Of strangar reglur um Frístundakortið Kolbrún Baldursdóttir skrifar 17. apríl 2019 08:00 Frístundakort er 50.000 króna styrkur frá Reykjavíkurborg til barna á aldrinum 6-18 ára og gildir í eitt ár í einu. Systkini geta ekki notað sama Frístundakort. Hægt er að nota Frístundakortið til að borga fyrir þátttöku í íþróttum, listum og tómstundum. Það er einungis hægt að nota Frístundakortið hjá félögum og samtökum í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu. Markmið Frístundakortsins er að öll börn og unglingar í Reykjavík geti tekið þátt í frístundastarfi. Félagslegar aðstæður og efnahagur eiga ekki að skipta máli, segir á vef borgarinnar. Félagið sem er með námskeiðið þarf að vera með samning við Reykjavíkurborg. Námskeið þarf að vera að minnsta kosti 10 vikur. Kennarinn eða leiðbeinandinn þarf að vera með menntun í því sem er kennt á námskeiðinu og eldri en 18 ára. Húsnæði þar sem námskeið fer fram þarf að vera með rekstrarleyfi.Allt of strangar reglur Reglur um Frístundakort eru allt of strangar. Nýtingartölur sem eru skráðar eftir póstnúmerum eru ekki nógu góðar. Kortanýting er 69% til 90%. Í borgarstjórn hef ég reynt að leggja fram tillögur um að notkunarskilyrði verði rýmkuð. Það ætti t.d. að vera sjálfsagt að systkini geti notað sama Frístundakortið henti það þeim. Ekki er heldur hægt að nota Frístundakortið í starfi félagsmiðstöðvanna en þar eru viðburðir og ferðir ekki alltaf gjaldfrjálsar. Ekki er hægt að nota Frístundakortið í niðurgreidd sumarnámskeið á vegum borgarinnar eða félaga. Eins og vitað er þá hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt þrátt fyrir niðurgreiðslu. Kortið ætti ekki einungis að ná yfir frístundir heldur allt sem kallar á útiveru og hreyfingu. Markmið borgarinnar ætti að vera að rýmka reglur kortsins það mikið að það verði fullnýtt. Taka ætti allt sem vitað er að geri börnum gott andlega og líkamlega inn í notkunarskilgreininguna. Ljóst er að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð þarf að endurskoða þessar reglur.Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Frístundakort er 50.000 króna styrkur frá Reykjavíkurborg til barna á aldrinum 6-18 ára og gildir í eitt ár í einu. Systkini geta ekki notað sama Frístundakort. Hægt er að nota Frístundakortið til að borga fyrir þátttöku í íþróttum, listum og tómstundum. Það er einungis hægt að nota Frístundakortið hjá félögum og samtökum í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu. Markmið Frístundakortsins er að öll börn og unglingar í Reykjavík geti tekið þátt í frístundastarfi. Félagslegar aðstæður og efnahagur eiga ekki að skipta máli, segir á vef borgarinnar. Félagið sem er með námskeiðið þarf að vera með samning við Reykjavíkurborg. Námskeið þarf að vera að minnsta kosti 10 vikur. Kennarinn eða leiðbeinandinn þarf að vera með menntun í því sem er kennt á námskeiðinu og eldri en 18 ára. Húsnæði þar sem námskeið fer fram þarf að vera með rekstrarleyfi.Allt of strangar reglur Reglur um Frístundakort eru allt of strangar. Nýtingartölur sem eru skráðar eftir póstnúmerum eru ekki nógu góðar. Kortanýting er 69% til 90%. Í borgarstjórn hef ég reynt að leggja fram tillögur um að notkunarskilyrði verði rýmkuð. Það ætti t.d. að vera sjálfsagt að systkini geti notað sama Frístundakortið henti það þeim. Ekki er heldur hægt að nota Frístundakortið í starfi félagsmiðstöðvanna en þar eru viðburðir og ferðir ekki alltaf gjaldfrjálsar. Ekki er hægt að nota Frístundakortið í niðurgreidd sumarnámskeið á vegum borgarinnar eða félaga. Eins og vitað er þá hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt þrátt fyrir niðurgreiðslu. Kortið ætti ekki einungis að ná yfir frístundir heldur allt sem kallar á útiveru og hreyfingu. Markmið borgarinnar ætti að vera að rýmka reglur kortsins það mikið að það verði fullnýtt. Taka ætti allt sem vitað er að geri börnum gott andlega og líkamlega inn í notkunarskilgreininguna. Ljóst er að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð þarf að endurskoða þessar reglur.Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun