Segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. maí 2019 14:25 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Arnar Forstjóri Icelandair segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg en félagið tapaði 6,7 milljörðum. Breytingar á samkeppnisumhverfi og kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla hafi áhrif á stöðuna. Unnið sé að því fullum fetum að bæta reksturinn. Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins, eða 74 milljónum króna á dag, og drógust heildartekjur flugfélagsins saman um sjö prósent á milli ára. Það er talsvert meira en tap fyrirtækisins á sama tímabili í fyrra. Þá tapaði Icelandair 4,2 milljörðum króna. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Icelandair Group sem birt var í Kauphöllinni í gærkvöld. Borgi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að viðburðaríkir mánuðir séu að baki. „Það hafa orðnar miklar breytingar á samkeppnisumhverfinu.“ Þá hafi félagið þurft að leggja öllum Boeing 737 MAX flugvélum sínum og fresta móttöku annarra flugvéla sömu tegundar. „Það hefur náttúrulega talsverð áhrif á okkar rekstur til skamms tíma.“ En félagið hefur breytt flugáætlun sinni þar sem kyrrsetning Max vélanna mun vara lengur en búist hafði verið við. Við breytingarnar dregst sætaframboð saman um tæplega 2 prósent. „Við teljum að það muni leysast hratt og örugglega en hefur áhrif á sumarið eins og tilkynning okkar í gær bar með sér.“ Niðurstaðan uppgjörsins sé að mestu í takt við áætlanir. „Fyrsti og fjórði ársfjórðungur hvers árs er alltaf rekinn með tapi. Þannig er það enn þá. Við erum í því að innleiða nýjar flugvélar fyrir sumarið, þjálfun og þess háttar þannig það er talsverður kostnaður sem leggst á fyrsta ársfjórðungs sem er vegna síðari mánaða ársins,“ segir Bogi. Þá kemur fram í ársfjórðungsuppgjörinu að eiginfjárhlutfallið sem var 32 prósent í lok síðasta árs hafi verið komið niður í 23 prósent í mars. Bogi segir að langtímahorfur fyrirtækisins séu góðar og ánægjulegt að bandaríski fjárfestingarsjóðurinn PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í flugfélaginu á 5,6 milljarða króna. „Við þurfum að sjálfsögðu að gera betur í okkar rekstri, rekstrarafkoman á síðasta ári var ekki ásættanleg og ekki á fyrsta ársfjórðungi heldur þó að hún sé í takt við áætlanir. Við erum að vinna að því fullum fetum að bæta reksturinn bæði að lækka kostnað og auka tekjur.“ Fréttir af flugi Icelandair Viðskipti Tengdar fréttir Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. 3. maí 2019 23:03 Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44 Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. 25. apríl 2019 10:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg en félagið tapaði 6,7 milljörðum. Breytingar á samkeppnisumhverfi og kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla hafi áhrif á stöðuna. Unnið sé að því fullum fetum að bæta reksturinn. Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins, eða 74 milljónum króna á dag, og drógust heildartekjur flugfélagsins saman um sjö prósent á milli ára. Það er talsvert meira en tap fyrirtækisins á sama tímabili í fyrra. Þá tapaði Icelandair 4,2 milljörðum króna. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Icelandair Group sem birt var í Kauphöllinni í gærkvöld. Borgi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að viðburðaríkir mánuðir séu að baki. „Það hafa orðnar miklar breytingar á samkeppnisumhverfinu.“ Þá hafi félagið þurft að leggja öllum Boeing 737 MAX flugvélum sínum og fresta móttöku annarra flugvéla sömu tegundar. „Það hefur náttúrulega talsverð áhrif á okkar rekstur til skamms tíma.“ En félagið hefur breytt flugáætlun sinni þar sem kyrrsetning Max vélanna mun vara lengur en búist hafði verið við. Við breytingarnar dregst sætaframboð saman um tæplega 2 prósent. „Við teljum að það muni leysast hratt og örugglega en hefur áhrif á sumarið eins og tilkynning okkar í gær bar með sér.“ Niðurstaðan uppgjörsins sé að mestu í takt við áætlanir. „Fyrsti og fjórði ársfjórðungur hvers árs er alltaf rekinn með tapi. Þannig er það enn þá. Við erum í því að innleiða nýjar flugvélar fyrir sumarið, þjálfun og þess háttar þannig það er talsverður kostnaður sem leggst á fyrsta ársfjórðungs sem er vegna síðari mánaða ársins,“ segir Bogi. Þá kemur fram í ársfjórðungsuppgjörinu að eiginfjárhlutfallið sem var 32 prósent í lok síðasta árs hafi verið komið niður í 23 prósent í mars. Bogi segir að langtímahorfur fyrirtækisins séu góðar og ánægjulegt að bandaríski fjárfestingarsjóðurinn PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í flugfélaginu á 5,6 milljarða króna. „Við þurfum að sjálfsögðu að gera betur í okkar rekstri, rekstrarafkoman á síðasta ári var ekki ásættanleg og ekki á fyrsta ársfjórðungi heldur þó að hún sé í takt við áætlanir. Við erum að vinna að því fullum fetum að bæta reksturinn bæði að lækka kostnað og auka tekjur.“
Fréttir af flugi Icelandair Viðskipti Tengdar fréttir Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. 3. maí 2019 23:03 Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44 Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. 25. apríl 2019 10:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. 3. maí 2019 23:03
Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44
Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. 25. apríl 2019 10:00