Fyrrum lögmaður Obama ákærður vegna vinnu í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 11. apríl 2019 23:38 Málið gegn Craig varð til vegna Rússarannsóknar Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna og vinnu sem Craig er sagður hafa unnið fyrir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. AP/Pablo Martinez Monsivais Greg Craig, sem starfaði sem æðsti lögmaður Hvíta hússins í forsetatíð Barack Obama, hefur verið ákærður fyrir að ljúga að útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna um störf hans fyrir yfirvöld Úkraínu árið 2012. Málið gegn Craig varð til vegna Rússarannsóknar Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna og vinnu sem Craig er sagður hafa unnið fyrir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. Manafort játaði í fyrra að hafa brotið lög vegna vinnu hans fyrir Viktor Yanukvovych, fyrrverandi forseta, og bandamenn hans. Craig, sem er 74 ára gamall, gæti setið í fangelsi í allt að tíu ár fyrir að ljúga að rannsakendum og fyrir að brjóta lög sem snúa að því vinnu Bandaríkjamanna fyrir önnur ríki. Sjálfur segist hann hafa leitt teymi lögfræðinga við vinnu að skýrslu fyrir Dómsmálaráðuneyti Úkraínu. Hann segir þá ekki hafa talið sig þurfa að skrá sig sem útsendara annars ríkis vegna þeirrar vinnu. „Þessar ákærur eru án fordæmis og eiga ekki rétt á sér,“ sagði Craig í yfirlýsingu sem hann birti á Youtube í dag. „Ég er viss um að bæði dómari og kviðdómendur verði sammála mér.“Fyrirtæki Craig var ráðið af Dómsmálaráðuneyti Úkraínu til að endurskoða málaflutning ráðuneytisins gagnvart Yuliu Tymoshenko, pólitísks andstæðings Yanukovych. Samkvæmt Washington Post segir í ákærunni að vinna Craig og starfsmanna hans hafi verið liður í áætlun Manafort til að bæta ímynd forsetans á alþjóðasviðinu.Mannréttindasamtök segja að skýrsla Craig og félaga hafi verið hvítþvottur á mannréttindabrotum Yanukovych gagnvart Tymoshenko og að hún hafi verið handtekin vegna andstöðu sinnar gagnvart forsetanum. Ríkisstjórn Yanukovych sagði að fyrirtæki Craig hefði fengið tólf þúsund dali fyrir skýrsluna. Saksóknarar halda því þó fram að Manafort hafi notast við aflandsfélag til að greiða fyrirtækinu fjórar milljónir dala til viðbótar og að Victor Pinchuk, vellauðugur Úkraínumaður, hafi borgað brúsann. Þá segja saksóknarar að Craig hafi ekki skráð sig sem útsendara annars ríkis af ótta við að upp myndi komast um greiðsluna og að hann myndi eiga erfitt með að starfa aftur fyrir hið opinbera í Bandaríkjunum. Bandaríkin Úkraína Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Greg Craig, sem starfaði sem æðsti lögmaður Hvíta hússins í forsetatíð Barack Obama, hefur verið ákærður fyrir að ljúga að útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna um störf hans fyrir yfirvöld Úkraínu árið 2012. Málið gegn Craig varð til vegna Rússarannsóknar Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna og vinnu sem Craig er sagður hafa unnið fyrir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. Manafort játaði í fyrra að hafa brotið lög vegna vinnu hans fyrir Viktor Yanukvovych, fyrrverandi forseta, og bandamenn hans. Craig, sem er 74 ára gamall, gæti setið í fangelsi í allt að tíu ár fyrir að ljúga að rannsakendum og fyrir að brjóta lög sem snúa að því vinnu Bandaríkjamanna fyrir önnur ríki. Sjálfur segist hann hafa leitt teymi lögfræðinga við vinnu að skýrslu fyrir Dómsmálaráðuneyti Úkraínu. Hann segir þá ekki hafa talið sig þurfa að skrá sig sem útsendara annars ríkis vegna þeirrar vinnu. „Þessar ákærur eru án fordæmis og eiga ekki rétt á sér,“ sagði Craig í yfirlýsingu sem hann birti á Youtube í dag. „Ég er viss um að bæði dómari og kviðdómendur verði sammála mér.“Fyrirtæki Craig var ráðið af Dómsmálaráðuneyti Úkraínu til að endurskoða málaflutning ráðuneytisins gagnvart Yuliu Tymoshenko, pólitísks andstæðings Yanukovych. Samkvæmt Washington Post segir í ákærunni að vinna Craig og starfsmanna hans hafi verið liður í áætlun Manafort til að bæta ímynd forsetans á alþjóðasviðinu.Mannréttindasamtök segja að skýrsla Craig og félaga hafi verið hvítþvottur á mannréttindabrotum Yanukovych gagnvart Tymoshenko og að hún hafi verið handtekin vegna andstöðu sinnar gagnvart forsetanum. Ríkisstjórn Yanukovych sagði að fyrirtæki Craig hefði fengið tólf þúsund dali fyrir skýrsluna. Saksóknarar halda því þó fram að Manafort hafi notast við aflandsfélag til að greiða fyrirtækinu fjórar milljónir dala til viðbótar og að Victor Pinchuk, vellauðugur Úkraínumaður, hafi borgað brúsann. Þá segja saksóknarar að Craig hafi ekki skráð sig sem útsendara annars ríkis af ótta við að upp myndi komast um greiðsluna og að hann myndi eiga erfitt með að starfa aftur fyrir hið opinbera í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Úkraína Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira