Ráðast verði í átak til að sporna gegn „ófremdarástandi“ á sifjadeildinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. apríl 2019 12:15 Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún hefur áhyggjur af stöðu sifjadeildar hjá Sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu. vísir/vilhelm Ráðast verður í sérstakt átak til að laga það „ófremdarástand“ sem ríkir á sifjadeild Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er mat Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis. Helga Vala lagði fram fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, starfandi dómsmálaráðherra. Hún vildi vita hvað ráðherrann hygðist taka til bragðs til að leysa vandann. Helga Vala var til viðtals í Bítinu í morgun og ræddi alvarleika málsins. Sifjadeildin annast mál sem varða fjölskyldur og fjölskyldutengsl og flokkast í grófum dráttum í hjúskaparrétt, sambúðarrétt og barnarétt eða réttarstöðu barna gagnvart foreldrum. „Þetta ástand hefur nú varað í nokkur ár en staðan er þannig að á sifjadeildinni er svo mikil mannekla að níu málum sem varðar forsjá lögheimili, skilnað, umgengni barna við foreldra hefur ekki verið úthlutað síðan í október þannig að þau bara hrúgast upp málin,“ segir Helga Vala.Tafirnar valdi börnum skaða Hún segir að tafirnar í máli barnanna standist ekki lög. Mál þar sem börn eiga í hlut eigi að sæta flýtimeðferð í kerfinu. „Þegar börn fá ekki að hitta annað foreldri sitt, því stundum er það bara tálmun. Það er í minnihluta tilvika þar sem um er að ræða einhverja raunverulega hættu. Þá hvað? Barnið verður bara fyrir rofi þarna og það er mjög alvarlegt og þetta er skaði sem verður ekkert tekinn til baka.“ Stjórnvöld beri ábyrgð á því að koma ekki illa fram við börn. Aðspurð hvort þetta tengist manneklu segir Helga Vala svo vera. „Já, allavega á þessari deild. Það er bara algjör tappi. Þetta er svo alvarlegt eins og til dæmis þegar um er að ræða umgengni. Auðvitað minna alvarlegt þegar allt er í sátt og samlyndi því þá getur fólk bara látið hlutina ganga eðlilega fyrir sig þó það sé auðvitað mjög vont að vera áfram skráður í hjúskap með einhverjum sem þú villt ekki, bara upp á skattalegu hliðina og eignahliðina og allt þetta.“ Embættið hafi einfaldlega ekki nóg fjármagn. „Ég veit ekki hvort það er af því það er illa skipulagt eða bara af því að verkefnastaðan er svona. Við erum nýbúin að fá stjórnsýsluúttekt frá ríkisendurskoðun á sýslumannsembættunum og það var líka algjör rassskelling fyrir stjórnvöld. Þegar sýslumannsembættin voru sameinuð þá var bara staðið mjög illa að því. Það var illa undirbúið, verkefnastaðan var ekki yfirfarin, það er ekkert verkbókhald þarna inni og það fjármagn sem átti að fylgja verkefnunum, það var svona lítið utanumhald og lítil yfirsýn.“ Starfandi dómsmálaráðherra sagði í gær að stjórnvöld væru að fara yfir stöðu sýslumannsembættanna og vinna væri hafin við að rafvæða þinglýsingar. Helga Vala segir þó að málið snúist ekki bara um hagræðingu. „Það er augljóst að það þarf átak núna og fjölga þarf starfsmönnum í þessu skrímsli sem sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu er því þetta er risastórt.“ Alþingi Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira
Ráðast verður í sérstakt átak til að laga það „ófremdarástand“ sem ríkir á sifjadeild Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er mat Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis. Helga Vala lagði fram fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, starfandi dómsmálaráðherra. Hún vildi vita hvað ráðherrann hygðist taka til bragðs til að leysa vandann. Helga Vala var til viðtals í Bítinu í morgun og ræddi alvarleika málsins. Sifjadeildin annast mál sem varða fjölskyldur og fjölskyldutengsl og flokkast í grófum dráttum í hjúskaparrétt, sambúðarrétt og barnarétt eða réttarstöðu barna gagnvart foreldrum. „Þetta ástand hefur nú varað í nokkur ár en staðan er þannig að á sifjadeildinni er svo mikil mannekla að níu málum sem varðar forsjá lögheimili, skilnað, umgengni barna við foreldra hefur ekki verið úthlutað síðan í október þannig að þau bara hrúgast upp málin,“ segir Helga Vala.Tafirnar valdi börnum skaða Hún segir að tafirnar í máli barnanna standist ekki lög. Mál þar sem börn eiga í hlut eigi að sæta flýtimeðferð í kerfinu. „Þegar börn fá ekki að hitta annað foreldri sitt, því stundum er það bara tálmun. Það er í minnihluta tilvika þar sem um er að ræða einhverja raunverulega hættu. Þá hvað? Barnið verður bara fyrir rofi þarna og það er mjög alvarlegt og þetta er skaði sem verður ekkert tekinn til baka.“ Stjórnvöld beri ábyrgð á því að koma ekki illa fram við börn. Aðspurð hvort þetta tengist manneklu segir Helga Vala svo vera. „Já, allavega á þessari deild. Það er bara algjör tappi. Þetta er svo alvarlegt eins og til dæmis þegar um er að ræða umgengni. Auðvitað minna alvarlegt þegar allt er í sátt og samlyndi því þá getur fólk bara látið hlutina ganga eðlilega fyrir sig þó það sé auðvitað mjög vont að vera áfram skráður í hjúskap með einhverjum sem þú villt ekki, bara upp á skattalegu hliðina og eignahliðina og allt þetta.“ Embættið hafi einfaldlega ekki nóg fjármagn. „Ég veit ekki hvort það er af því það er illa skipulagt eða bara af því að verkefnastaðan er svona. Við erum nýbúin að fá stjórnsýsluúttekt frá ríkisendurskoðun á sýslumannsembættunum og það var líka algjör rassskelling fyrir stjórnvöld. Þegar sýslumannsembættin voru sameinuð þá var bara staðið mjög illa að því. Það var illa undirbúið, verkefnastaðan var ekki yfirfarin, það er ekkert verkbókhald þarna inni og það fjármagn sem átti að fylgja verkefnunum, það var svona lítið utanumhald og lítil yfirsýn.“ Starfandi dómsmálaráðherra sagði í gær að stjórnvöld væru að fara yfir stöðu sýslumannsembættanna og vinna væri hafin við að rafvæða þinglýsingar. Helga Vala segir þó að málið snúist ekki bara um hagræðingu. „Það er augljóst að það þarf átak núna og fjölga þarf starfsmönnum í þessu skrímsli sem sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu er því þetta er risastórt.“
Alþingi Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira