Segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. maí 2019 14:25 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Arnar Forstjóri Icelandair segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg en félagið tapaði 6,7 milljörðum. Breytingar á samkeppnisumhverfi og kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla hafi áhrif á stöðuna. Unnið sé að því fullum fetum að bæta reksturinn. Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins, eða 74 milljónum króna á dag, og drógust heildartekjur flugfélagsins saman um sjö prósent á milli ára. Það er talsvert meira en tap fyrirtækisins á sama tímabili í fyrra. Þá tapaði Icelandair 4,2 milljörðum króna. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Icelandair Group sem birt var í Kauphöllinni í gærkvöld. Borgi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að viðburðaríkir mánuðir séu að baki. „Það hafa orðnar miklar breytingar á samkeppnisumhverfinu.“ Þá hafi félagið þurft að leggja öllum Boeing 737 MAX flugvélum sínum og fresta móttöku annarra flugvéla sömu tegundar. „Það hefur náttúrulega talsverð áhrif á okkar rekstur til skamms tíma.“ En félagið hefur breytt flugáætlun sinni þar sem kyrrsetning Max vélanna mun vara lengur en búist hafði verið við. Við breytingarnar dregst sætaframboð saman um tæplega 2 prósent. „Við teljum að það muni leysast hratt og örugglega en hefur áhrif á sumarið eins og tilkynning okkar í gær bar með sér.“ Niðurstaðan uppgjörsins sé að mestu í takt við áætlanir. „Fyrsti og fjórði ársfjórðungur hvers árs er alltaf rekinn með tapi. Þannig er það enn þá. Við erum í því að innleiða nýjar flugvélar fyrir sumarið, þjálfun og þess háttar þannig það er talsverður kostnaður sem leggst á fyrsta ársfjórðungs sem er vegna síðari mánaða ársins,“ segir Bogi. Þá kemur fram í ársfjórðungsuppgjörinu að eiginfjárhlutfallið sem var 32 prósent í lok síðasta árs hafi verið komið niður í 23 prósent í mars. Bogi segir að langtímahorfur fyrirtækisins séu góðar og ánægjulegt að bandaríski fjárfestingarsjóðurinn PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í flugfélaginu á 5,6 milljarða króna. „Við þurfum að sjálfsögðu að gera betur í okkar rekstri, rekstrarafkoman á síðasta ári var ekki ásættanleg og ekki á fyrsta ársfjórðungi heldur þó að hún sé í takt við áætlanir. Við erum að vinna að því fullum fetum að bæta reksturinn bæði að lækka kostnað og auka tekjur.“ Fréttir af flugi Icelandair Viðskipti Tengdar fréttir Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. 3. maí 2019 23:03 Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44 Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. 25. apríl 2019 10:00 Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg en félagið tapaði 6,7 milljörðum. Breytingar á samkeppnisumhverfi og kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla hafi áhrif á stöðuna. Unnið sé að því fullum fetum að bæta reksturinn. Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins, eða 74 milljónum króna á dag, og drógust heildartekjur flugfélagsins saman um sjö prósent á milli ára. Það er talsvert meira en tap fyrirtækisins á sama tímabili í fyrra. Þá tapaði Icelandair 4,2 milljörðum króna. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Icelandair Group sem birt var í Kauphöllinni í gærkvöld. Borgi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að viðburðaríkir mánuðir séu að baki. „Það hafa orðnar miklar breytingar á samkeppnisumhverfinu.“ Þá hafi félagið þurft að leggja öllum Boeing 737 MAX flugvélum sínum og fresta móttöku annarra flugvéla sömu tegundar. „Það hefur náttúrulega talsverð áhrif á okkar rekstur til skamms tíma.“ En félagið hefur breytt flugáætlun sinni þar sem kyrrsetning Max vélanna mun vara lengur en búist hafði verið við. Við breytingarnar dregst sætaframboð saman um tæplega 2 prósent. „Við teljum að það muni leysast hratt og örugglega en hefur áhrif á sumarið eins og tilkynning okkar í gær bar með sér.“ Niðurstaðan uppgjörsins sé að mestu í takt við áætlanir. „Fyrsti og fjórði ársfjórðungur hvers árs er alltaf rekinn með tapi. Þannig er það enn þá. Við erum í því að innleiða nýjar flugvélar fyrir sumarið, þjálfun og þess háttar þannig það er talsverður kostnaður sem leggst á fyrsta ársfjórðungs sem er vegna síðari mánaða ársins,“ segir Bogi. Þá kemur fram í ársfjórðungsuppgjörinu að eiginfjárhlutfallið sem var 32 prósent í lok síðasta árs hafi verið komið niður í 23 prósent í mars. Bogi segir að langtímahorfur fyrirtækisins séu góðar og ánægjulegt að bandaríski fjárfestingarsjóðurinn PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í flugfélaginu á 5,6 milljarða króna. „Við þurfum að sjálfsögðu að gera betur í okkar rekstri, rekstrarafkoman á síðasta ári var ekki ásættanleg og ekki á fyrsta ársfjórðungi heldur þó að hún sé í takt við áætlanir. Við erum að vinna að því fullum fetum að bæta reksturinn bæði að lækka kostnað og auka tekjur.“
Fréttir af flugi Icelandair Viðskipti Tengdar fréttir Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. 3. maí 2019 23:03 Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44 Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. 25. apríl 2019 10:00 Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. 3. maí 2019 23:03
Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44
Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. 25. apríl 2019 10:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun