Bann á efni hvítra þjóðernissinna gæti fjarlægt efni stjórnmálafólks Repúblikana Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2019 19:23 Jack Dorsey, forstjóri Twitter. Getty/Cole Burston Á starfsmannafundi Twitter, sem fram fór þann 22. mars, spurði starfsmaður fyrirtækisins hvernig stæði á því að Twitter hafi náð að fjarlægja hatursorðræðu sem íslamskir öfgahópar bæru ábyrgð á en ekki hatursorðræðu á vegum hvítra þjóðernissinna. Frá þessu er greint á vef Motherboard. Einn stjórnarmanna svaraði að fyrirtækið starfaði innan lagaramma, en starfsmaður tæknideildarinnar sagði að þegar efni væri síað væri alltaf eitthvað meinlaust efni sem væri síað. Hann tók dæmi um að þegar ISIS sían, það er sían sem tekur út hatursorðræðu frá íslömskum öfgahópum, hafi verið sett á, hafi einnig meinlaust efni verið síað út, til dæmis fréttastöðvar sem væru á arabísku. Hann sagði samfélagið í heildina vera samþykkt því að banna efni frá ISIS þrátt fyrir að það kæmi sumum illa. Í öðrum umræðum á starfsmaður fyrirtækisins að hafa sagt Twitter ekki hafa tekið sömu ráðstafanir við efni hvítra þjóðernissinna vegna þess að sumir aðgangar sem yrði lokað væru aðgangar stjórnmálamanna Repúblikanaflokksins. Þessi starfsmaður færði rök fyrir því, að algóriþminn sem notaður væri gæti blandað saman efni frá stjórnmálamönnum Repúblikanaflokksins og öðru efni hvítra þjóðernissinna. Það að banna stjórnmálafólki að vera á forritinu yrði ekki vinsælt meðal almennings þrátt fyrir að það myndi koma í veg fyrir efni hvítra þjóðernissinna, annað en með ISIS. Twitter sagði í samtali við Motherboard að ekkert í stefnu fyrirtækisins gæfi þessa afstöðu til kynna, „þetta er ekki nákvæm lýsing á okkar stefnu eða starfsemi – á neinn hátt.“ Þrátt fyrir það sýna athugasemdir starfsmannsins það hvernig samfélagslegir staðlar hafa áhrif á samfélagsmiðla. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter. Trump hefur gagnrýnt miðilinn mikið fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það viljandi fækka fylgjendum hans. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa kvartað verulega yfir því að fyrirtæki eins og Twitter, Facebook og Google hafi falið síður þeirra á samfélagsmiðlum, sem þeir kalla „skuggabönn“ (e. Shadow banning). Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Trump kvartaði við forstjóra Twitter vegna fjölda fylgjenda sinna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter í gær. Fyrr um daginn hafði forsetinn gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það koma illa fram við sig. 24. apríl 2019 10:58 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Á starfsmannafundi Twitter, sem fram fór þann 22. mars, spurði starfsmaður fyrirtækisins hvernig stæði á því að Twitter hafi náð að fjarlægja hatursorðræðu sem íslamskir öfgahópar bæru ábyrgð á en ekki hatursorðræðu á vegum hvítra þjóðernissinna. Frá þessu er greint á vef Motherboard. Einn stjórnarmanna svaraði að fyrirtækið starfaði innan lagaramma, en starfsmaður tæknideildarinnar sagði að þegar efni væri síað væri alltaf eitthvað meinlaust efni sem væri síað. Hann tók dæmi um að þegar ISIS sían, það er sían sem tekur út hatursorðræðu frá íslömskum öfgahópum, hafi verið sett á, hafi einnig meinlaust efni verið síað út, til dæmis fréttastöðvar sem væru á arabísku. Hann sagði samfélagið í heildina vera samþykkt því að banna efni frá ISIS þrátt fyrir að það kæmi sumum illa. Í öðrum umræðum á starfsmaður fyrirtækisins að hafa sagt Twitter ekki hafa tekið sömu ráðstafanir við efni hvítra þjóðernissinna vegna þess að sumir aðgangar sem yrði lokað væru aðgangar stjórnmálamanna Repúblikanaflokksins. Þessi starfsmaður færði rök fyrir því, að algóriþminn sem notaður væri gæti blandað saman efni frá stjórnmálamönnum Repúblikanaflokksins og öðru efni hvítra þjóðernissinna. Það að banna stjórnmálafólki að vera á forritinu yrði ekki vinsælt meðal almennings þrátt fyrir að það myndi koma í veg fyrir efni hvítra þjóðernissinna, annað en með ISIS. Twitter sagði í samtali við Motherboard að ekkert í stefnu fyrirtækisins gæfi þessa afstöðu til kynna, „þetta er ekki nákvæm lýsing á okkar stefnu eða starfsemi – á neinn hátt.“ Þrátt fyrir það sýna athugasemdir starfsmannsins það hvernig samfélagslegir staðlar hafa áhrif á samfélagsmiðla. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter. Trump hefur gagnrýnt miðilinn mikið fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það viljandi fækka fylgjendum hans. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa kvartað verulega yfir því að fyrirtæki eins og Twitter, Facebook og Google hafi falið síður þeirra á samfélagsmiðlum, sem þeir kalla „skuggabönn“ (e. Shadow banning).
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Trump kvartaði við forstjóra Twitter vegna fjölda fylgjenda sinna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter í gær. Fyrr um daginn hafði forsetinn gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það koma illa fram við sig. 24. apríl 2019 10:58 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Trump kvartaði við forstjóra Twitter vegna fjölda fylgjenda sinna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter í gær. Fyrr um daginn hafði forsetinn gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það koma illa fram við sig. 24. apríl 2019 10:58