400 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur síðustu daga á þeim slóðum þar sem banaslysið varð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. apríl 2019 12:30 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn frá Brunavörnum Austur-Húnvetninga á vettvangi slyssins í gærkvöldi. Brunavarnir Austur-Húnvetninga Banaslys varð á þjóðveginum í botni Langadals, utan Blönduóss, vestan Húnavers í gærkvöldi. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur á síðustu dögum kært 400 manns fyrir of hraðan akstur á þeim slóðum þar sem slysið varð en slysið í gær er fyrsta banaslysið í umferðinni á þessu ári. Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu, sjúkraflutningamenn á Blönduósi auk lögreglu á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um klukkan hálftíu í gærkvöldi að alvarlegt umferðarslys hafi orðið á þjóðveginum í botni Langadals. Bifreiðin var á suðurleið, lenti utan vegar og fór nokkrar veltur. Karlmaður með erlent ríkisfang var einn í bílnum og slasaðist alvarlega en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu stýrði aðgerðum á vettvangi en mikill viðbúnaður var vegna slyssins og var þyrla landhelgisgæslunnar meðal annars send norður til aðstoðar. „Við fengum tilkynningu klukkan 21:33 um að það væri hugsanlega fastklemmdur maður eftir bílveltu hérna í botni Langadals við Æsustaði og við fórum ásamt lögreglu og sjúkraliði á vettvang og þar hófst vettvangsvinna,“ segir Ingvar.Hvernig voru aðstæður á vettvangi? „Veðurfar var ágætt. Það var um tíu stiga hiti og svona sjö til tíu metrar á sekúndu en nokkuð bjart og háskýjað,“ segir Ingvar.Var þetta mikil aðgerð á vettvangi? „Við vorum með allt tiltækt lið lögreglu, sjúkraflutninga og slökkviliðs á staðnum. Vinna gekk vel á vettvangi. Ég held að allir aðilar séu sammála um það,“ segir Ingvar. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Slysið í gær er fyrsta banaslysið í umferðinni á árinu. Á síðustu árum hefur nær á annan tug látist í umferðinni ár hvert. Flestir í fyrra og árið 2016 og 2018 en fæstir létust árið 2014. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur verið með öflugt umferðareftirlit á svæðinu frá því fyrir páska og sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu, að á síðustu dögum hafi um 400 ökumenn hefðu verið kærðir fyrir of hraðan akstur á þeim slóðum þar sem slysið varð. Fulltrúi frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa fór norður í morgun þar sem vettvangur slyssins var rannsakaður og var þjóðveginum lokað vegna þess. Búist er við að vegurinn opni aftur nú í hádeginu. Tildrög slyssins eru til rannsóknar. Blönduós Húnavatnshreppur Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Banaslys nærri Húnaveri Karlmaður lést í umferðarslysi sem varð á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduóss, skammt vestan við Húnaver. Bifreið mannsins, sem var á suðurleið, lenti utan vegar og olti margar veltur neðst í Bólstaðarhlíðarbrekku í gærkvöldi. 24. apríl 2019 09:55 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Sjá meira
Banaslys varð á þjóðveginum í botni Langadals, utan Blönduóss, vestan Húnavers í gærkvöldi. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur á síðustu dögum kært 400 manns fyrir of hraðan akstur á þeim slóðum þar sem slysið varð en slysið í gær er fyrsta banaslysið í umferðinni á þessu ári. Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu, sjúkraflutningamenn á Blönduósi auk lögreglu á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um klukkan hálftíu í gærkvöldi að alvarlegt umferðarslys hafi orðið á þjóðveginum í botni Langadals. Bifreiðin var á suðurleið, lenti utan vegar og fór nokkrar veltur. Karlmaður með erlent ríkisfang var einn í bílnum og slasaðist alvarlega en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu stýrði aðgerðum á vettvangi en mikill viðbúnaður var vegna slyssins og var þyrla landhelgisgæslunnar meðal annars send norður til aðstoðar. „Við fengum tilkynningu klukkan 21:33 um að það væri hugsanlega fastklemmdur maður eftir bílveltu hérna í botni Langadals við Æsustaði og við fórum ásamt lögreglu og sjúkraliði á vettvang og þar hófst vettvangsvinna,“ segir Ingvar.Hvernig voru aðstæður á vettvangi? „Veðurfar var ágætt. Það var um tíu stiga hiti og svona sjö til tíu metrar á sekúndu en nokkuð bjart og háskýjað,“ segir Ingvar.Var þetta mikil aðgerð á vettvangi? „Við vorum með allt tiltækt lið lögreglu, sjúkraflutninga og slökkviliðs á staðnum. Vinna gekk vel á vettvangi. Ég held að allir aðilar séu sammála um það,“ segir Ingvar. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Slysið í gær er fyrsta banaslysið í umferðinni á árinu. Á síðustu árum hefur nær á annan tug látist í umferðinni ár hvert. Flestir í fyrra og árið 2016 og 2018 en fæstir létust árið 2014. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur verið með öflugt umferðareftirlit á svæðinu frá því fyrir páska og sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu, að á síðustu dögum hafi um 400 ökumenn hefðu verið kærðir fyrir of hraðan akstur á þeim slóðum þar sem slysið varð. Fulltrúi frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa fór norður í morgun þar sem vettvangur slyssins var rannsakaður og var þjóðveginum lokað vegna þess. Búist er við að vegurinn opni aftur nú í hádeginu. Tildrög slyssins eru til rannsóknar.
Blönduós Húnavatnshreppur Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Banaslys nærri Húnaveri Karlmaður lést í umferðarslysi sem varð á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduóss, skammt vestan við Húnaver. Bifreið mannsins, sem var á suðurleið, lenti utan vegar og olti margar veltur neðst í Bólstaðarhlíðarbrekku í gærkvöldi. 24. apríl 2019 09:55 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Sjá meira
Banaslys nærri Húnaveri Karlmaður lést í umferðarslysi sem varð á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduóss, skammt vestan við Húnaver. Bifreið mannsins, sem var á suðurleið, lenti utan vegar og olti margar veltur neðst í Bólstaðarhlíðarbrekku í gærkvöldi. 24. apríl 2019 09:55