Miðflokkurinn sækir verulega í sig veðrið Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2019 15:40 Svo virðist sem landsmenn séu að komast á þá skoðun að þingmenn Miðflokksins, sem á undaförnum vikum og mánuðum hafa verið kenndir við Klaustur, hafi verið hafðir fyrir rangri sök. visir/vilhelm Í nýrri könnun Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna kemur það á daginn að miðað við síðustu mælingu hefur fylgi Miðflokksins aukist um rúmlega tvö prósentustig milli mánaða. Segjast nú níu prósent munu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú.Miðflokkurinn stelur fylgi frá Sósíalistum Svo virðist að Miðflokkurinn sé að ná vopnum sínum eftir dýfu sem fylgið tók og rekja má til Klausturmálsins svokallaða. Lítil hreyfing er á fylgi annarra flokka nema að fylgi Sósalistaflokksins minnkar um rúmlega eitt prósent frá síðustu könnun, en nú segjast tæp fjögur prósent vilja kjósa flokkinn. Því er það svo, ef menn vilja lesa hreyfingar á fylgi í þetta, beint af augum, að svo virðist í fljótu bragði að Miðflokkurinn sé að stela fylgi frá Sósíalistum. Hvað skýrir þær vendingar liggur hins vegar ekki fyrir.Samkvæmt þessari mynd verður ekki betur séð en landsmenn séu tilltölulega ánægðir með stöðu mála.gallupSjálfstæðisflokkurinn er með fjórðung atkvæða samkvæmt þessari könnun, Samfylkingin nýtur 16 prósenta fylgis, Píratar og Vinstri grænir fá í könnuninni 12 prósent. Rúmlega tíu prósent myndu kjósa Viðreisn, níu prósent Framsóknarflokkinn og tæplega 4 prósent Flokk fólksins.Landsmenn ánægðir með ríkisstjórnina Þá kemur fram, í tilkynningu frá Gallup, að rúm 13 prósent myndu skila auðu eða kjósa ekki. Tæplega 10 prósent taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp. Einnig kemur fram að sitjandi ríkisstjórn nýtur meiri stuðnings en samanlagt fylgi þeirra flokka er sem að henni stendur eða 48 prósenta fylgis. Sem er talsvert meira fylgi en forverar hennar nutu þegar verst lét á þeim bæ. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar mældist með 30 prósenta stuðning þegar hún fór frá völdum og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á árunum 2013 til 2016 var með 37 prósenta fylgi. Af þessu má ráða í þeim samanburði að landsmenn séu tiltölulega ánægðir með ríkisstjórnina sem siglir þannig lygnan sjó. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Í nýrri könnun Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna kemur það á daginn að miðað við síðustu mælingu hefur fylgi Miðflokksins aukist um rúmlega tvö prósentustig milli mánaða. Segjast nú níu prósent munu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú.Miðflokkurinn stelur fylgi frá Sósíalistum Svo virðist að Miðflokkurinn sé að ná vopnum sínum eftir dýfu sem fylgið tók og rekja má til Klausturmálsins svokallaða. Lítil hreyfing er á fylgi annarra flokka nema að fylgi Sósalistaflokksins minnkar um rúmlega eitt prósent frá síðustu könnun, en nú segjast tæp fjögur prósent vilja kjósa flokkinn. Því er það svo, ef menn vilja lesa hreyfingar á fylgi í þetta, beint af augum, að svo virðist í fljótu bragði að Miðflokkurinn sé að stela fylgi frá Sósíalistum. Hvað skýrir þær vendingar liggur hins vegar ekki fyrir.Samkvæmt þessari mynd verður ekki betur séð en landsmenn séu tilltölulega ánægðir með stöðu mála.gallupSjálfstæðisflokkurinn er með fjórðung atkvæða samkvæmt þessari könnun, Samfylkingin nýtur 16 prósenta fylgis, Píratar og Vinstri grænir fá í könnuninni 12 prósent. Rúmlega tíu prósent myndu kjósa Viðreisn, níu prósent Framsóknarflokkinn og tæplega 4 prósent Flokk fólksins.Landsmenn ánægðir með ríkisstjórnina Þá kemur fram, í tilkynningu frá Gallup, að rúm 13 prósent myndu skila auðu eða kjósa ekki. Tæplega 10 prósent taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp. Einnig kemur fram að sitjandi ríkisstjórn nýtur meiri stuðnings en samanlagt fylgi þeirra flokka er sem að henni stendur eða 48 prósenta fylgis. Sem er talsvert meira fylgi en forverar hennar nutu þegar verst lét á þeim bæ. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar mældist með 30 prósenta stuðning þegar hún fór frá völdum og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á árunum 2013 til 2016 var með 37 prósenta fylgi. Af þessu má ráða í þeim samanburði að landsmenn séu tiltölulega ánægðir með ríkisstjórnina sem siglir þannig lygnan sjó.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira