Hugmyndafræðilegar jarðhræringar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. apríl 2019 07:00 Heimurinn stendur frammi fyrir ákveðnum kaflaskilum. Ég hef allt eins kosið að kalla þau flekaskil. Á öðrum flekanum eru gömlu íhaldsöflin. Á hinum eru ný öfl sem vilja nýja hugsun og verklag í samfélaginu. Líka í pólitíkinni. Með hverjum deginum sem líður verða skilin skýrari og sprungurnar gleiðari, bæði hér á Íslandi og á meginlandinu.Truflun á hefðbundinni nálgun Á öðrum flekanum standa öfl sem greina málefni á grundvelli fleiri gilda en hins gamla hægri/vinstri áss. Þau hafa truflandi áhrif á heim hinnar hefðbundnu nálgunar í pólitík. Þessi öfl viðurkenna að fleiri gildi en efnahagsleg hafa áhrif á lífsgæði okkar. Öfl sem eru frjálslynd og framsýn, sjá samfélagið sem litskrúðugt, fagna fjölbreytileikanum og berjast fyrir mannúð og jafnrétti. Öfl sem tala fyrir öflugu atvinnulífi og einföldu skattkerfi en viðurkenna á sama tíma mikilvægi þess að tryggja félagslegan stöðugleika. Öfl sem segja að atvinnulíf og umhverfisvernd fari saman, eitt útiloki ekki annað og öfl sem tala máli neytenda. Öfl sem eru fullviss um að alþjóðasamstarf styrki fullveldi þjóða og sjálfstæði og sé lykillinn að því að tryggja stöðugleika fyrir heimilin í landinu og ómetanlegan frið í álfunni.Fortíðarþrá og þjóðernispopúlismi Á hinum flekanum standa svo öfl sem eru föst í ákveðinni fortíðarþrá og þjóðernispopúlisma. Þau verja tíma sínum í að telja fólki trú um að þau séu einu öflin sem eru stjórntæk og geti komið á stöðugleika í landinu, án þess að horfast í augu við að aðgerðir þeirra hafa oftar en ekki skapað þann óstöðugleika sem við búum við. Búast má við miklum jarðhræringum á flekanum hjá þessum öflum um leið og femínismi, málefni innflytjenda og hælisleitenda, Evrópusamvinna, gjaldmiðillinn, ýmis frelsis- og sjálfsögð nútímaleg mannréttindamál ber á góma. Þetta eru sömu öfl og eru með endalaust blæti fyrir Brexit, finnst Trump flottur og hinn ungverski Orban vera góður. Sömu einstaklingar og nota mál eins og þriðja orkupakkann, Brexit eða nýjan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Landsréttar til að veikja dýrmætt Evrópusamstarf okkar. Allt til að vekja ótta, búa til tortryggni og telja okkur trú um að þeir séu að standa vörð um þjóðina. Hugsunin hvað sé tekið af okkur en ekki hvað við getum gefið er allsráðandi. Hvað þá öðlast í gegnum markvisst Evrópu- og alþjóðasamstarf.Enga hálfvelgju Sömu fleka má vissulega finna á Alþingi. Sumir flokkar og einstaklingar innan þeirra raða standa nú klofvega á flekaskilunum og þurfa að taka ákvörðun um hvorum megin þeir ætla að standa. Aðrir eru skýrir hvar þeir vilji staðsetja sig. Hálfvelgja í þessum efnum getur nefnilega verið hættuleg opnu lýðræðissamfélagi. Haltu mér, slepptu mér dugar hér skammt þegar vegið er að grundvallarmannréttindum og hagsmunum íslensks samfélags til framtíðar. Þess vegna þarf að tala skýrt gagnvart þeim sem leynt og ljóst beita hræðsluáróðri og fordómum í rökræðu sinni fyrir svart-hvítri veröld fyrri ára. Þeir hafa þegar komið sér huggulega fyrir á sínum íhaldsfleka. Sem er svo sem ágætt. En frið fyrir málflutningi sínum fá þeir ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Heimurinn stendur frammi fyrir ákveðnum kaflaskilum. Ég hef allt eins kosið að kalla þau flekaskil. Á öðrum flekanum eru gömlu íhaldsöflin. Á hinum eru ný öfl sem vilja nýja hugsun og verklag í samfélaginu. Líka í pólitíkinni. Með hverjum deginum sem líður verða skilin skýrari og sprungurnar gleiðari, bæði hér á Íslandi og á meginlandinu.Truflun á hefðbundinni nálgun Á öðrum flekanum standa öfl sem greina málefni á grundvelli fleiri gilda en hins gamla hægri/vinstri áss. Þau hafa truflandi áhrif á heim hinnar hefðbundnu nálgunar í pólitík. Þessi öfl viðurkenna að fleiri gildi en efnahagsleg hafa áhrif á lífsgæði okkar. Öfl sem eru frjálslynd og framsýn, sjá samfélagið sem litskrúðugt, fagna fjölbreytileikanum og berjast fyrir mannúð og jafnrétti. Öfl sem tala fyrir öflugu atvinnulífi og einföldu skattkerfi en viðurkenna á sama tíma mikilvægi þess að tryggja félagslegan stöðugleika. Öfl sem segja að atvinnulíf og umhverfisvernd fari saman, eitt útiloki ekki annað og öfl sem tala máli neytenda. Öfl sem eru fullviss um að alþjóðasamstarf styrki fullveldi þjóða og sjálfstæði og sé lykillinn að því að tryggja stöðugleika fyrir heimilin í landinu og ómetanlegan frið í álfunni.Fortíðarþrá og þjóðernispopúlismi Á hinum flekanum standa svo öfl sem eru föst í ákveðinni fortíðarþrá og þjóðernispopúlisma. Þau verja tíma sínum í að telja fólki trú um að þau séu einu öflin sem eru stjórntæk og geti komið á stöðugleika í landinu, án þess að horfast í augu við að aðgerðir þeirra hafa oftar en ekki skapað þann óstöðugleika sem við búum við. Búast má við miklum jarðhræringum á flekanum hjá þessum öflum um leið og femínismi, málefni innflytjenda og hælisleitenda, Evrópusamvinna, gjaldmiðillinn, ýmis frelsis- og sjálfsögð nútímaleg mannréttindamál ber á góma. Þetta eru sömu öfl og eru með endalaust blæti fyrir Brexit, finnst Trump flottur og hinn ungverski Orban vera góður. Sömu einstaklingar og nota mál eins og þriðja orkupakkann, Brexit eða nýjan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Landsréttar til að veikja dýrmætt Evrópusamstarf okkar. Allt til að vekja ótta, búa til tortryggni og telja okkur trú um að þeir séu að standa vörð um þjóðina. Hugsunin hvað sé tekið af okkur en ekki hvað við getum gefið er allsráðandi. Hvað þá öðlast í gegnum markvisst Evrópu- og alþjóðasamstarf.Enga hálfvelgju Sömu fleka má vissulega finna á Alþingi. Sumir flokkar og einstaklingar innan þeirra raða standa nú klofvega á flekaskilunum og þurfa að taka ákvörðun um hvorum megin þeir ætla að standa. Aðrir eru skýrir hvar þeir vilji staðsetja sig. Hálfvelgja í þessum efnum getur nefnilega verið hættuleg opnu lýðræðissamfélagi. Haltu mér, slepptu mér dugar hér skammt þegar vegið er að grundvallarmannréttindum og hagsmunum íslensks samfélags til framtíðar. Þess vegna þarf að tala skýrt gagnvart þeim sem leynt og ljóst beita hræðsluáróðri og fordómum í rökræðu sinni fyrir svart-hvítri veröld fyrri ára. Þeir hafa þegar komið sér huggulega fyrir á sínum íhaldsfleka. Sem er svo sem ágætt. En frið fyrir málflutningi sínum fá þeir ekki.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun