Raforkutap á ári nemur afli Svartsengis Sveinn Arnarsson skrifar 24. apríl 2019 06:15 Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets. Á síðasta ári töpuðust um 400 gígavattstundir við flutning orku frá virkjunum til almenningsveitna og stórnotenda. Er þetta aukning um 6,7 prósent frá árinu áður. Sverrir Jan Norðfjörð, formaður raforkuhóps orkuspárnefndar og framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets, segir það áhyggjuefni að flutningstap aukist ár frá ári. „Það er áhugavert að sjá að flutningstapið sé að aukast. Vitaskuld munum við alltaf horfa upp á einhver flutningstöp í kerfinu, hjá því verður ekki komist,“ segir Sverrir Jan. „Hins vegar er flutningstapið núna jafn mikið og aflið úr Svartsengi svo þetta eru nokkuð stórar tölur.“ Svartsengisvirkjun er jarðvarmavirkjun sem framleiðir bæði hita og rafmagn. Hún framleiðir um 75 megavött af raforku árlega. Ástæður þess að við töpum svo mikilli orku að mati Sverris er að flutningskerfið er ekki nægilega í stakk búið til að takast á við þessa flutninga. Flutningi á orku í gegnum raflínur svipar til flutnings á fólki og vörum eftir þjóðvegum landsins. Sé flutningskerfið ekki nægilega gott er hætt við því að við missum verðmæti.Línumenn við störf á Haukadalsheiði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Við höfum verið að auka framleiðsluna jafnt og þétt síðustu ár en höfum ekki staðið okkur nægilega vel að byggja upp flutningskerfið,“ segir Sverrir Jan og bætir við að á tímum umræðu um sóun verðmæta sé mikilvægt að horfa einnig til flutningstaps í raforkukerfinu. „Mikið hefur verið rætt um matarsóun og annað í þeim dúr þar sem keppst er við að nýta matvæli og vekja fólk til umhugsunar um þau verðmæti sem fara til spillis. Því þurfum við kannski að fara að horfa til raforkunnar einnig.“ Í fyrra nam framleiðsla raforku tæpum 20 þúsund gígavattstundum og jókst um 3,1 prósent frá fyrra ári. Til samanburðar er aukningin jafn mikil og öll notkun raforku á Suðurlandi. Notkun stórnotenda jókst um 2,6 prósent frá fyrra ári og almenn notkun jókst um 4,4 prósent. Því jókst flutningstapið hlutfallslega meira á síðasta ári en notkunin. Raforkuframleiðsla og notkun hefur breyst gríðarlega á öldinni. Á síðasta áratug hefur raforkuvinnsla aukist um 3.360 gígavattstundir sem jafngildir 80 prósentum af notkun allra heimila og almenns atvinnulífs. Að sama skapi er áætlað að notkun raforku aukist jafnt og þétt til ársins 2050. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Á síðasta ári töpuðust um 400 gígavattstundir við flutning orku frá virkjunum til almenningsveitna og stórnotenda. Er þetta aukning um 6,7 prósent frá árinu áður. Sverrir Jan Norðfjörð, formaður raforkuhóps orkuspárnefndar og framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets, segir það áhyggjuefni að flutningstap aukist ár frá ári. „Það er áhugavert að sjá að flutningstapið sé að aukast. Vitaskuld munum við alltaf horfa upp á einhver flutningstöp í kerfinu, hjá því verður ekki komist,“ segir Sverrir Jan. „Hins vegar er flutningstapið núna jafn mikið og aflið úr Svartsengi svo þetta eru nokkuð stórar tölur.“ Svartsengisvirkjun er jarðvarmavirkjun sem framleiðir bæði hita og rafmagn. Hún framleiðir um 75 megavött af raforku árlega. Ástæður þess að við töpum svo mikilli orku að mati Sverris er að flutningskerfið er ekki nægilega í stakk búið til að takast á við þessa flutninga. Flutningi á orku í gegnum raflínur svipar til flutnings á fólki og vörum eftir þjóðvegum landsins. Sé flutningskerfið ekki nægilega gott er hætt við því að við missum verðmæti.Línumenn við störf á Haukadalsheiði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Við höfum verið að auka framleiðsluna jafnt og þétt síðustu ár en höfum ekki staðið okkur nægilega vel að byggja upp flutningskerfið,“ segir Sverrir Jan og bætir við að á tímum umræðu um sóun verðmæta sé mikilvægt að horfa einnig til flutningstaps í raforkukerfinu. „Mikið hefur verið rætt um matarsóun og annað í þeim dúr þar sem keppst er við að nýta matvæli og vekja fólk til umhugsunar um þau verðmæti sem fara til spillis. Því þurfum við kannski að fara að horfa til raforkunnar einnig.“ Í fyrra nam framleiðsla raforku tæpum 20 þúsund gígavattstundum og jókst um 3,1 prósent frá fyrra ári. Til samanburðar er aukningin jafn mikil og öll notkun raforku á Suðurlandi. Notkun stórnotenda jókst um 2,6 prósent frá fyrra ári og almenn notkun jókst um 4,4 prósent. Því jókst flutningstapið hlutfallslega meira á síðasta ári en notkunin. Raforkuframleiðsla og notkun hefur breyst gríðarlega á öldinni. Á síðasta áratug hefur raforkuvinnsla aukist um 3.360 gígavattstundir sem jafngildir 80 prósentum af notkun allra heimila og almenns atvinnulífs. Að sama skapi er áætlað að notkun raforku aukist jafnt og þétt til ársins 2050.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira