Grátandi og yfirgefinn í ókunnu landi Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2019 23:44 Landamæravörður heldur hér á drengnum. Landamæraeftirlit Bandaríkjanna Fylgdarlaus þriggja ára flóttadrengur fannst grátandi á göngu í Texas í gærmorgun. Hann er eitt þeirra 9000 barna sem hafa verið stöðvuð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó frá áramótum. Bandarískir landamæraverðir gengu fram á drenginn í dal einum skammt frá borginni Brownsville í Texas á þriðjudagsmorgunn. Að sögn bandarískra miðla var búið að skrifa nafn drengsins og símanúmer á skósóla hans en þrátt fyrir það hefur ekki tekist að hafa upp á aðstandendum drengsins. Talið er að hann hafi verið hluti hóps sem hugði á nýtt líf í Bandaríkjunum en að hópurinn hafi tvístrast þegar hann varð landamæravarða var. Drengurinn hefur sjálfur ekki getað varpað ljósi á þessar kenningar. Hann dvelur nú í landamæramiðstöð í Texas undir handleiðslu félagsráðgjafa og fulltrúa bandarískra barnaverndaryfirvalda, sem segja drenginn vera við hestaheilsu og algjörlega óskaddaðan eftir ferðalagið. Hann er einn þeirra rúmlega 200 þúsund einstaklinga sem bandarískir landamæraverðir hafa stöðvað frá ársbyrjun, þar af voru um 9000 fylgdarlaus börn. Þetta er mesti fjöldi sem stöðvaður hefur verið á suðvesturlandamærum Bandaríkjanna frá árinu 2014 og segja talsmenn landamæraeftirlitsins að þeir eigi í mestu vandræðum með að greiða úr málum þessa fjölmenna hóps. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Flóttamenn Tengdar fréttir Fréttamynd ársins af grátandi stúlku á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó Fréttamynd ársins 2018 er af Yanelu Sanchez, lítilli stúlku, sem sést grátandi þar sem hún og mamma hennar, Sandra Sanchez, eru teknar höndum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 12. apríl 2019 10:45 Fóru til að hitta börn sín en hafa verið í haldi í mánuð Fyrr í þessum mánuði ferðuðust foreldrar barna frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. Þar ætluðu þau sér að hitta börn sín, sem tekin voru af þeim við landamæri Bandaríkjanna í fyrra, og báðu um að fá að halda hælisumsóknum sínum áfram. 29. mars 2019 14:46 Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Fylgdarlaus þriggja ára flóttadrengur fannst grátandi á göngu í Texas í gærmorgun. Hann er eitt þeirra 9000 barna sem hafa verið stöðvuð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó frá áramótum. Bandarískir landamæraverðir gengu fram á drenginn í dal einum skammt frá borginni Brownsville í Texas á þriðjudagsmorgunn. Að sögn bandarískra miðla var búið að skrifa nafn drengsins og símanúmer á skósóla hans en þrátt fyrir það hefur ekki tekist að hafa upp á aðstandendum drengsins. Talið er að hann hafi verið hluti hóps sem hugði á nýtt líf í Bandaríkjunum en að hópurinn hafi tvístrast þegar hann varð landamæravarða var. Drengurinn hefur sjálfur ekki getað varpað ljósi á þessar kenningar. Hann dvelur nú í landamæramiðstöð í Texas undir handleiðslu félagsráðgjafa og fulltrúa bandarískra barnaverndaryfirvalda, sem segja drenginn vera við hestaheilsu og algjörlega óskaddaðan eftir ferðalagið. Hann er einn þeirra rúmlega 200 þúsund einstaklinga sem bandarískir landamæraverðir hafa stöðvað frá ársbyrjun, þar af voru um 9000 fylgdarlaus börn. Þetta er mesti fjöldi sem stöðvaður hefur verið á suðvesturlandamærum Bandaríkjanna frá árinu 2014 og segja talsmenn landamæraeftirlitsins að þeir eigi í mestu vandræðum með að greiða úr málum þessa fjölmenna hóps.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Flóttamenn Tengdar fréttir Fréttamynd ársins af grátandi stúlku á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó Fréttamynd ársins 2018 er af Yanelu Sanchez, lítilli stúlku, sem sést grátandi þar sem hún og mamma hennar, Sandra Sanchez, eru teknar höndum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 12. apríl 2019 10:45 Fóru til að hitta börn sín en hafa verið í haldi í mánuð Fyrr í þessum mánuði ferðuðust foreldrar barna frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. Þar ætluðu þau sér að hitta börn sín, sem tekin voru af þeim við landamæri Bandaríkjanna í fyrra, og báðu um að fá að halda hælisumsóknum sínum áfram. 29. mars 2019 14:46 Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Fréttamynd ársins af grátandi stúlku á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó Fréttamynd ársins 2018 er af Yanelu Sanchez, lítilli stúlku, sem sést grátandi þar sem hún og mamma hennar, Sandra Sanchez, eru teknar höndum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 12. apríl 2019 10:45
Fóru til að hitta börn sín en hafa verið í haldi í mánuð Fyrr í þessum mánuði ferðuðust foreldrar barna frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. Þar ætluðu þau sér að hitta börn sín, sem tekin voru af þeim við landamæri Bandaríkjanna í fyrra, og báðu um að fá að halda hælisumsóknum sínum áfram. 29. mars 2019 14:46
Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48