Þegar menn fara yfir lækinn í leit að vatni; auðvitað felldi krónan WOW Ole Anton Bieltvedt skrifar 2. apríl 2019 10:00 Margir hafa stígið fram síðustu daga og viljað greina ástæðu falls WOW. Fyrir mér hafa flestar þessar greiningar líkst því, að menn fari yfir lækinn í leit að vatni. Lítt skiljanleg fannst mér greiningartilraun Gylfa Zoega prófessors, en hann hefur þó reifað ýmislegt skynsamlega og rétt um krónuna og gjaldmiðlamálin síðustu vikur. Í viðtali við Morgunblaðið 31.03.19 virtist helzti punktur prófessors vera sá, að, ef höfuðstöðvar WOW hefðu verið erlendis, þá hefði mátt bjarga félaginu. Með því hefði íslenzk vinnulöggjöf og íslenzkir kjarasamningar ekki gilt. Auðvitað er þetta punktur, en þetta er ekki kjarni málsins. Ben Baldanza, sem var stjórnarmaður í WOW frá vori 2016 til hausts 2018, kemur líka með sína greiningu. Auðvitað er nokkurt vit í henni, enda maðurinn klár og reyndur í flugrekstri. Hann telur upp 5 rekstraratriði, sem betur hefðu mátt fara, en sér greinilega heldur ekki skóginn fyrir trjánum. Aðrir kenna háu eldsneytisverði og háum íslenzkum launakostnaði um. Þeir virðast gleyma því, að hækkun eldsneytiskostnaðar bitnar á öllum flugfélögum með svipuðum hætti, og hefur því ekki bein áhrif á samkeppnisstöðu, og, vegna góðrar starfsmannastýringar WOW, hefur launakostnaður félagsins verið hóflegur. Fór mest í 18-19% 2017 og 2018, en á sama tíma var hann t.a.m. 31-34% hjá Icelandair. Aftur er hér um rétta punkta að ræða, sem nokkurt vægi hafa, en þetta er heldur ekki kjarni málsins. Rekstur WOW, sem hóst 2011, byggðist að mestu á tekjum í dollurum, en stærsti hluti gjalda var í íslenzkum krónum. Er því ljóst, að gengi dollars gagnvart krónu hafði afgerandi þýðingu fyrir þróun, rekstur og afkomu félagsins. Á árunum 2012 til 2016 sveiflaðist gengi krónunnar gagnvart dollar milli 120 og 130 krónur í dollar. Meðalgengi þessi 5 ár var stöðugt; um 123 krónur í dollar. Var því eðlilegt, að fargjaldastýring félagsins, í dollurum, svo og rekstrar- og afkomuáætlanir, byggðust á þessu gengi. En svo gerist það 2017 og 2018, að svikatólið krónan hleypu enn einu sinni óvænt út undan sér; dollarinn hrekkur allt í einu að meðaltali niður í 105 krónur í dollar. Krónutekjur félagsins lækka um 15%, nánast eins og hendi sé veifað og án þess að félagið gæti með nokkrum hætti rönd við reist. Flest stærri félög – ekki sízt í alþjóðlegum rekstri og -samkeppni - stefna á 10% tekjuafgang, fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og skatta (EBITDA). Meira leyfir hörð alþjóðleg samkeppni vart. Þetta leiðir oft til þess, að hreinar og endanlegar rekstrartekjur enda í 2-4% af brúttóveltu. 15% tekjutap á ársgrundvelli er því heiftarlegt högg. Auðvitað nær þetta tekjutap ekki til gjalda í dollurum, en það leggst af fullum þunga á launakostnað og allan innlendan kostnað, sem virðist t.a.m. 2016-2017 hafa verið um 70% af heildargjöldum. Árið 2017 hafði félagið tekjur upp á 486 milljónir dollara. Ef gengið hefði verið 123 krónur í dollara, eins og var að meðaltali árin fimm þar á undan, hefðu tekjur WOW í krónum verið 59,8 milljarðar 2017. En, þar sem raunkostnaðargengi WOW það ár var ekki nema 107 krónur í dollar, varð veltan í krónum ekki nema 52 milljarðar króna. Þannig varð tekjutap félagsins í krónum 7,8 milljarðar króna, bara af því að krónan sveik. Ef gengið milli dollars og krónu hefði haldizt svipað 2017 og árin fimm þar á undan, hefði WOW hagnast um 5,4 milljarða króna árið 2017, en vegna „svika“ krónunnar, varð tap upp á 2,4 milljarða króna. Þetta tap, sem fór að brenna á félaginu í vaxandi mæli í fyrra, og komst í hámæli síðasta sumar/haust, varð svo upphafið að endinum hjá þessu ágæta félagi, sem svikatólið krónan svo felldi endanlega á dögunum. Ef hér hefði verið Evra eða dollar, ekki króna, væri WOW enn í fullu fjöri, sennilega á hraðri frekari uppleið, ekki bara eigendum og starfsmönnum WOW til góðs, heldur líka öllum Íslendingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Ole Anton Bieltvedt WOW Air Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Margir hafa stígið fram síðustu daga og viljað greina ástæðu falls WOW. Fyrir mér hafa flestar þessar greiningar líkst því, að menn fari yfir lækinn í leit að vatni. Lítt skiljanleg fannst mér greiningartilraun Gylfa Zoega prófessors, en hann hefur þó reifað ýmislegt skynsamlega og rétt um krónuna og gjaldmiðlamálin síðustu vikur. Í viðtali við Morgunblaðið 31.03.19 virtist helzti punktur prófessors vera sá, að, ef höfuðstöðvar WOW hefðu verið erlendis, þá hefði mátt bjarga félaginu. Með því hefði íslenzk vinnulöggjöf og íslenzkir kjarasamningar ekki gilt. Auðvitað er þetta punktur, en þetta er ekki kjarni málsins. Ben Baldanza, sem var stjórnarmaður í WOW frá vori 2016 til hausts 2018, kemur líka með sína greiningu. Auðvitað er nokkurt vit í henni, enda maðurinn klár og reyndur í flugrekstri. Hann telur upp 5 rekstraratriði, sem betur hefðu mátt fara, en sér greinilega heldur ekki skóginn fyrir trjánum. Aðrir kenna háu eldsneytisverði og háum íslenzkum launakostnaði um. Þeir virðast gleyma því, að hækkun eldsneytiskostnaðar bitnar á öllum flugfélögum með svipuðum hætti, og hefur því ekki bein áhrif á samkeppnisstöðu, og, vegna góðrar starfsmannastýringar WOW, hefur launakostnaður félagsins verið hóflegur. Fór mest í 18-19% 2017 og 2018, en á sama tíma var hann t.a.m. 31-34% hjá Icelandair. Aftur er hér um rétta punkta að ræða, sem nokkurt vægi hafa, en þetta er heldur ekki kjarni málsins. Rekstur WOW, sem hóst 2011, byggðist að mestu á tekjum í dollurum, en stærsti hluti gjalda var í íslenzkum krónum. Er því ljóst, að gengi dollars gagnvart krónu hafði afgerandi þýðingu fyrir þróun, rekstur og afkomu félagsins. Á árunum 2012 til 2016 sveiflaðist gengi krónunnar gagnvart dollar milli 120 og 130 krónur í dollar. Meðalgengi þessi 5 ár var stöðugt; um 123 krónur í dollar. Var því eðlilegt, að fargjaldastýring félagsins, í dollurum, svo og rekstrar- og afkomuáætlanir, byggðust á þessu gengi. En svo gerist það 2017 og 2018, að svikatólið krónan hleypu enn einu sinni óvænt út undan sér; dollarinn hrekkur allt í einu að meðaltali niður í 105 krónur í dollar. Krónutekjur félagsins lækka um 15%, nánast eins og hendi sé veifað og án þess að félagið gæti með nokkrum hætti rönd við reist. Flest stærri félög – ekki sízt í alþjóðlegum rekstri og -samkeppni - stefna á 10% tekjuafgang, fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og skatta (EBITDA). Meira leyfir hörð alþjóðleg samkeppni vart. Þetta leiðir oft til þess, að hreinar og endanlegar rekstrartekjur enda í 2-4% af brúttóveltu. 15% tekjutap á ársgrundvelli er því heiftarlegt högg. Auðvitað nær þetta tekjutap ekki til gjalda í dollurum, en það leggst af fullum þunga á launakostnað og allan innlendan kostnað, sem virðist t.a.m. 2016-2017 hafa verið um 70% af heildargjöldum. Árið 2017 hafði félagið tekjur upp á 486 milljónir dollara. Ef gengið hefði verið 123 krónur í dollara, eins og var að meðaltali árin fimm þar á undan, hefðu tekjur WOW í krónum verið 59,8 milljarðar 2017. En, þar sem raunkostnaðargengi WOW það ár var ekki nema 107 krónur í dollar, varð veltan í krónum ekki nema 52 milljarðar króna. Þannig varð tekjutap félagsins í krónum 7,8 milljarðar króna, bara af því að krónan sveik. Ef gengið milli dollars og krónu hefði haldizt svipað 2017 og árin fimm þar á undan, hefði WOW hagnast um 5,4 milljarða króna árið 2017, en vegna „svika“ krónunnar, varð tap upp á 2,4 milljarða króna. Þetta tap, sem fór að brenna á félaginu í vaxandi mæli í fyrra, og komst í hámæli síðasta sumar/haust, varð svo upphafið að endinum hjá þessu ágæta félagi, sem svikatólið krónan svo felldi endanlega á dögunum. Ef hér hefði verið Evra eða dollar, ekki króna, væri WOW enn í fullu fjöri, sennilega á hraðri frekari uppleið, ekki bara eigendum og starfsmönnum WOW til góðs, heldur líka öllum Íslendingum.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun