Boðað hefur verið til fyrirtöku í máli bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC gegn Isavia á fimmtudaginn í Héraðsdómi Reykjaness. ALC krefst þess að kyrrsetningu Isavia á Airbus-þotunni TF-GPA, sem WOW air hafði á leigu hjá ALC, verði aflétt.
Þetta er í annað skipti sem ALC fer með málið fyrir héraðsdóm. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Isavia hefði verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna 87 milljóna króna skuld WOW air við Isavia vegna vélarinnar. WOW air varð gjaldþrota þann 28. mars en flugfélagið skuldaði Isavia um 2,5 milljarða króna.
Isavia hefur neitað að afhenda ALC vélina vegna milljarðanna tveggja og kærði úrskurð héraðsdóms í síðustu viku til Landsréttar. Telur Isavia að dómafordæmi hafi ekki verið virt í úrskurðinum. Í úrskurðinum sagði að Isavia mætti ekki kyrrsetja þotuna vegna allra skulda WOW air heldur aðeins vegna þessarar tilteknu vélar.
Nýja málið verður tekið fyrir klukkan 15:30 á fimmtudag.
Næsta rimma ALC og Isavia í dómsal á fimmtudaginn
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað?
Viðskipti innlent

Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn
Viðskipti innlent

Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar
Viðskipti innlent

Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures
Viðskipti innlent

Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér
Viðskipti innlent

Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi
Viðskipti innlent

Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna
Viðskipti innlent