Sara vann „The Open“ og Íslendingum fjölgaði á heimsleikunum 2019 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2019 09:30 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir . Mynd/iInstagram/sarasigmunds Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. Úrslitin eru kunn þótt að CrossFit samtökin séu ekki búin að staðfesta lokatölurnar. Íslenska CrossFit konan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var heldur betur að gera frábæra hluti í Open-hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit. Sara vann „The Open“ í ár sannfærandi en önnur var Anníe Mist Þórisdóttir. Ísland átti því tvær bestu konurnar.Visit @RogueFitness Invitational to learn more about its upcoming Online Qualifier https://t.co/MkeSaFBeMHpic.twitter.com/QXa7UyehGh — The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 30, 2019Sara var búinn að tryggja sig inn á heimsleikana með sigri á Strength in Depth mótinu í London en Anníe Mist er nú örugg inn en tuttugu efstu konurnar í opna hlutunum fá farseðilinn til Madison. Sara hefur í raun tryggt sig tvisvar inn á heimsleikana með frammistöðu sinni.Mat Fraser and Sara Sigmundsdottir Win The 2019 Open (Unofficial) | BOXROX https://t.co/DRsnovIopF — Amber Langlois (@mrsraw) March 29, 2019Anníe Mist hefur því fengið farseðilinn á það sem gætu orðið hennar tíundu heimsleikar í CrossFit á ferlinum sem er magnaður árangur. Anníe Mist hefur fimm sinnum komist á pall á heimsleikunum. „The Open“ skiptist í fimm hluta og Sara var var með 42 stig en markmiðið er að vera með sem fæst stig. Stigatalan í hverjum hluta ræðst af sætinu í hverjum hluta. 1. sæti er 1 stig, 5. sæti er 5 stig og svo framvegis. Sara var því að meðaltali í 8,4 sæti. Anníe Mist fékk 74 stig. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan í fimmtánda sæti með 228 stig en hún hafði tryggt sig áður inn á heimsleikana með sigri á CrossFit móti í Suður-Afríku."All scores have now been sent in by the athletes competing in the Open, and this is how the leaderboard looks thus far." —@BOXROXhttps://t.co/pfDNnF8K4h — The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 29, 2019Björgvin Karl Guðmundsson náði þriðja besta árangrinum í karlahluta „The Open“ en hann var á eftir Bandaríkjamanninum Mathew Fraser og Grikkjanum Lefteris Theofanidis. Björgvin Karl komst því inn á heimsleikana sem einn af þeim tuttugu efstu í „The Open“ en árangur Mathew Fraser hefði einnig tryggt Björgvin farseðilinn þar sem Björgvin Karl varð í öðru sæti á eftir Mathew Fraser á CrossFit móti í Dúbaí í desember. Eins og sjá má hér fyrir neðan varð Ísland í 1. sæti í kvennaflokki og í 9. sæti í karlaflokki í fimmta hluta „The Open“.Based on this analysis, the top three countries for men on 19.5 were Mexico, Russia, and Spain, respectively. Mexico beat Russia for the top spot this week. Spain was a newcomer to the top three, bumping out the New Zealand men. Read the full article https://t.co/beAFEO77Fkpic.twitter.com/guV1D9uMHb — The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 29, 2019 CrossFit Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira
Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. Úrslitin eru kunn þótt að CrossFit samtökin séu ekki búin að staðfesta lokatölurnar. Íslenska CrossFit konan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var heldur betur að gera frábæra hluti í Open-hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit. Sara vann „The Open“ í ár sannfærandi en önnur var Anníe Mist Þórisdóttir. Ísland átti því tvær bestu konurnar.Visit @RogueFitness Invitational to learn more about its upcoming Online Qualifier https://t.co/MkeSaFBeMHpic.twitter.com/QXa7UyehGh — The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 30, 2019Sara var búinn að tryggja sig inn á heimsleikana með sigri á Strength in Depth mótinu í London en Anníe Mist er nú örugg inn en tuttugu efstu konurnar í opna hlutunum fá farseðilinn til Madison. Sara hefur í raun tryggt sig tvisvar inn á heimsleikana með frammistöðu sinni.Mat Fraser and Sara Sigmundsdottir Win The 2019 Open (Unofficial) | BOXROX https://t.co/DRsnovIopF — Amber Langlois (@mrsraw) March 29, 2019Anníe Mist hefur því fengið farseðilinn á það sem gætu orðið hennar tíundu heimsleikar í CrossFit á ferlinum sem er magnaður árangur. Anníe Mist hefur fimm sinnum komist á pall á heimsleikunum. „The Open“ skiptist í fimm hluta og Sara var var með 42 stig en markmiðið er að vera með sem fæst stig. Stigatalan í hverjum hluta ræðst af sætinu í hverjum hluta. 1. sæti er 1 stig, 5. sæti er 5 stig og svo framvegis. Sara var því að meðaltali í 8,4 sæti. Anníe Mist fékk 74 stig. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan í fimmtánda sæti með 228 stig en hún hafði tryggt sig áður inn á heimsleikana með sigri á CrossFit móti í Suður-Afríku."All scores have now been sent in by the athletes competing in the Open, and this is how the leaderboard looks thus far." —@BOXROXhttps://t.co/pfDNnF8K4h — The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 29, 2019Björgvin Karl Guðmundsson náði þriðja besta árangrinum í karlahluta „The Open“ en hann var á eftir Bandaríkjamanninum Mathew Fraser og Grikkjanum Lefteris Theofanidis. Björgvin Karl komst því inn á heimsleikana sem einn af þeim tuttugu efstu í „The Open“ en árangur Mathew Fraser hefði einnig tryggt Björgvin farseðilinn þar sem Björgvin Karl varð í öðru sæti á eftir Mathew Fraser á CrossFit móti í Dúbaí í desember. Eins og sjá má hér fyrir neðan varð Ísland í 1. sæti í kvennaflokki og í 9. sæti í karlaflokki í fimmta hluta „The Open“.Based on this analysis, the top three countries for men on 19.5 were Mexico, Russia, and Spain, respectively. Mexico beat Russia for the top spot this week. Spain was a newcomer to the top three, bumping out the New Zealand men. Read the full article https://t.co/beAFEO77Fkpic.twitter.com/guV1D9uMHb — The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 29, 2019
CrossFit Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira