Réttlæti sem sanngirni Bjarni Karlsson skrifar 3. apríl 2019 07:00 Nú standa yfir kjarasamningar. Ég efast um að fólk vilji almennt hærri laun. Það sem misbýður almenningi er öllu heldur misskipting launa. Annars vegar er það „óútskýrður“ launamunur kynja sem öll vita hvaðan stafar. Hins vegar er það vitneskjan um bilið milli ríkra og fátækra. Við höfum það flest fjárhagslega gott en þjóðin er frústreruð vegna langþróaðrar ósanngirni sem blasir við öllum. Innst inni finnum við að það er galið að hafa það þægilegt á kostnað annarra. Hugsið ykkur ef hin efnahagslega yfirstétt í landinu sýndi þann sóma að takmarka laun sín við þrefaldar eða fjórfaldar meðaltekjur hins almenna manns, síðan væri hinum lægst launuðu lyft upp úr sinni efnahagslegu og félagslegu lægingu, jafnlaunavottun gerð að reglu og húsnæðisþörf almennings viðurkennd í verki. Þá yrði bjartara í landinu. Sýnt hefur verið fram á að tíðni glæpa, ólæsis, fangelsana, þorra sjúkdóma, ótímabærra þungana og andláta, ofbeldis o.fl. vandamála að ógleymdum sjálfum vistkerfisvandanum stendur í beinu sambandi við efnahagslegan ójöfnuð. Gott lesefni um þetta má t.d. finna í bókinni Hallamálið sem á frummáli heitir The Spirit Level frá 2010. Þar er einvörðungu stuðst við opinberar tölur í hverju landi og mældur launajöfnuður borinn saman við algengi alls konar vesens og áfalla. Tilfellið er að 1% heimsbúa hagnast á ójöfnuði á meðan hin öll, að vistkerfinu meðtöldu, tapa á ástandinu. Mannkyn hefur orðið að því sem það er vegna getu þess til samvinnu og sátta. Við fæðumst með þessi stóru höfuð vegna þess að sáttaferli eru flókin. Eina bótin á okkar þjóðar-gremju og versnandi ástandi veraldar er aukið réttlæti í formi sanngirni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Nú standa yfir kjarasamningar. Ég efast um að fólk vilji almennt hærri laun. Það sem misbýður almenningi er öllu heldur misskipting launa. Annars vegar er það „óútskýrður“ launamunur kynja sem öll vita hvaðan stafar. Hins vegar er það vitneskjan um bilið milli ríkra og fátækra. Við höfum það flest fjárhagslega gott en þjóðin er frústreruð vegna langþróaðrar ósanngirni sem blasir við öllum. Innst inni finnum við að það er galið að hafa það þægilegt á kostnað annarra. Hugsið ykkur ef hin efnahagslega yfirstétt í landinu sýndi þann sóma að takmarka laun sín við þrefaldar eða fjórfaldar meðaltekjur hins almenna manns, síðan væri hinum lægst launuðu lyft upp úr sinni efnahagslegu og félagslegu lægingu, jafnlaunavottun gerð að reglu og húsnæðisþörf almennings viðurkennd í verki. Þá yrði bjartara í landinu. Sýnt hefur verið fram á að tíðni glæpa, ólæsis, fangelsana, þorra sjúkdóma, ótímabærra þungana og andláta, ofbeldis o.fl. vandamála að ógleymdum sjálfum vistkerfisvandanum stendur í beinu sambandi við efnahagslegan ójöfnuð. Gott lesefni um þetta má t.d. finna í bókinni Hallamálið sem á frummáli heitir The Spirit Level frá 2010. Þar er einvörðungu stuðst við opinberar tölur í hverju landi og mældur launajöfnuður borinn saman við algengi alls konar vesens og áfalla. Tilfellið er að 1% heimsbúa hagnast á ójöfnuði á meðan hin öll, að vistkerfinu meðtöldu, tapa á ástandinu. Mannkyn hefur orðið að því sem það er vegna getu þess til samvinnu og sátta. Við fæðumst með þessi stóru höfuð vegna þess að sáttaferli eru flókin. Eina bótin á okkar þjóðar-gremju og versnandi ástandi veraldar er aukið réttlæti í formi sanngirni.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar