Vilja ekki fara sér óðslega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2019 18:27 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins. Vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í viðtali hjá Reykjavík síðdegis að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins. „Það sem er jákvætt í þessu er að við erum raunverulega að klára þetta. Það er ekki verið að rjúka fram með einhverjar yfirlýsingar eða hálfkveðnar vísur. Við bara erum að klára þetta. Þetta er mjög langt komið,“ segir Ragnar. Sá þáttur sem lýtur að VR er nánast tilbúinn að sögn Ragnars. Nú sé verið að lesa yfir textann og klára smáatriði. „Ég veit ekki nákvæmlega hver staðan er hjá Starfsgreinafélögunum. En við erum rétt á lokametrunum Verslunarmenn og ég reikna með að þetta sé að nálgast líka hjá hinum. Það er ekkert bakslag þetta tekur bara tíma.“ Ragnar segir að samningurinn muni gilda til nóvembermánaðar árið 2022. Þá séu mörg atriði inn í hinum svokallaða „lífskjarapakka“ stjórnvalda sem komi til framkvæmda yfir tiltekin tímabil. „Gríðarlega mörg atriði og ég þyrfti að hafa tölvu fyrir framan mig til að geta lesið þau öll upp.“ Aðspurður hvort fyrirvarar séu gerðir í samningnum svarar Ragnar: „Þetta eru samningar sem eru um ákveðna sviðsmynd inn í nánustu framtíð og næstu ár og fyrirvararnir sem við gerum í samningnum snúast um þá sviðsmynd sem við erum að reyna að ná fram í þessum samningum.“ Ragnar segist ekki treysta sér í að nefna neina tímasetningu. „Við munum skrifa undir og við munum klára þetta hvort sem það verður eftir klukkutíma, tvo eða þrjá. Ég get bara ekki lengur sett mér einhver tímamörk af því að tímamörkin sem við höfum gefið okkur hingað til hafa ekki staðist.“ Kjaramál Reykjavík síðdegis Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10 Engin leið að segja hvenær skrifað verður undir Dregist hefur um tvær klukkustundir að skrifa undir kjarasamninga í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Enn liggur ekkert fyrir um hvenær skrifað verði undir. 3. apríl 2019 17:06 Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01 Engar vöflur þrátt fyrir engar vöfflur Þetta er bara á allra allra allra allra síðustu metrunum. Við erum langt komin með að klára þetta núna. Ég reikna fastlega með því að hér hefjist undirritun von bráðar, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. 3. apríl 2019 16:28 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í viðtali hjá Reykjavík síðdegis að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins. „Það sem er jákvætt í þessu er að við erum raunverulega að klára þetta. Það er ekki verið að rjúka fram með einhverjar yfirlýsingar eða hálfkveðnar vísur. Við bara erum að klára þetta. Þetta er mjög langt komið,“ segir Ragnar. Sá þáttur sem lýtur að VR er nánast tilbúinn að sögn Ragnars. Nú sé verið að lesa yfir textann og klára smáatriði. „Ég veit ekki nákvæmlega hver staðan er hjá Starfsgreinafélögunum. En við erum rétt á lokametrunum Verslunarmenn og ég reikna með að þetta sé að nálgast líka hjá hinum. Það er ekkert bakslag þetta tekur bara tíma.“ Ragnar segir að samningurinn muni gilda til nóvembermánaðar árið 2022. Þá séu mörg atriði inn í hinum svokallaða „lífskjarapakka“ stjórnvalda sem komi til framkvæmda yfir tiltekin tímabil. „Gríðarlega mörg atriði og ég þyrfti að hafa tölvu fyrir framan mig til að geta lesið þau öll upp.“ Aðspurður hvort fyrirvarar séu gerðir í samningnum svarar Ragnar: „Þetta eru samningar sem eru um ákveðna sviðsmynd inn í nánustu framtíð og næstu ár og fyrirvararnir sem við gerum í samningnum snúast um þá sviðsmynd sem við erum að reyna að ná fram í þessum samningum.“ Ragnar segist ekki treysta sér í að nefna neina tímasetningu. „Við munum skrifa undir og við munum klára þetta hvort sem það verður eftir klukkutíma, tvo eða þrjá. Ég get bara ekki lengur sett mér einhver tímamörk af því að tímamörkin sem við höfum gefið okkur hingað til hafa ekki staðist.“
Kjaramál Reykjavík síðdegis Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10 Engin leið að segja hvenær skrifað verður undir Dregist hefur um tvær klukkustundir að skrifa undir kjarasamninga í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Enn liggur ekkert fyrir um hvenær skrifað verði undir. 3. apríl 2019 17:06 Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01 Engar vöflur þrátt fyrir engar vöfflur Þetta er bara á allra allra allra allra síðustu metrunum. Við erum langt komin með að klára þetta núna. Ég reikna fastlega með því að hér hefjist undirritun von bráðar, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. 3. apríl 2019 16:28 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10
Engin leið að segja hvenær skrifað verður undir Dregist hefur um tvær klukkustundir að skrifa undir kjarasamninga í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Enn liggur ekkert fyrir um hvenær skrifað verði undir. 3. apríl 2019 17:06
Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01
Engar vöflur þrátt fyrir engar vöfflur Þetta er bara á allra allra allra allra síðustu metrunum. Við erum langt komin með að klára þetta núna. Ég reikna fastlega með því að hér hefjist undirritun von bráðar, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. 3. apríl 2019 16:28