Síðasta öskrið Guðmundur Steingrímsson skrifar 15. apríl 2019 07:00 Ekki veit ég hvort það var einhvers konar evrópskur símapakki, fyrsti, annar, þriðji eða fjórði, sem gerði það að verkum að fyrir nokkru uppgötvaði maður á ferðalagi að hægt var að nota símann og netið hvar sem er í Evrópu án þess að borga aukalega fyrir það. Maður talar eins og maður sé heima hjá sér. Ég man að ég hugsaði: Þetta er frábært. Svona á þetta að vera. Hvílík lífsgæði. Þetta ákváðu ríki Evrópu að gera saman. Því meira sem fullvalda ríki vinna saman — eins og í Evrópusambandinu — því betra hafa þegnarnir það. Of lengi hafa almennir borgarar mátt þola það að sérhagsmunaöfl og framapotarar haldi þéttingsföstu kverkataki á þjóðum í nafni einhvers konar ruddafullveldis — sem felur aðallega í sér óskastöðu þeirra til að ráðskast með aðra og deila út þjóðarauðæfum til fárra. Því meira sem fullvalda þjóðir vinna saman, því erfiðara er fyrir rudda að athafna sig og ráðskast með þjóðarhagi. Og þeim mun betra fyrir borgarana. Þetta er þumalputtaregla. Það að geta talað í síma hvar sem er í Evrópu og ferðast frjálst og búið þar sem manni sýnist, það er ekki efst á óskalista þeirra sem vilja ráða þjóðum. Enginn einræðisherra myndi berjast fyrir slíku. Enginn svokallaður „sterkur leiðtogi“. Allt svona er hins vegar á óskalista þeirra sem vilja einlæglega, í samvinnu við aðra, vinna að bættum hag almennings.Saga íslenskrar orku Á Íslandi er deilt um þriðja orkupakkann í gnauðandi vindi. Mikið ótrúlega er andstaða sumra við það framfaramál einmitt skýrt dæmi um þetta: Löngun sumra til að ráðskast með þjóðarhag án afskipta annarra er óstjórnleg. Hver hefur jú saga íslenskra orkumála verið? Hún er að stórum hluta saga sóunar, yfirgangs og eyðileggingar. Þetta eru „okkar eigin“, verðmætu orkuauðlindir hafa misvitrir stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum fullyrt í gegnum tíðina. Svo hafa þeir samviskulaust gefið orkuna — sem er fengin með eyðileggingu á stórkostlegri náttúru — til útlendra stórfyrirtækja í gegnum orkusamninga sem um aldir og ævi munu bera frekju þeirra og skammsýni vitni. Hér í eina tíð var aldrei talað um það að selja orku — hvað þá á markaðsvirði — heldur var iðulega rætt um að „afhenda“ hana. Svo rammt kvað að þessu, að stórfyrirtæki voru fengin hingað ekki bara með gjafverði á orku heldur líka með fjárfestingarsamningum sem undanskilja þessi fyrirtæki frá því að greiða helstu skatta og gjöld sem við öll hin þurfum undantekningalaust að standa skil á. Og þarna flæðir hún út orkan „okkar“, svokölluð, fyrir spottprís án þess að almenningur hafi nokkurn tímann verið spurður um það mál.Gæslumenn Sumir virðast túlka inntak fullveldisins þannig, að fullveldið snúist fyrst og fremst um það að fáir Íslendingar geti ráðskast áfram með auðæfi landsins. Almennar leikreglur um sölu á orku og hvernig samkeppnisumhverfi skuli hagað — í þágu neytenda og umhverfis — er hindrun á þessari leið. Sem betur fer er þessi fornfálega hugsun á undanhaldi. Um nokkurt skeið hafa faglegar stjórnir íslenskra orkufyrirtækja reynt að vinda ofan af hinum ótrúlegu samningum sem stjórnmálamenn gerðu áður fyrr. Reynt er að þoka verðinu í átt að markaðsvirði, svo Íslendingar fái þó alla vega sanngjarnt verð fyrir gæðin. Orkusamvinna Evrópuríkjanna með númeruðum orkupökkum hjálpar mjög í þessu verki. Líkt og í símamálum og ótal öðrum málum mun samvinna Evrópuríkjanna í orkumálum skila sér í bættum hag almennings. Hið fyndna er hins vegar, að Ísland er ekki einu sinni beinn aðili að þessum markaði, því landið er ekki tengt með orkustreng við Evrópu. Andstaðan við þriðja orkupakkann er þess vegna þeim mun ótrúlegri. Í ljósi sögunnar er ekki hægt að skilja þessa andstöðu öðru vísi en svo, að hún spretti af því að gæslumenn sérhagsmuna — gæslumenn hinna ömurlegu orkusölu- og fjárfestingarsamninga — telji sér og sinni forneskjulegu pólitík ógnað.Samvinna gegn vám Ég er orðinn þreyttur á því að hópar fólks telji sig knúna til þess — á grundvelli annarlegra sjónarmiða — að verja mig og aðra gegn auknum lífsgæðum, aukinni fjölbreytni, meiri framþróun, samvinnu, árangri og jafnvel mannúð. Ég sé ákvörðun Kærunefndar útlendingamála um að útlendum nemanda í Hagaskóla og fjölskyldu hennar skuli vísað úr landi þessum sömu augum. Hér á, rétt eins og og í andstöðunni við orkupakkann, að verja okkur hin gegn einhverju. Hverju? Jú, hér er kenning: Veröldin er öll að þróast í átt að samvinnu. Hið sammannlega er í vexti. Við deilum menningu. Við erum tengd í símanum í lófanum okkar. Þetta er gott. Ekkert vandamál heimsins verður leyst öðruvísi en með samvinnu. Stærsta vá þjóða er ekki sú að missa sjálfstæði sitt, heldur sú að sjálfstæðum þjóðum auðnist ekki að vinna saman. Þetta sjá flestir. Svona er þróunin. Það sem við verðum vitni að— á Íslandi, Bretlandi, Bandaríkjunum — er síðasta öskur frekjunnar. Hún er að missa tökin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki veit ég hvort það var einhvers konar evrópskur símapakki, fyrsti, annar, þriðji eða fjórði, sem gerði það að verkum að fyrir nokkru uppgötvaði maður á ferðalagi að hægt var að nota símann og netið hvar sem er í Evrópu án þess að borga aukalega fyrir það. Maður talar eins og maður sé heima hjá sér. Ég man að ég hugsaði: Þetta er frábært. Svona á þetta að vera. Hvílík lífsgæði. Þetta ákváðu ríki Evrópu að gera saman. Því meira sem fullvalda ríki vinna saman — eins og í Evrópusambandinu — því betra hafa þegnarnir það. Of lengi hafa almennir borgarar mátt þola það að sérhagsmunaöfl og framapotarar haldi þéttingsföstu kverkataki á þjóðum í nafni einhvers konar ruddafullveldis — sem felur aðallega í sér óskastöðu þeirra til að ráðskast með aðra og deila út þjóðarauðæfum til fárra. Því meira sem fullvalda þjóðir vinna saman, því erfiðara er fyrir rudda að athafna sig og ráðskast með þjóðarhagi. Og þeim mun betra fyrir borgarana. Þetta er þumalputtaregla. Það að geta talað í síma hvar sem er í Evrópu og ferðast frjálst og búið þar sem manni sýnist, það er ekki efst á óskalista þeirra sem vilja ráða þjóðum. Enginn einræðisherra myndi berjast fyrir slíku. Enginn svokallaður „sterkur leiðtogi“. Allt svona er hins vegar á óskalista þeirra sem vilja einlæglega, í samvinnu við aðra, vinna að bættum hag almennings.Saga íslenskrar orku Á Íslandi er deilt um þriðja orkupakkann í gnauðandi vindi. Mikið ótrúlega er andstaða sumra við það framfaramál einmitt skýrt dæmi um þetta: Löngun sumra til að ráðskast með þjóðarhag án afskipta annarra er óstjórnleg. Hver hefur jú saga íslenskra orkumála verið? Hún er að stórum hluta saga sóunar, yfirgangs og eyðileggingar. Þetta eru „okkar eigin“, verðmætu orkuauðlindir hafa misvitrir stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum fullyrt í gegnum tíðina. Svo hafa þeir samviskulaust gefið orkuna — sem er fengin með eyðileggingu á stórkostlegri náttúru — til útlendra stórfyrirtækja í gegnum orkusamninga sem um aldir og ævi munu bera frekju þeirra og skammsýni vitni. Hér í eina tíð var aldrei talað um það að selja orku — hvað þá á markaðsvirði — heldur var iðulega rætt um að „afhenda“ hana. Svo rammt kvað að þessu, að stórfyrirtæki voru fengin hingað ekki bara með gjafverði á orku heldur líka með fjárfestingarsamningum sem undanskilja þessi fyrirtæki frá því að greiða helstu skatta og gjöld sem við öll hin þurfum undantekningalaust að standa skil á. Og þarna flæðir hún út orkan „okkar“, svokölluð, fyrir spottprís án þess að almenningur hafi nokkurn tímann verið spurður um það mál.Gæslumenn Sumir virðast túlka inntak fullveldisins þannig, að fullveldið snúist fyrst og fremst um það að fáir Íslendingar geti ráðskast áfram með auðæfi landsins. Almennar leikreglur um sölu á orku og hvernig samkeppnisumhverfi skuli hagað — í þágu neytenda og umhverfis — er hindrun á þessari leið. Sem betur fer er þessi fornfálega hugsun á undanhaldi. Um nokkurt skeið hafa faglegar stjórnir íslenskra orkufyrirtækja reynt að vinda ofan af hinum ótrúlegu samningum sem stjórnmálamenn gerðu áður fyrr. Reynt er að þoka verðinu í átt að markaðsvirði, svo Íslendingar fái þó alla vega sanngjarnt verð fyrir gæðin. Orkusamvinna Evrópuríkjanna með númeruðum orkupökkum hjálpar mjög í þessu verki. Líkt og í símamálum og ótal öðrum málum mun samvinna Evrópuríkjanna í orkumálum skila sér í bættum hag almennings. Hið fyndna er hins vegar, að Ísland er ekki einu sinni beinn aðili að þessum markaði, því landið er ekki tengt með orkustreng við Evrópu. Andstaðan við þriðja orkupakkann er þess vegna þeim mun ótrúlegri. Í ljósi sögunnar er ekki hægt að skilja þessa andstöðu öðru vísi en svo, að hún spretti af því að gæslumenn sérhagsmuna — gæslumenn hinna ömurlegu orkusölu- og fjárfestingarsamninga — telji sér og sinni forneskjulegu pólitík ógnað.Samvinna gegn vám Ég er orðinn þreyttur á því að hópar fólks telji sig knúna til þess — á grundvelli annarlegra sjónarmiða — að verja mig og aðra gegn auknum lífsgæðum, aukinni fjölbreytni, meiri framþróun, samvinnu, árangri og jafnvel mannúð. Ég sé ákvörðun Kærunefndar útlendingamála um að útlendum nemanda í Hagaskóla og fjölskyldu hennar skuli vísað úr landi þessum sömu augum. Hér á, rétt eins og og í andstöðunni við orkupakkann, að verja okkur hin gegn einhverju. Hverju? Jú, hér er kenning: Veröldin er öll að þróast í átt að samvinnu. Hið sammannlega er í vexti. Við deilum menningu. Við erum tengd í símanum í lófanum okkar. Þetta er gott. Ekkert vandamál heimsins verður leyst öðruvísi en með samvinnu. Stærsta vá þjóða er ekki sú að missa sjálfstæði sitt, heldur sú að sjálfstæðum þjóðum auðnist ekki að vinna saman. Þetta sjá flestir. Svona er þróunin. Það sem við verðum vitni að— á Íslandi, Bretlandi, Bandaríkjunum — er síðasta öskur frekjunnar. Hún er að missa tökin.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun