Mammon verði ekki sinnt á helgidögum Ari Brynjólfsson skrifar 13. apríl 2019 08:15 Bingó Vantrúar á Austurvelli á föstudaginn langa myndi heyra sögunni til yrði frumvarp dómsmálaráðherra að lögum á Alþingi. Fréttablaðið/Egill Alþýðusamband Íslands telur rök dómsmálaráðherra í frumvarpi um breytingar á lögum um helgidagafrið ekki duga. Það sé ekki nóg að vísa til frelsis einstaklingsins til að sækja afþreyingu á helgidögum til að réttlæta slíkar breytingar á samfélaginu. Verði frumvarpið að lögum verða felld niður ákvæði sem banna tiltekna þjónustu og afþreyingu á helgidögum þjóðkirkjunnar. Einnig er lagt til að upptalning á helgidögum þjóðkirkjunnar verði færð yfir í þjóðkirkjulög. Kirkjuþing lagði blessun sína yfir frumvarpið fyrir jól. Er því möguleiki að páskarnir fram undan verði þeir síðustu þar sem Vantrú stendur fyrir bingói á Austurvelli á föstudeginum langa. Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, segir að það þurfi ekki aðeins að líta til frelsis atvinnurekenda heldur frelsis launafólks til að njóta helgihalds og samveru með fjölskyldu á helgidögum. „Frumvarpið er sett fram í nafni einhvers frelsis, verslunarfrelsis og frelsis til að hafa búðir opnar. Allt gott og blessað. En samkvæmt okkar hefðum og venjum þá tökum við okkur góð frí þar sem við þurfum ekki að sinna Mammon. Fáum borguð laun fyrir það, erum búin að semja um það,“ segir Magnús. BSRB tekur undir með ASÍ í umsögn sinni um frumvarpið og bætir við að upptalning á helgidögum þjóni mikilvægum tilgangi þrátt fyrir að kjarasamningar hafi almennt einnig að geyma slíka upptalningu. Frumvarp ráðherra er ekki það fyrsta sinnar tegundar. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagði fram frumvörp árið 2016 og í janúar 2018 sem felldu löggjöfina alfarið á brott. Biskupsstofa bað þá Alþingi um að fella ekki niður löggjöfina þar sem inntak helgidaga sameinaði þjóðina í sið. Það er skemmst frá því að segja að frumvörpin náðu ekki fram að ganga. Magnús segir það ekki nóg að vísa til frelsis til að breyta lögunum. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem frumvarp af þessu tagi er lagt fram, en þetta er í fyrsta skipti sem það er bara lagt fram í nafni frelsisins. Það eru bara hallærisleg rök. Maður hlýtur að gera þá kröfu til löggjafans, ef það á að breyta einhverju í samfélaginu, að það liggi fyrir því góð rök. En að ef einhverjum ráðherra dettur í hug að segja orðið „frelsi“, þá sé allt í lagi, það er bara ekki nóg.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Ágúst Þór Árnason látinn Ágúst Þór Árnason, aðjunkt við Háskólann á Akureyri, lést á heimili sínu á miðvikudag eftir skamma baráttu við krabbamein. 13. apríl 2019 07:00 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Alþýðusamband Íslands telur rök dómsmálaráðherra í frumvarpi um breytingar á lögum um helgidagafrið ekki duga. Það sé ekki nóg að vísa til frelsis einstaklingsins til að sækja afþreyingu á helgidögum til að réttlæta slíkar breytingar á samfélaginu. Verði frumvarpið að lögum verða felld niður ákvæði sem banna tiltekna þjónustu og afþreyingu á helgidögum þjóðkirkjunnar. Einnig er lagt til að upptalning á helgidögum þjóðkirkjunnar verði færð yfir í þjóðkirkjulög. Kirkjuþing lagði blessun sína yfir frumvarpið fyrir jól. Er því möguleiki að páskarnir fram undan verði þeir síðustu þar sem Vantrú stendur fyrir bingói á Austurvelli á föstudeginum langa. Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, segir að það þurfi ekki aðeins að líta til frelsis atvinnurekenda heldur frelsis launafólks til að njóta helgihalds og samveru með fjölskyldu á helgidögum. „Frumvarpið er sett fram í nafni einhvers frelsis, verslunarfrelsis og frelsis til að hafa búðir opnar. Allt gott og blessað. En samkvæmt okkar hefðum og venjum þá tökum við okkur góð frí þar sem við þurfum ekki að sinna Mammon. Fáum borguð laun fyrir það, erum búin að semja um það,“ segir Magnús. BSRB tekur undir með ASÍ í umsögn sinni um frumvarpið og bætir við að upptalning á helgidögum þjóni mikilvægum tilgangi þrátt fyrir að kjarasamningar hafi almennt einnig að geyma slíka upptalningu. Frumvarp ráðherra er ekki það fyrsta sinnar tegundar. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagði fram frumvörp árið 2016 og í janúar 2018 sem felldu löggjöfina alfarið á brott. Biskupsstofa bað þá Alþingi um að fella ekki niður löggjöfina þar sem inntak helgidaga sameinaði þjóðina í sið. Það er skemmst frá því að segja að frumvörpin náðu ekki fram að ganga. Magnús segir það ekki nóg að vísa til frelsis til að breyta lögunum. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem frumvarp af þessu tagi er lagt fram, en þetta er í fyrsta skipti sem það er bara lagt fram í nafni frelsisins. Það eru bara hallærisleg rök. Maður hlýtur að gera þá kröfu til löggjafans, ef það á að breyta einhverju í samfélaginu, að það liggi fyrir því góð rök. En að ef einhverjum ráðherra dettur í hug að segja orðið „frelsi“, þá sé allt í lagi, það er bara ekki nóg.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Ágúst Þór Árnason látinn Ágúst Þór Árnason, aðjunkt við Háskólann á Akureyri, lést á heimili sínu á miðvikudag eftir skamma baráttu við krabbamein. 13. apríl 2019 07:00 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Ágúst Þór Árnason látinn Ágúst Þór Árnason, aðjunkt við Háskólann á Akureyri, lést á heimili sínu á miðvikudag eftir skamma baráttu við krabbamein. 13. apríl 2019 07:00