Látum ekki blekkjast Valgerður Sigurðardóttir skrifar 2. apríl 2019 13:49 Það er ákveðin list að láta ekki blekkjast af öllu því sem skrifað er í fjölmiðla nú til dags. Oft eru vísurnar hálfkveðnar eða hreinlega farið með ósannindi. Því þurfa lesendur skoðanadálka í fjölmiðlum stöðugt að vera á varðbergi og vakandi fyrir réttum staðreyndum, en ekki er ráðlagt að trúa öllu sem sagt er eða skrifað. Og það á við um t.d. skoðanagrein Einars Kárasonar, rithöfundar og sitjandi þingmanns Samfylkingarinnar, en hann ritaði pistil í Fréttablaðið í síðustu viku undir fyrirsögninni „Látum ekki blekkjast af níðinu um borgarstjórn“. Einari er í þessu samhengi bent á að sumum staðreyndum er óhætt að treysta. Það á t.d. við um staðreyndir um fallna dóma í Héraðsdómi og Hæstarétti, álit umboðsmanns Alþingis, úrskurði sem kveðnir eru upp af opinberum aðilum og skýrslur sem innir endurskoðandi Reykjavíkurborgar gerir. Ég vil því benda Einari góðfúslega á að frá því að Viðreisn reisti meirihluta Samfylkingar, Vinstri Grænna og Pírata við hafa meðal annarra eftirfarandi dómar, úrskurðir og/eða álit fengið að líta dagsins ljós: - Hæstiréttur staðfesti að borgin snuðaði öryrkja um bætur. - Héraðsdómur felldi dóm um störf skrifstofustjóra borgarstjórans. - Umboðsmaður Alþingis gaf út álit á brotum borgarinnar í húsnæðismálum Félagsbústaða. - Ólögleg var staðið að ráðningu borgarlögmanns að mati Jafnréttisstofu. - Svört skýrsla borgarskjalasafns um skjalamál borgarinnar var gerð opinber á síðasta ári. - Innri endurskoðun borgarinnar gerði skýrslu um 300 milljóna kr. framúrkeyrslu Félagsbústaða sem leiddi til þess að framkvæmdastjórinn sagði starfi sínu lausu. - Skýrsla innri endurskoðunar um braggamálið kom út í desember í fyrra. - Álit Persónuverndar um að borgin hafi brotið persónuverndarlög í aðdraganda kosninganna. Er ástæða til telja upp meira? Háttvirti þingmaður Samfylkingar Einar Kárason ætti e.t.v. að kynna sér staðreyndir í stað þess að vaða fram á ritvöllinn með órökstuddum dylgjum um blekkingar, þar sem hann gerir tilraun til að slá ryki í augu borgarbúa. Eða tekur þingmaðurinn kannski ekki mark á Hæstarétti, Héraðsdómi, umboðsmanni Alþingis, Persónuvernd og/eða innri endurskoðun Reykjavíkurborgar?Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Það er ákveðin list að láta ekki blekkjast af öllu því sem skrifað er í fjölmiðla nú til dags. Oft eru vísurnar hálfkveðnar eða hreinlega farið með ósannindi. Því þurfa lesendur skoðanadálka í fjölmiðlum stöðugt að vera á varðbergi og vakandi fyrir réttum staðreyndum, en ekki er ráðlagt að trúa öllu sem sagt er eða skrifað. Og það á við um t.d. skoðanagrein Einars Kárasonar, rithöfundar og sitjandi þingmanns Samfylkingarinnar, en hann ritaði pistil í Fréttablaðið í síðustu viku undir fyrirsögninni „Látum ekki blekkjast af níðinu um borgarstjórn“. Einari er í þessu samhengi bent á að sumum staðreyndum er óhætt að treysta. Það á t.d. við um staðreyndir um fallna dóma í Héraðsdómi og Hæstarétti, álit umboðsmanns Alþingis, úrskurði sem kveðnir eru upp af opinberum aðilum og skýrslur sem innir endurskoðandi Reykjavíkurborgar gerir. Ég vil því benda Einari góðfúslega á að frá því að Viðreisn reisti meirihluta Samfylkingar, Vinstri Grænna og Pírata við hafa meðal annarra eftirfarandi dómar, úrskurðir og/eða álit fengið að líta dagsins ljós: - Hæstiréttur staðfesti að borgin snuðaði öryrkja um bætur. - Héraðsdómur felldi dóm um störf skrifstofustjóra borgarstjórans. - Umboðsmaður Alþingis gaf út álit á brotum borgarinnar í húsnæðismálum Félagsbústaða. - Ólögleg var staðið að ráðningu borgarlögmanns að mati Jafnréttisstofu. - Svört skýrsla borgarskjalasafns um skjalamál borgarinnar var gerð opinber á síðasta ári. - Innri endurskoðun borgarinnar gerði skýrslu um 300 milljóna kr. framúrkeyrslu Félagsbústaða sem leiddi til þess að framkvæmdastjórinn sagði starfi sínu lausu. - Skýrsla innri endurskoðunar um braggamálið kom út í desember í fyrra. - Álit Persónuverndar um að borgin hafi brotið persónuverndarlög í aðdraganda kosninganna. Er ástæða til telja upp meira? Háttvirti þingmaður Samfylkingar Einar Kárason ætti e.t.v. að kynna sér staðreyndir í stað þess að vaða fram á ritvöllinn með órökstuddum dylgjum um blekkingar, þar sem hann gerir tilraun til að slá ryki í augu borgarbúa. Eða tekur þingmaðurinn kannski ekki mark á Hæstarétti, Héraðsdómi, umboðsmanni Alþingis, Persónuvernd og/eða innri endurskoðun Reykjavíkurborgar?Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar