Sara vann „The Open“ og Íslendingum fjölgaði á heimsleikunum 2019 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2019 09:30 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir . Mynd/iInstagram/sarasigmunds Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. Úrslitin eru kunn þótt að CrossFit samtökin séu ekki búin að staðfesta lokatölurnar. Íslenska CrossFit konan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var heldur betur að gera frábæra hluti í Open-hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit. Sara vann „The Open“ í ár sannfærandi en önnur var Anníe Mist Þórisdóttir. Ísland átti því tvær bestu konurnar.Visit @RogueFitness Invitational to learn more about its upcoming Online Qualifier https://t.co/MkeSaFBeMHpic.twitter.com/QXa7UyehGh — The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 30, 2019Sara var búinn að tryggja sig inn á heimsleikana með sigri á Strength in Depth mótinu í London en Anníe Mist er nú örugg inn en tuttugu efstu konurnar í opna hlutunum fá farseðilinn til Madison. Sara hefur í raun tryggt sig tvisvar inn á heimsleikana með frammistöðu sinni.Mat Fraser and Sara Sigmundsdottir Win The 2019 Open (Unofficial) | BOXROX https://t.co/DRsnovIopF — Amber Langlois (@mrsraw) March 29, 2019Anníe Mist hefur því fengið farseðilinn á það sem gætu orðið hennar tíundu heimsleikar í CrossFit á ferlinum sem er magnaður árangur. Anníe Mist hefur fimm sinnum komist á pall á heimsleikunum. „The Open“ skiptist í fimm hluta og Sara var var með 42 stig en markmiðið er að vera með sem fæst stig. Stigatalan í hverjum hluta ræðst af sætinu í hverjum hluta. 1. sæti er 1 stig, 5. sæti er 5 stig og svo framvegis. Sara var því að meðaltali í 8,4 sæti. Anníe Mist fékk 74 stig. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan í fimmtánda sæti með 228 stig en hún hafði tryggt sig áður inn á heimsleikana með sigri á CrossFit móti í Suður-Afríku."All scores have now been sent in by the athletes competing in the Open, and this is how the leaderboard looks thus far." —@BOXROXhttps://t.co/pfDNnF8K4h — The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 29, 2019Björgvin Karl Guðmundsson náði þriðja besta árangrinum í karlahluta „The Open“ en hann var á eftir Bandaríkjamanninum Mathew Fraser og Grikkjanum Lefteris Theofanidis. Björgvin Karl komst því inn á heimsleikana sem einn af þeim tuttugu efstu í „The Open“ en árangur Mathew Fraser hefði einnig tryggt Björgvin farseðilinn þar sem Björgvin Karl varð í öðru sæti á eftir Mathew Fraser á CrossFit móti í Dúbaí í desember. Eins og sjá má hér fyrir neðan varð Ísland í 1. sæti í kvennaflokki og í 9. sæti í karlaflokki í fimmta hluta „The Open“.Based on this analysis, the top three countries for men on 19.5 were Mexico, Russia, and Spain, respectively. Mexico beat Russia for the top spot this week. Spain was a newcomer to the top three, bumping out the New Zealand men. Read the full article https://t.co/beAFEO77Fkpic.twitter.com/guV1D9uMHb — The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 29, 2019 CrossFit Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. Úrslitin eru kunn þótt að CrossFit samtökin séu ekki búin að staðfesta lokatölurnar. Íslenska CrossFit konan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var heldur betur að gera frábæra hluti í Open-hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit. Sara vann „The Open“ í ár sannfærandi en önnur var Anníe Mist Þórisdóttir. Ísland átti því tvær bestu konurnar.Visit @RogueFitness Invitational to learn more about its upcoming Online Qualifier https://t.co/MkeSaFBeMHpic.twitter.com/QXa7UyehGh — The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 30, 2019Sara var búinn að tryggja sig inn á heimsleikana með sigri á Strength in Depth mótinu í London en Anníe Mist er nú örugg inn en tuttugu efstu konurnar í opna hlutunum fá farseðilinn til Madison. Sara hefur í raun tryggt sig tvisvar inn á heimsleikana með frammistöðu sinni.Mat Fraser and Sara Sigmundsdottir Win The 2019 Open (Unofficial) | BOXROX https://t.co/DRsnovIopF — Amber Langlois (@mrsraw) March 29, 2019Anníe Mist hefur því fengið farseðilinn á það sem gætu orðið hennar tíundu heimsleikar í CrossFit á ferlinum sem er magnaður árangur. Anníe Mist hefur fimm sinnum komist á pall á heimsleikunum. „The Open“ skiptist í fimm hluta og Sara var var með 42 stig en markmiðið er að vera með sem fæst stig. Stigatalan í hverjum hluta ræðst af sætinu í hverjum hluta. 1. sæti er 1 stig, 5. sæti er 5 stig og svo framvegis. Sara var því að meðaltali í 8,4 sæti. Anníe Mist fékk 74 stig. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan í fimmtánda sæti með 228 stig en hún hafði tryggt sig áður inn á heimsleikana með sigri á CrossFit móti í Suður-Afríku."All scores have now been sent in by the athletes competing in the Open, and this is how the leaderboard looks thus far." —@BOXROXhttps://t.co/pfDNnF8K4h — The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 29, 2019Björgvin Karl Guðmundsson náði þriðja besta árangrinum í karlahluta „The Open“ en hann var á eftir Bandaríkjamanninum Mathew Fraser og Grikkjanum Lefteris Theofanidis. Björgvin Karl komst því inn á heimsleikana sem einn af þeim tuttugu efstu í „The Open“ en árangur Mathew Fraser hefði einnig tryggt Björgvin farseðilinn þar sem Björgvin Karl varð í öðru sæti á eftir Mathew Fraser á CrossFit móti í Dúbaí í desember. Eins og sjá má hér fyrir neðan varð Ísland í 1. sæti í kvennaflokki og í 9. sæti í karlaflokki í fimmta hluta „The Open“.Based on this analysis, the top three countries for men on 19.5 were Mexico, Russia, and Spain, respectively. Mexico beat Russia for the top spot this week. Spain was a newcomer to the top three, bumping out the New Zealand men. Read the full article https://t.co/beAFEO77Fkpic.twitter.com/guV1D9uMHb — The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 29, 2019
CrossFit Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira