þeir fjalla um í sinni álitsgerð. Engar heimildir er að finna í íslensku stjórnarskránni fyrir framsali ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana. Eftir gildistöku EES-samningsins hefur þróun Evrópusambandsréttarins verið í þá átt að miðlægum stofnunum sambandsins hefur í auknum mæli verið falið vald til að taka ákvarðanir sem eru bindandi fyrir aðildarríki sambandsins. Í kjölfar þessarar þróunar hafa vaknað álitaefni um hvernig bæri að leysa úr þessu gagnvart EFTA-ríkjunum, Íslandi, Noregi og Liechtenstein sem fylgja svokölluðu tveggja stoða kerfi. Í því sambandi vakna stöðugt fleiri spurningar um hvort farið sé út fyrir mörk íslensku stjórnarskrárinnar með þróun EES-samningsins. Víðtækt valdframsal EFTA-ríkis til miðlægrar stofnunar Evrópusambandsins er ekki nýtt fyrirbæri enda var það einnig uppi á teningnum varðandi sameiginlegt fjármálaeftirlit í ríkjum Evrópusambandsins. Þar hefur European Banking Authority (EBA), miðlæg stofnun ESB, vald til að taka bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríkin. Vald EBA gagnvart EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi og Liechtenstein er í höndum Eftirlitsstofnunar EFTA. Alveg eins og verður raunin með valdheimildir ACER gagnvart EFTA-ríkjunum á grundvelli reglugerðar 713/2009 úr þriðja orkupakkanum. Það má því segja að þessi framþróun EES-samstarfsins sé komin til að vera. Það er eitthvað sem margir fræðimenn í lögfræði töldu óhugsandi án stjórnarskrárbreytingar fyrir nokkrum árum. Þessi þróun felur í sér eðlisbreytingu og því óhætt að slá því föstu að þær forsendur sem lágu fyrir þegar EES-samningurinn tók gildi árið 1994 hafi breyst í mjög veigamiklum atriðum á undanförnum aldarfjórðungi. Alþingi Fréttaskýringar Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Birgir Tjörvi Pétursson lögmaður segir að fyrirvarinn í þingsályktun utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann, sem tryggði stuðning margra þingmanna Sjálfstæðisflokksins við málið, hafi í raun verið ónauðsynlegur. Mun mikilvægari sé breyting á raforkulögum sem feli í sér að sæstrengur verði aldrei lagður nema að undangenginni stefnumörkun Alþingis. Þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann felur í sér staðfestingu á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um að gerðir þriðja orkupakka ESB verði teknar inn í EES-samninginn. Samkvæmt EES-samningnum skuldbinda ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar aðildarríkin að þjóðarétti um leið og þær hafa verið teknar nema aðildarríki beiti heimild sem er í 103. gr. EES-samningsins til að setja fyrirvara um að ákvörðun geti ekki orðið bindandi strax vegna stjórnskipulegra skilyrða heima fyrir. Viðkomandi aðildarríki hefur þá sex mánaða frest frá töku ákvörðunar í sameiginlegu nefndinni til að aflétta fyrirvaranum. Þriðji orkupakkinn var tekinn upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar 5. maí 2017. Öll EFTA-ríkjanna þrjú gerðu stjórnskipulegan fyrirvara við upptöku gerðarinnar en Liechtenstein og Noregur hafa nú aflétt honum. Með þingsályktunartillögu utanríkisráðherra er verið að aflétta fyrirvaranum af Íslands hálfu. Í þingsályktunartillögu utanríkisráðherra er hins vegar sérstakur annars konar fyrirvari um að reglugerð ESB um ACER orkumálastofnunina (Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði, reglugerð nr. 713/2009) verði innleidd í íslenskan rétt með lagalegum fyrirvara um að sæstrengur, sem geri kleift að tengja Ísland við raforkumarkað ESB, verði ekki lagður „nema að undangenginni endurskoðun á lagagrundvelli reglugerðarinnar og komi ákvæði hennar sem varða tengingar yfir landamæri ekki til framkvæmda fyrr en að þeirri endurskoðun lokinni. Þá verði jafnframt tekið enn frekar og sérstaklega til skoðunar á vettvangi Alþingis hvort innleiðing hennar við þær aðstæður samræmist íslenskri stjórnarskrá.“Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherraVísirÞessi sérstaki fyrirvari tryggði stuðning þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem höfðu efasemdir um þriðja orkupakkann. Fyrirvarinn er það sem Þorsteinn Pálsson kallaði „kanínu upp úr pípuhatti“ utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafi í raun og veru sýnt pólitísk töfrabrögð með því að afla málinu fylgis með þessum hætti. „Utanríkisráðherrann tók kanínu upp úr pípuhatti sínum og þingmennirnir trúðu einfaldlega eigin augum. Það er yfirleitt óheiðarlegt að beita blekkingum í pólitík en í þessu tilviki var það gert með einkar saklausum en um leið aðdáunarverðum og áhrifaríkum hætti. Og það voru ríkir almannahagsmunir í húfi,“ skrifaði Þorsteinn. Innleiðing án fordæma? En hvaða lögfræðilegu þýðingu hefur sérstaki fyrirvarinn? Það er ekki gott að segja því þingsályktunin felur í sér staðfestingu á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar og afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara. Um þetta eru skiptar skoðanir enda er stefnt að því að þessi texti verði tekinn upp í texta reglugerðarinnar við innleiðingu hennar. Það er hins vegar ekki mikið hægt að krukka í gerðum Evrópusambandsins þegar það er búið að ákveða innleiðingu þeirra. Í raun og veru má segja að þessi leið við innleiðingu gerða ESB sé án fordæma. „Mér er ekki kunnugt um það að stjórnskipulegum fyrirvara hafi áður verið aflétt með þessum hætti,“ sagði Ólafur Jóhannes Einarsson lögfræðingur, sem svaraði spurningum þingmanna í gegnum síma frá Lúxemborg, á sameiginlegum fundi utanríkismálanefndar og atvinnuveganefndar Alþingis í morgun. Birgir Tjörvi Pétursson lögmaður vann álitsgerð um þriðja orkupakkann og kom fyrir fundinn í morgun. Hann segir að þessi sérstaki fyrirvari hafi ekki verið nauðsynlegur. „Ég náttúrulega kom ekki að því að semja þennan fyrirvara þannig að ég vil ekki segja of mikið um hann. Ég taldi þennan fyrirvara ekki nauðsynlegan. Það sem mér finnst kannski skipta meira máli er að það er verið að gera breytingar á eldri þingsályktunum hvað það varðar að sæstrengur verði ekki lagður nema með samþykki Alþingis. Í raforkulögum er fjallað um uppbyggingu flutningskerfisins og það er verið að gera lagabreytingu á þeim sem gerir það að verkum að sæstrengur verður ekki lagður nema á grundvelli stefnu stjórnvalda sem yrði mörkuð á samþykkt Alþingis. Ég tel að það sé atriði sem hafi raunverulega þýðingu,“ segir Birgir Tjörvi.Birgir Tjörvi Pétursson vann álitsgerð um þriðja orkupakkann. Hann er sammála Skúla Magnússyni dósent og héraðsdómara um að valdframsalið, sem orkupakkinn feli í sér, rúmist innan stjórnarskrárinnar.Vísir/ÞorbjörnFramþróun EES-samstarfsins sem er komin til að vera Þess má geta að Birgir Tjörvi er skoðanabróðir Skúla Magnússonar og Davíðs Þórs Björgvinssonar varðandi valdframsalið sem gerðir þriðja orkupakkans feli í sér. Þeir telja valdframsalið nægilega skýrt og afmarkað þannig að það rúmist innan íslensku stjórnarskrárinnar. Friðrik Árni Friðksson Hirst og Stefán Már Stefánsson eru hins vegar ósammála þeim um þennan efnisþátt málsins og telja verulegan vafa á því að valdframsalið sé nægilega afmarkað, eins og þeir fjalla um í sinni álitsgerð. Engar heimildir er að finna í íslensku stjórnarskránni fyrir framsali ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana. Eftir gildistöku EES-samningsins hefur þróun Evrópusambandsréttarins verið í þá átt að miðlægum stofnunum sambandsins hefur í auknum mæli verið falið vald til að taka ákvarðanir sem eru bindandi fyrir aðildarríki sambandsins. Í kjölfar þessarar þróunar hafa vaknað álitaefni um hvernig bæri að leysa úr þessu gagnvart EFTA-ríkjunum, Íslandi, Noregi og Liechtenstein sem fylgja svokölluðu tveggja stoða kerfi. Í því sambandi vakna stöðugt fleiri spurningar um hvort farið sé út fyrir mörk íslensku stjórnarskrárinnar með þróun EES-samningsins. Víðtækt valdframsal EFTA-ríkis til miðlægrar stofnunar Evrópusambandsins er ekki nýtt fyrirbæri enda var það einnig uppi á teningnum varðandi sameiginlegt fjármálaeftirlit í ríkjum Evrópusambandsins. Þar hefur European Banking Authority (EBA), miðlæg stofnun ESB, vald til að taka bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríkin. Vald EBA gagnvart EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi og Liechtenstein er í höndum Eftirlitsstofnunar EFTA. Alveg eins og verður raunin með valdheimildir ACER gagnvart EFTA-ríkjunum á grundvelli reglugerðar 713/2009 úr þriðja orkupakkanum. Það má því segja að þessi framþróun EES-samstarfsins sé komin til að vera. Það er eitthvað sem margir fræðimenn í lögfræði töldu óhugsandi án stjórnarskrárbreytingar fyrir nokkrum árum. Þessi þróun felur í sér eðlisbreytingu og því óhætt að slá því föstu að þær forsendur sem lágu fyrir þegar EES-samningurinn tók gildi árið 1994 hafi breyst í mjög veigamiklum atriðum á undanförnum aldarfjórðungi.
Alþingi Fréttaskýringar Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira