„Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2019 12:47 Mjaldurinn vinalegi áður en beislið var tekið af honum. Vísir/EPA Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. Norskir sjómenn fundu umræddan mjaldur í sjónum úti fyrir Finnmörku í síðustu viku. Mjaldurinn vakti sérstaka athygli sökum þess hversu gæfur hann var og enn fremur vegna beislis sem hann hafði utan um sig. Á beislinu, sem var fjarlægt af mjaldrinum, stendur „búnaður Sankti Pétursborgar. Sérfræðingar töldu hvalinn að öllum líkindum á ábyrgð rússneska sjóhersins en ekki þarlendra vísindamanna. Sjá einnig: Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Leyfir fólki að klappa sér og leikur listir Mjaldurinn heldur nú til í firðinum Tufjord á eyjunni Rolvsøya í Finnmörku. Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir Linn Sæther, íbúa í Tufjord, að mjaldurinn sé afar gæfur og leyfi fólki að klappa sér á trjónuna. Þá leiki hann einnig listir sínar í firðinum, við mikinn fögnuð áhorfenda. Þá sé mjaldurinn greinilega vel þjálfaður en hann sæki til dæmis fisk, sem kastað er til hans, og syndi með hann til baka. Þó éti hann fiskinn einnig með bestu lyst þegar þannig liggi á honum. Mjaldurinn hóf að elta fiskibáta úti fyrir Finnmörku í síðustu viku. Nú heldur hann til við Tufjord.Vísir/EPA Ekkert leyndarmál að Rússar þjálfi höfrunga Viktor Baranets, ofursti hjá rússneska hernum sem skrifað hefur um notkun hersins á sjávardýrum, gaf lítið fyrir áhyggjur Norðmanna af mjaldrinum í gær. Hann neitaði þó ekki í samtali við rússnesku sjónvarpsstöðina Govorit Moskva að mjaldurinn gæti hafa sloppið frá rússneska sjóhernum. „[…] ef við værum að nota þetta dýr til að njósna, heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer með skilaboðunum „vinsamlegast hringið í þetta númer“?“ sagði Baranets, inntur eftir því hvort hvalurinn væri notaður til njósna. Beislið, sem fjarlægt var af mjaldrinum, var mertk Sankti Pétursborg.Vísir/EPA Þá sagði hann að Rússar þjálfuðu vissulega höfrunga til að nota í hernaði og það hefði aldrei verið feimnismál. Þessir höfrungar séu þjálfaðir í herstöðinni við Sevastópol á Krímskaga og notaðir til ýmissa verka. Setur mjaldurinn í samhengi við Keikó NRK ræðir við Audun Rikardsen, hvalasérfræðing við háskólann í Tromsø, sem segir erfitt að segja til um það á þessum tímapunkti hvernig mjaldrinum muni farnast villtum í náttúrunni. Dæmi séu um að hvalir sem sleppt er úr haldi manna spjari sig ágætlega en önnur dæmi sýni fram á annað. Í því samhengi nefnir hann hinn íslenska Keikó, sem verslaðist upp við Noregsstrendur árið 2003 eftir að hafa verið sleppt lausum frá Vestmannaeyjum árið áður. „Eitt í þessu er að hann þarf að læra að finna æti af sjálfsdáðum. Hitt er að þetta er líka félagsvera sem venjulega heldur til í hóp. Hann þarf þess vegna að finna sér hóp og það er ekki alltaf auðvelt ef hann hefur verið lengi í haldi manna og skilur kannski ekki samskiptareglurnar.“ Dýr Noregur Rússland Mjaldurinn Hvaldímír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. Norskir sjómenn fundu umræddan mjaldur í sjónum úti fyrir Finnmörku í síðustu viku. Mjaldurinn vakti sérstaka athygli sökum þess hversu gæfur hann var og enn fremur vegna beislis sem hann hafði utan um sig. Á beislinu, sem var fjarlægt af mjaldrinum, stendur „búnaður Sankti Pétursborgar. Sérfræðingar töldu hvalinn að öllum líkindum á ábyrgð rússneska sjóhersins en ekki þarlendra vísindamanna. Sjá einnig: Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Leyfir fólki að klappa sér og leikur listir Mjaldurinn heldur nú til í firðinum Tufjord á eyjunni Rolvsøya í Finnmörku. Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir Linn Sæther, íbúa í Tufjord, að mjaldurinn sé afar gæfur og leyfi fólki að klappa sér á trjónuna. Þá leiki hann einnig listir sínar í firðinum, við mikinn fögnuð áhorfenda. Þá sé mjaldurinn greinilega vel þjálfaður en hann sæki til dæmis fisk, sem kastað er til hans, og syndi með hann til baka. Þó éti hann fiskinn einnig með bestu lyst þegar þannig liggi á honum. Mjaldurinn hóf að elta fiskibáta úti fyrir Finnmörku í síðustu viku. Nú heldur hann til við Tufjord.Vísir/EPA Ekkert leyndarmál að Rússar þjálfi höfrunga Viktor Baranets, ofursti hjá rússneska hernum sem skrifað hefur um notkun hersins á sjávardýrum, gaf lítið fyrir áhyggjur Norðmanna af mjaldrinum í gær. Hann neitaði þó ekki í samtali við rússnesku sjónvarpsstöðina Govorit Moskva að mjaldurinn gæti hafa sloppið frá rússneska sjóhernum. „[…] ef við værum að nota þetta dýr til að njósna, heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer með skilaboðunum „vinsamlegast hringið í þetta númer“?“ sagði Baranets, inntur eftir því hvort hvalurinn væri notaður til njósna. Beislið, sem fjarlægt var af mjaldrinum, var mertk Sankti Pétursborg.Vísir/EPA Þá sagði hann að Rússar þjálfuðu vissulega höfrunga til að nota í hernaði og það hefði aldrei verið feimnismál. Þessir höfrungar séu þjálfaðir í herstöðinni við Sevastópol á Krímskaga og notaðir til ýmissa verka. Setur mjaldurinn í samhengi við Keikó NRK ræðir við Audun Rikardsen, hvalasérfræðing við háskólann í Tromsø, sem segir erfitt að segja til um það á þessum tímapunkti hvernig mjaldrinum muni farnast villtum í náttúrunni. Dæmi séu um að hvalir sem sleppt er úr haldi manna spjari sig ágætlega en önnur dæmi sýni fram á annað. Í því samhengi nefnir hann hinn íslenska Keikó, sem verslaðist upp við Noregsstrendur árið 2003 eftir að hafa verið sleppt lausum frá Vestmannaeyjum árið áður. „Eitt í þessu er að hann þarf að læra að finna æti af sjálfsdáðum. Hitt er að þetta er líka félagsvera sem venjulega heldur til í hóp. Hann þarf þess vegna að finna sér hóp og það er ekki alltaf auðvelt ef hann hefur verið lengi í haldi manna og skilur kannski ekki samskiptareglurnar.“
Dýr Noregur Rússland Mjaldurinn Hvaldímír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent