Juventus Ítalíumeistari áttunda árið í röð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldo fagnar marki sínu í fyrri leiknum gegn Ajax.
Ronaldo fagnar marki sínu í fyrri leiknum gegn Ajax. vísir/getty
Juventus er Ítalíumeistari í 35. sinn og áttunda árið í röð eftir sigur á Fiorentina. Sjálfsmark German Pezzella tryggði Juventus sigurinn.

Það er búið að liggja í loftinu í þó nokkurn tíma að Juventus myndi vinna ítölsku deildina en það varð formlega og tölfræðilega staðfest í dag.

Fiorentina ætlaði þó ekkert að gefa Juventus titilinn og gerði sitt í að koma í veg fyrir titilfögnuð í Tórínó. Nikola Milenkovic kom gestunum yfir strax á sjöttu mínútu leiksins.

Brasilíumaðurinn Alex Sandro jafnaði þó metin fyrir Juventus á 37. mínútu og var staðan 1-1 í hálfleik.

Snemma í fyrri hálfleik átti Cristiano Ronaldo sprett upp hægri kantinn, komst inn á teiginn upp við endalínu og átti hættulega sendingu fyrir markið. Sendingin var svo hættuleg að Pezzella gat ekki annað en potað henni í netið þegar hann reyndi að hreinsa frá marki.

Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum, Juventus fagnaði 2-1 sigri og þar með Ítalíumeistaratitlinum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira