Lög tónlistarmanns Haukur Örn Birgisson skrifar 30. apríl 2019 08:00 Íslenskum stjórnmálamönnum þykir óskaplega vænt um okkur hin og þeir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vernda okkur frá því að fara okkur að voða. Þær skipta eflaust hundruðum, reglurnar sem þeir hafa sett, sem ætlað er að fyrirbyggja vanhugsaðar ákvarðanir í okkar daglega lífi. Ein birtingarmynd þessarar væntumþykju snýr að lögum sem ætlað er banna „duldar auglýsingar“ m.a. á samfélagsmiðlum. Neytendastofa passar svo upp á að áhrifavaldarnir okkar fari að lögunum, með tilheyrandi kostnaði og vinnustundum starfsmanna stofnunarinnar. Fyrr í mánuðinum birti Neytendastofa ákvörðun sína í máli tónlistarmannsins Emmsjé Gauta. Emmsjé hafði verið sóttur til saka fyrir að birta ítrekað myndir af sér á Instagram fyrir framan Audi-bifreið, væntanlega undir því yfirskini að um væri að ræða hans eigin fararskjóta. Nú hefur Emmsjé Gauta verið bannað að birta slíkar myndir, að viðlögðum sektum, ef hann tekur ekki nógu skýrt fram að myndirnar séu kostaðar af Heklu. Hugur manns er vissulega hjá aðdáendum Emmsjé Gauta, sem sitja líklegast flestir núna í glænýjum Audi Q5 jeppa, sem þeir keyptu á átta milljónir króna. Maður getur rétt ímyndað sér vonbrigðin í svip þeirra þegar þeir lásu um ákvörðun Neytendastofu og áttuðu sig á því að áhrifavaldur þeirra hafði fengið greitt fyrir að keyra um á Audi í stað Toyotu. Það felst mikil huggun í því að hugsa til þess að hér á landi séu settar reglur sem koma í veg fyrir að fullorðið fólk taki heimskulegar ákvarðanir. Reglur sem ganga út frá því að fólk geti ekki sjálft áttað sig á ástæðu þess að bifreiðar, skór, föt eða veitingahús svokallaðra áhrifavalda rata inn á hverja einustu Instagram-mynd þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Neytendur Samfélagsmiðlar Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskum stjórnmálamönnum þykir óskaplega vænt um okkur hin og þeir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vernda okkur frá því að fara okkur að voða. Þær skipta eflaust hundruðum, reglurnar sem þeir hafa sett, sem ætlað er að fyrirbyggja vanhugsaðar ákvarðanir í okkar daglega lífi. Ein birtingarmynd þessarar væntumþykju snýr að lögum sem ætlað er banna „duldar auglýsingar“ m.a. á samfélagsmiðlum. Neytendastofa passar svo upp á að áhrifavaldarnir okkar fari að lögunum, með tilheyrandi kostnaði og vinnustundum starfsmanna stofnunarinnar. Fyrr í mánuðinum birti Neytendastofa ákvörðun sína í máli tónlistarmannsins Emmsjé Gauta. Emmsjé hafði verið sóttur til saka fyrir að birta ítrekað myndir af sér á Instagram fyrir framan Audi-bifreið, væntanlega undir því yfirskini að um væri að ræða hans eigin fararskjóta. Nú hefur Emmsjé Gauta verið bannað að birta slíkar myndir, að viðlögðum sektum, ef hann tekur ekki nógu skýrt fram að myndirnar séu kostaðar af Heklu. Hugur manns er vissulega hjá aðdáendum Emmsjé Gauta, sem sitja líklegast flestir núna í glænýjum Audi Q5 jeppa, sem þeir keyptu á átta milljónir króna. Maður getur rétt ímyndað sér vonbrigðin í svip þeirra þegar þeir lásu um ákvörðun Neytendastofu og áttuðu sig á því að áhrifavaldur þeirra hafði fengið greitt fyrir að keyra um á Audi í stað Toyotu. Það felst mikil huggun í því að hugsa til þess að hér á landi séu settar reglur sem koma í veg fyrir að fullorðið fólk taki heimskulegar ákvarðanir. Reglur sem ganga út frá því að fólk geti ekki sjálft áttað sig á ástæðu þess að bifreiðar, skór, föt eða veitingahús svokallaðra áhrifavalda rata inn á hverja einustu Instagram-mynd þeirra.
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar