Allar ákærur felldar niður vegna blóðbaðsins í Waco Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2019 15:56 Alls veru 177 handteknir en enginn hefur verið sakfelldur fyrir glæp. Vísir/Getty Allar kærur vegna skotbardaga við veitingastaðinn Twin Peaks í Waco í Texas árið 2015 hafa verið felldar niður. Níu manns létu lífið í átökunum sem urðu á milli tveggja mótorhjólagengja og tuttugu særðust alvarlega. Alls veru 177 handteknir en enginn hefur verið sakfelldur fyrir glæp. Barry Johnson, nýkjörinn æðsti saksóknari umdæmisins sem skotbardaginn átti sér stað í, sagði í dag að forveri sinn hefði alfarið klúðrað rannsókn málsins og þá sérstaklega með því að láta handtaka svo til gott sem alla sem voru á veitingastaðnum.Lögregluþjónar voru á vettvangi en þeir gátu ekki komið í veg fyrir átökin sem voru á milli meðlima gengjanna Cossacks og Bandidos, og systurgengja þeirra. Ekki liggur fyrir af hverju átökin hófust. Lögreglan segir genin hafa verið að deila um yfirráðasvæði og að meðlimir Bandidos hafi orðið reiðir yfir því að Cossacks væru farnir að nota fána Texas. Meðlimir gengjanna mótmæla því og einhverjir segja átökin hafa hafist á því að keyrt var yfir fót manns. Eins og áður segir voru allir á vettvangi handteknir og voru þeir einnig ákærðir fyrir skipulagða glæpastarfsemi. Í ljós hefur þó komið að margir þeirra 177 sem voru handteknir voru ekki í gengjunum sem um ræðir og voru einungis að borða. Minnst 130 hafa höfðað mál gegn lögreglunni vegna handtökunnar og vegna þess að þeir hafi verið stimplaðir sem glæpamenn. Johnson sagði að réttast hefði verið að handtaka og ákæra menn í samræmi við gögn málsins. Washington Post bendir á að eftir fjögur ár hafi einungis einn maður verið færður fyrir dómara en málið gegn honum var fellt niður. Johnson sagði ótækt að halda málaferlunum áfram. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Blóðbaðið í Waco: Upptök skothríðarinnar náðust á myndband Upptaka úr öryggismyndavél hefur skotið upp kollinum sem sýnir upphaf átakanna sem varð 9 manns að bana og leiddi til handtöku 192 mótorhjólamanna í Texas fyrr á þessu ári. 31. október 2015 17:39 192 handteknir eftir átök glæpagengja í Texas Níu manns voru drepnir og átján særðust í bardaganum sem varð á bílstæði í verslunarhverfi í Waco. 18. maí 2015 12:50 Blóðbaðið í Waco: Átökin hófust eftir deilur um bílastæði Lögregla í Waco óttast að liðsmenn mótorhjólagengjanna muni sækja inn í borgina til að hefna félaga sinna. 18. maí 2015 13:53 Veitingastaðurinn í Waco missir leyfið Lögregla ásakar útibú veitingastaðar í Waco um alvarlega vanrækslu í aðdraganda skotbardaga. 19. maí 2015 09:15 Níu létust í átökum mótorhjólagengja Meðlimir gengjanna fóru að slást á veitingastað í Texas en fljótlega voru dregnir upp hnífar og svo byssur. 17. maí 2015 22:28 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Allar kærur vegna skotbardaga við veitingastaðinn Twin Peaks í Waco í Texas árið 2015 hafa verið felldar niður. Níu manns létu lífið í átökunum sem urðu á milli tveggja mótorhjólagengja og tuttugu særðust alvarlega. Alls veru 177 handteknir en enginn hefur verið sakfelldur fyrir glæp. Barry Johnson, nýkjörinn æðsti saksóknari umdæmisins sem skotbardaginn átti sér stað í, sagði í dag að forveri sinn hefði alfarið klúðrað rannsókn málsins og þá sérstaklega með því að láta handtaka svo til gott sem alla sem voru á veitingastaðnum.Lögregluþjónar voru á vettvangi en þeir gátu ekki komið í veg fyrir átökin sem voru á milli meðlima gengjanna Cossacks og Bandidos, og systurgengja þeirra. Ekki liggur fyrir af hverju átökin hófust. Lögreglan segir genin hafa verið að deila um yfirráðasvæði og að meðlimir Bandidos hafi orðið reiðir yfir því að Cossacks væru farnir að nota fána Texas. Meðlimir gengjanna mótmæla því og einhverjir segja átökin hafa hafist á því að keyrt var yfir fót manns. Eins og áður segir voru allir á vettvangi handteknir og voru þeir einnig ákærðir fyrir skipulagða glæpastarfsemi. Í ljós hefur þó komið að margir þeirra 177 sem voru handteknir voru ekki í gengjunum sem um ræðir og voru einungis að borða. Minnst 130 hafa höfðað mál gegn lögreglunni vegna handtökunnar og vegna þess að þeir hafi verið stimplaðir sem glæpamenn. Johnson sagði að réttast hefði verið að handtaka og ákæra menn í samræmi við gögn málsins. Washington Post bendir á að eftir fjögur ár hafi einungis einn maður verið færður fyrir dómara en málið gegn honum var fellt niður. Johnson sagði ótækt að halda málaferlunum áfram.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Blóðbaðið í Waco: Upptök skothríðarinnar náðust á myndband Upptaka úr öryggismyndavél hefur skotið upp kollinum sem sýnir upphaf átakanna sem varð 9 manns að bana og leiddi til handtöku 192 mótorhjólamanna í Texas fyrr á þessu ári. 31. október 2015 17:39 192 handteknir eftir átök glæpagengja í Texas Níu manns voru drepnir og átján særðust í bardaganum sem varð á bílstæði í verslunarhverfi í Waco. 18. maí 2015 12:50 Blóðbaðið í Waco: Átökin hófust eftir deilur um bílastæði Lögregla í Waco óttast að liðsmenn mótorhjólagengjanna muni sækja inn í borgina til að hefna félaga sinna. 18. maí 2015 13:53 Veitingastaðurinn í Waco missir leyfið Lögregla ásakar útibú veitingastaðar í Waco um alvarlega vanrækslu í aðdraganda skotbardaga. 19. maí 2015 09:15 Níu létust í átökum mótorhjólagengja Meðlimir gengjanna fóru að slást á veitingastað í Texas en fljótlega voru dregnir upp hnífar og svo byssur. 17. maí 2015 22:28 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Blóðbaðið í Waco: Upptök skothríðarinnar náðust á myndband Upptaka úr öryggismyndavél hefur skotið upp kollinum sem sýnir upphaf átakanna sem varð 9 manns að bana og leiddi til handtöku 192 mótorhjólamanna í Texas fyrr á þessu ári. 31. október 2015 17:39
192 handteknir eftir átök glæpagengja í Texas Níu manns voru drepnir og átján særðust í bardaganum sem varð á bílstæði í verslunarhverfi í Waco. 18. maí 2015 12:50
Blóðbaðið í Waco: Átökin hófust eftir deilur um bílastæði Lögregla í Waco óttast að liðsmenn mótorhjólagengjanna muni sækja inn í borgina til að hefna félaga sinna. 18. maí 2015 13:53
Veitingastaðurinn í Waco missir leyfið Lögregla ásakar útibú veitingastaðar í Waco um alvarlega vanrækslu í aðdraganda skotbardaga. 19. maí 2015 09:15
Níu létust í átökum mótorhjólagengja Meðlimir gengjanna fóru að slást á veitingastað í Texas en fljótlega voru dregnir upp hnífar og svo byssur. 17. maí 2015 22:28