Kínversk kona handtekin í klúbbi Trump á Flórída Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2019 08:06 Trump hefur varið stórum hluta forsetatíðar sínar í einkaklúbbi sínum Mar-a-Lago á Flórída. Klúbburinn er opinn félögum og gestum á meðan forsetinn dvelur þar. Vísir/EPA Bandaríska leyniþjónustan handtók kínverska konu í Mar-a-Lago, klúbbi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, á Flórída á laugardag. Konan er meðal annars sögð hafa verið með minniskubb með tölvuóværu í fórum sínum. Trump forseti var í klúbbnum við golfleik um helgina.Reuters-fréttastofan segir að konan hafi verið ákærð fyrir að ljúga að yfirvöldum og að fara inn á afmarkað svæði. Konan hafi farið í gegnum öryggiseftirlit leyniþjónustunnar til að komast inn í klúbbinn. Þar hafi hún framvísað tveimur kínverskum vegabréfum. Henni var hleypt inn þar sem talið var að hún væri ættingi félaga í klúbbnum. Grunsemdir vöknuðu þó þegar konan átti bágt með að útskýra hvers vegna hún heimsótti Mar-a-Lago. Sagðist hún upphaflega vera þar til að vera viðstödd samkomu Sameinuðu þjóðanna fyrir Bandaríkjamenn af kínverskum ættum. Enginn slíkur viðburður var þó að dagskrá klúbbsins. Gerði starfsmaður leyniþjónustunni sem annast öryggi forsetans viðvart sem handtók konuna. Við leit fundir fjórir farsímar, fartölva, utanáliggjandi harður diskur og minniskubbur. Rannsókn á minniskubbnum benti til þess að á honum væri tölvuóværa. Konan tjáði sig ekki þegar mál hennar var tekið fyrir í dómstól á Flórída í gær. Við yfirheyrslur á hún að hafa sagst farið til Flórída að ósk kínversks vinar sem bað hana um að reyna að hitta fjölskyldu forsetans og ræða um efnahagsleg tengsl Bandaríkjanna og Kína, að sögn Washington Post. Bandaríkin Donald Trump Kína Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan handtók kínverska konu í Mar-a-Lago, klúbbi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, á Flórída á laugardag. Konan er meðal annars sögð hafa verið með minniskubb með tölvuóværu í fórum sínum. Trump forseti var í klúbbnum við golfleik um helgina.Reuters-fréttastofan segir að konan hafi verið ákærð fyrir að ljúga að yfirvöldum og að fara inn á afmarkað svæði. Konan hafi farið í gegnum öryggiseftirlit leyniþjónustunnar til að komast inn í klúbbinn. Þar hafi hún framvísað tveimur kínverskum vegabréfum. Henni var hleypt inn þar sem talið var að hún væri ættingi félaga í klúbbnum. Grunsemdir vöknuðu þó þegar konan átti bágt með að útskýra hvers vegna hún heimsótti Mar-a-Lago. Sagðist hún upphaflega vera þar til að vera viðstödd samkomu Sameinuðu þjóðanna fyrir Bandaríkjamenn af kínverskum ættum. Enginn slíkur viðburður var þó að dagskrá klúbbsins. Gerði starfsmaður leyniþjónustunni sem annast öryggi forsetans viðvart sem handtók konuna. Við leit fundir fjórir farsímar, fartölva, utanáliggjandi harður diskur og minniskubbur. Rannsókn á minniskubbnum benti til þess að á honum væri tölvuóværa. Konan tjáði sig ekki þegar mál hennar var tekið fyrir í dómstól á Flórída í gær. Við yfirheyrslur á hún að hafa sagst farið til Flórída að ósk kínversks vinar sem bað hana um að reyna að hitta fjölskyldu forsetans og ræða um efnahagsleg tengsl Bandaríkjanna og Kína, að sögn Washington Post.
Bandaríkin Donald Trump Kína Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira