„Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2019 12:47 Mjaldurinn vinalegi áður en beislið var tekið af honum. Vísir/EPA Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. Norskir sjómenn fundu umræddan mjaldur í sjónum úti fyrir Finnmörku í síðustu viku. Mjaldurinn vakti sérstaka athygli sökum þess hversu gæfur hann var og enn fremur vegna beislis sem hann hafði utan um sig. Á beislinu, sem var fjarlægt af mjaldrinum, stendur „búnaður Sankti Pétursborgar. Sérfræðingar töldu hvalinn að öllum líkindum á ábyrgð rússneska sjóhersins en ekki þarlendra vísindamanna. Sjá einnig: Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Leyfir fólki að klappa sér og leikur listir Mjaldurinn heldur nú til í firðinum Tufjord á eyjunni Rolvsøya í Finnmörku. Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir Linn Sæther, íbúa í Tufjord, að mjaldurinn sé afar gæfur og leyfi fólki að klappa sér á trjónuna. Þá leiki hann einnig listir sínar í firðinum, við mikinn fögnuð áhorfenda. Þá sé mjaldurinn greinilega vel þjálfaður en hann sæki til dæmis fisk, sem kastað er til hans, og syndi með hann til baka. Þó éti hann fiskinn einnig með bestu lyst þegar þannig liggi á honum. Mjaldurinn hóf að elta fiskibáta úti fyrir Finnmörku í síðustu viku. Nú heldur hann til við Tufjord.Vísir/EPA Ekkert leyndarmál að Rússar þjálfi höfrunga Viktor Baranets, ofursti hjá rússneska hernum sem skrifað hefur um notkun hersins á sjávardýrum, gaf lítið fyrir áhyggjur Norðmanna af mjaldrinum í gær. Hann neitaði þó ekki í samtali við rússnesku sjónvarpsstöðina Govorit Moskva að mjaldurinn gæti hafa sloppið frá rússneska sjóhernum. „[…] ef við værum að nota þetta dýr til að njósna, heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer með skilaboðunum „vinsamlegast hringið í þetta númer“?“ sagði Baranets, inntur eftir því hvort hvalurinn væri notaður til njósna. Beislið, sem fjarlægt var af mjaldrinum, var mertk Sankti Pétursborg.Vísir/EPA Þá sagði hann að Rússar þjálfuðu vissulega höfrunga til að nota í hernaði og það hefði aldrei verið feimnismál. Þessir höfrungar séu þjálfaðir í herstöðinni við Sevastópol á Krímskaga og notaðir til ýmissa verka. Setur mjaldurinn í samhengi við Keikó NRK ræðir við Audun Rikardsen, hvalasérfræðing við háskólann í Tromsø, sem segir erfitt að segja til um það á þessum tímapunkti hvernig mjaldrinum muni farnast villtum í náttúrunni. Dæmi séu um að hvalir sem sleppt er úr haldi manna spjari sig ágætlega en önnur dæmi sýni fram á annað. Í því samhengi nefnir hann hinn íslenska Keikó, sem verslaðist upp við Noregsstrendur árið 2003 eftir að hafa verið sleppt lausum frá Vestmannaeyjum árið áður. „Eitt í þessu er að hann þarf að læra að finna æti af sjálfsdáðum. Hitt er að þetta er líka félagsvera sem venjulega heldur til í hóp. Hann þarf þess vegna að finna sér hóp og það er ekki alltaf auðvelt ef hann hefur verið lengi í haldi manna og skilur kannski ekki samskiptareglurnar.“ Dýr Noregur Rússland Mjaldurinn Hvaldímír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. Norskir sjómenn fundu umræddan mjaldur í sjónum úti fyrir Finnmörku í síðustu viku. Mjaldurinn vakti sérstaka athygli sökum þess hversu gæfur hann var og enn fremur vegna beislis sem hann hafði utan um sig. Á beislinu, sem var fjarlægt af mjaldrinum, stendur „búnaður Sankti Pétursborgar. Sérfræðingar töldu hvalinn að öllum líkindum á ábyrgð rússneska sjóhersins en ekki þarlendra vísindamanna. Sjá einnig: Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Leyfir fólki að klappa sér og leikur listir Mjaldurinn heldur nú til í firðinum Tufjord á eyjunni Rolvsøya í Finnmörku. Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir Linn Sæther, íbúa í Tufjord, að mjaldurinn sé afar gæfur og leyfi fólki að klappa sér á trjónuna. Þá leiki hann einnig listir sínar í firðinum, við mikinn fögnuð áhorfenda. Þá sé mjaldurinn greinilega vel þjálfaður en hann sæki til dæmis fisk, sem kastað er til hans, og syndi með hann til baka. Þó éti hann fiskinn einnig með bestu lyst þegar þannig liggi á honum. Mjaldurinn hóf að elta fiskibáta úti fyrir Finnmörku í síðustu viku. Nú heldur hann til við Tufjord.Vísir/EPA Ekkert leyndarmál að Rússar þjálfi höfrunga Viktor Baranets, ofursti hjá rússneska hernum sem skrifað hefur um notkun hersins á sjávardýrum, gaf lítið fyrir áhyggjur Norðmanna af mjaldrinum í gær. Hann neitaði þó ekki í samtali við rússnesku sjónvarpsstöðina Govorit Moskva að mjaldurinn gæti hafa sloppið frá rússneska sjóhernum. „[…] ef við værum að nota þetta dýr til að njósna, heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer með skilaboðunum „vinsamlegast hringið í þetta númer“?“ sagði Baranets, inntur eftir því hvort hvalurinn væri notaður til njósna. Beislið, sem fjarlægt var af mjaldrinum, var mertk Sankti Pétursborg.Vísir/EPA Þá sagði hann að Rússar þjálfuðu vissulega höfrunga til að nota í hernaði og það hefði aldrei verið feimnismál. Þessir höfrungar séu þjálfaðir í herstöðinni við Sevastópol á Krímskaga og notaðir til ýmissa verka. Setur mjaldurinn í samhengi við Keikó NRK ræðir við Audun Rikardsen, hvalasérfræðing við háskólann í Tromsø, sem segir erfitt að segja til um það á þessum tímapunkti hvernig mjaldrinum muni farnast villtum í náttúrunni. Dæmi séu um að hvalir sem sleppt er úr haldi manna spjari sig ágætlega en önnur dæmi sýni fram á annað. Í því samhengi nefnir hann hinn íslenska Keikó, sem verslaðist upp við Noregsstrendur árið 2003 eftir að hafa verið sleppt lausum frá Vestmannaeyjum árið áður. „Eitt í þessu er að hann þarf að læra að finna æti af sjálfsdáðum. Hitt er að þetta er líka félagsvera sem venjulega heldur til í hóp. Hann þarf þess vegna að finna sér hóp og það er ekki alltaf auðvelt ef hann hefur verið lengi í haldi manna og skilur kannski ekki samskiptareglurnar.“
Dýr Noregur Rússland Mjaldurinn Hvaldímír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23