Morðinginn í Kaliforníu sagður innblásinn af fyrri hryðjuverkum Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2019 07:59 Blóm sem skilin voru eftir við bænahúsið þar sem skotárásin átti sér stað í gær. Vísir/EPA Nítján ára gamall karlmaður sem er í haldi lögreglunnar í Kaliforníu í Bandaríkjunum eftir skotárás í bænahúsi gyðinga í gær er sagður hafa lofað hryðjuverkamenn sem drápu múslima í moskum á Nýja-Sjálandi og gyðinga í sýnagógu í Pittsburg. Einn er látinn eftir árásina og þrír særðir, þar á meðal stúlka. Árásarmaðurinn notaði hríðskotariffil til að skjóta á gesti Chabad-bænahússins í bænum Poway í Kaliforníu, skammt frá borginni San Diego, í gærmorgun. Kona sem hann skaut lést af sárum sínum. Stúlka og tveir karlmenn eru enn á sjúkrahúsi en sár þeirra eru ekki sögð lífshættuleg. Annar karlmannanna er rabbíni. Árásin átti sér stað á síðasta degi páskahátíðar gyðinga. Vísbendingar eru sagðar um að riffill árásarmannsins hafi staðið á sér og að það hafi mögulega komið í veg fyrir enn meira blóðbað. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en hafði síðar samband við lögreglu og gaf sig fram. Hann hefur ekki komist í kast við lögin áður.Washington Post segir að svo virðist sem að árásarmaðurinn hafi birt einhvers konar stefnuyfirlýsingu á netinu, þar á meðal spjallborðinu 8chan. Þar hafi hann sagst vera innblásinn af hryðjuverkunum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði og fjöldamorði vopnaðs manns sem skaut ellefu manns til bana og særði sex aðra í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í fyrra. Það var mannskæðasta árás í gyðinga í sögu Bandaríkjanna. Lýsti maðurinn sér sem „gyðingahatara“ og „hvítum þjóðernissinna“ og fyrirætlunum sínum um að drepa gyðinga. Fullyrti hann að hann hefði kveikt í öðru bænahúsi gyðinga í síðasta mánuði. Svo virðist sem að maðurinn hafi ætlað sér að herma eftir hryðjuverkamanninum í Christchurch og streyma beint frá árásinni á Facebook. Stjórnendur samfélagsmiðilsins eru sagðir hafa lokað á aðganginn áður en hann hlaut athygli að ráði. Steve Vaus, borgarstjóri Poway, fullyrti í gær að árásin væri hatursglæpur og Donald Trump forseti tók undir að svo virtist vera. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Einn látinn eftir skotárás í Kaliforníu Karlmaður er í haldi lögreglu eftir að tilkynningar bárust um skothvelli skammt frá sýnagógu, bænahúsi gyðinga, í borginni Poway, skammt frá San Diego í Kaliforníu. 27. apríl 2019 20:24 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Nítján ára gamall karlmaður sem er í haldi lögreglunnar í Kaliforníu í Bandaríkjunum eftir skotárás í bænahúsi gyðinga í gær er sagður hafa lofað hryðjuverkamenn sem drápu múslima í moskum á Nýja-Sjálandi og gyðinga í sýnagógu í Pittsburg. Einn er látinn eftir árásina og þrír særðir, þar á meðal stúlka. Árásarmaðurinn notaði hríðskotariffil til að skjóta á gesti Chabad-bænahússins í bænum Poway í Kaliforníu, skammt frá borginni San Diego, í gærmorgun. Kona sem hann skaut lést af sárum sínum. Stúlka og tveir karlmenn eru enn á sjúkrahúsi en sár þeirra eru ekki sögð lífshættuleg. Annar karlmannanna er rabbíni. Árásin átti sér stað á síðasta degi páskahátíðar gyðinga. Vísbendingar eru sagðar um að riffill árásarmannsins hafi staðið á sér og að það hafi mögulega komið í veg fyrir enn meira blóðbað. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en hafði síðar samband við lögreglu og gaf sig fram. Hann hefur ekki komist í kast við lögin áður.Washington Post segir að svo virðist sem að árásarmaðurinn hafi birt einhvers konar stefnuyfirlýsingu á netinu, þar á meðal spjallborðinu 8chan. Þar hafi hann sagst vera innblásinn af hryðjuverkunum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði og fjöldamorði vopnaðs manns sem skaut ellefu manns til bana og særði sex aðra í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í fyrra. Það var mannskæðasta árás í gyðinga í sögu Bandaríkjanna. Lýsti maðurinn sér sem „gyðingahatara“ og „hvítum þjóðernissinna“ og fyrirætlunum sínum um að drepa gyðinga. Fullyrti hann að hann hefði kveikt í öðru bænahúsi gyðinga í síðasta mánuði. Svo virðist sem að maðurinn hafi ætlað sér að herma eftir hryðjuverkamanninum í Christchurch og streyma beint frá árásinni á Facebook. Stjórnendur samfélagsmiðilsins eru sagðir hafa lokað á aðganginn áður en hann hlaut athygli að ráði. Steve Vaus, borgarstjóri Poway, fullyrti í gær að árásin væri hatursglæpur og Donald Trump forseti tók undir að svo virtist vera.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Einn látinn eftir skotárás í Kaliforníu Karlmaður er í haldi lögreglu eftir að tilkynningar bárust um skothvelli skammt frá sýnagógu, bænahúsi gyðinga, í borginni Poway, skammt frá San Diego í Kaliforníu. 27. apríl 2019 20:24 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Einn látinn eftir skotárás í Kaliforníu Karlmaður er í haldi lögreglu eftir að tilkynningar bárust um skothvelli skammt frá sýnagógu, bænahúsi gyðinga, í borginni Poway, skammt frá San Diego í Kaliforníu. 27. apríl 2019 20:24
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent