Heilbrigðisráðherra væntir lausna á mönnunarvanda í komandi kjarasamningum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. apríl 2019 19:30 Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að bæta starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og finna lausnir í komandi kjarasamningum. Þá þurfi að leita leiða til að fá fólk aftur til starfa á spítalana. Fjórum legurýmum var lokað á krabbameinsdeild Landspítalans í dag vegna mönnunarvanda að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Alvarlegur skortur er á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum á Landspítalanum að sögn forsvarsmanna og hefur þurft að loka deildum og rýmum á spítalanum og fresta aðgerðum vegna mönnunarvandans. Í dag bættust svo við frekari fregnir um lokanir vegna vöntunnar á fólki.Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands.„Ég var til dæmis að fá ábendingu um það í dag að búið væri að loka fjórum rúmum á 11 E sem er krabbameinsdeild Landspítalans vegna skorts á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum,“ segir Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Sandra segir að almennir starfsmenn hafi verið ráðnir til starfa á spítalann en varast þurfi að þeir gangi í störf sérmenntaðra stétta. „Það sem er líka alvarlegt er að það er verið að ráða almenna starfsmenn til að styðja við starfsemina á spítalanum og maður þarf að vera vakandi yfir hvert það leiðir okkur,“ segir hún. Hún bendir hins vegar á að Sjúkraliðafélagið í samstarfi við Landspítalann sé að fara af stað með átak þar sem bjóða á þessum hópi starfsmanna uppá sjúkraliðanám samhliða starfi. Svandís Svavarsdóttir hefur áhyggjur af stöðunni og segir verið að leita leiða til að bæta hana. „Við erum að reyna að ná reyna að ná utan um starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með því að taka til skoðunnar alls konar hugmyndir sem hafa verið til umræðu um langt skeið. Nú eru náttúrulega kjarasamningar handan við hornið við þessar stéttir og það verður að vera partur að niðurstöðunni í þeim að skoða kjaramálin í víðu samhengi þ.e. starfsaðstæður og annað slíkt líka,“ segir Svandís. Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að bæta starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og finna lausnir í komandi kjarasamningum. Þá þurfi að leita leiða til að fá fólk aftur til starfa á spítalana. Fjórum legurýmum var lokað á krabbameinsdeild Landspítalans í dag vegna mönnunarvanda að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Alvarlegur skortur er á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum á Landspítalanum að sögn forsvarsmanna og hefur þurft að loka deildum og rýmum á spítalanum og fresta aðgerðum vegna mönnunarvandans. Í dag bættust svo við frekari fregnir um lokanir vegna vöntunnar á fólki.Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands.„Ég var til dæmis að fá ábendingu um það í dag að búið væri að loka fjórum rúmum á 11 E sem er krabbameinsdeild Landspítalans vegna skorts á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum,“ segir Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Sandra segir að almennir starfsmenn hafi verið ráðnir til starfa á spítalann en varast þurfi að þeir gangi í störf sérmenntaðra stétta. „Það sem er líka alvarlegt er að það er verið að ráða almenna starfsmenn til að styðja við starfsemina á spítalanum og maður þarf að vera vakandi yfir hvert það leiðir okkur,“ segir hún. Hún bendir hins vegar á að Sjúkraliðafélagið í samstarfi við Landspítalann sé að fara af stað með átak þar sem bjóða á þessum hópi starfsmanna uppá sjúkraliðanám samhliða starfi. Svandís Svavarsdóttir hefur áhyggjur af stöðunni og segir verið að leita leiða til að bæta hana. „Við erum að reyna að ná reyna að ná utan um starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með því að taka til skoðunnar alls konar hugmyndir sem hafa verið til umræðu um langt skeið. Nú eru náttúrulega kjarasamningar handan við hornið við þessar stéttir og það verður að vera partur að niðurstöðunni í þeim að skoða kjaramálin í víðu samhengi þ.e. starfsaðstæður og annað slíkt líka,“ segir Svandís.
Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira