Hugmyndafræðilegar jarðhræringar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. apríl 2019 07:00 Heimurinn stendur frammi fyrir ákveðnum kaflaskilum. Ég hef allt eins kosið að kalla þau flekaskil. Á öðrum flekanum eru gömlu íhaldsöflin. Á hinum eru ný öfl sem vilja nýja hugsun og verklag í samfélaginu. Líka í pólitíkinni. Með hverjum deginum sem líður verða skilin skýrari og sprungurnar gleiðari, bæði hér á Íslandi og á meginlandinu.Truflun á hefðbundinni nálgun Á öðrum flekanum standa öfl sem greina málefni á grundvelli fleiri gilda en hins gamla hægri/vinstri áss. Þau hafa truflandi áhrif á heim hinnar hefðbundnu nálgunar í pólitík. Þessi öfl viðurkenna að fleiri gildi en efnahagsleg hafa áhrif á lífsgæði okkar. Öfl sem eru frjálslynd og framsýn, sjá samfélagið sem litskrúðugt, fagna fjölbreytileikanum og berjast fyrir mannúð og jafnrétti. Öfl sem tala fyrir öflugu atvinnulífi og einföldu skattkerfi en viðurkenna á sama tíma mikilvægi þess að tryggja félagslegan stöðugleika. Öfl sem segja að atvinnulíf og umhverfisvernd fari saman, eitt útiloki ekki annað og öfl sem tala máli neytenda. Öfl sem eru fullviss um að alþjóðasamstarf styrki fullveldi þjóða og sjálfstæði og sé lykillinn að því að tryggja stöðugleika fyrir heimilin í landinu og ómetanlegan frið í álfunni.Fortíðarþrá og þjóðernispopúlismi Á hinum flekanum standa svo öfl sem eru föst í ákveðinni fortíðarþrá og þjóðernispopúlisma. Þau verja tíma sínum í að telja fólki trú um að þau séu einu öflin sem eru stjórntæk og geti komið á stöðugleika í landinu, án þess að horfast í augu við að aðgerðir þeirra hafa oftar en ekki skapað þann óstöðugleika sem við búum við. Búast má við miklum jarðhræringum á flekanum hjá þessum öflum um leið og femínismi, málefni innflytjenda og hælisleitenda, Evrópusamvinna, gjaldmiðillinn, ýmis frelsis- og sjálfsögð nútímaleg mannréttindamál ber á góma. Þetta eru sömu öfl og eru með endalaust blæti fyrir Brexit, finnst Trump flottur og hinn ungverski Orban vera góður. Sömu einstaklingar og nota mál eins og þriðja orkupakkann, Brexit eða nýjan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Landsréttar til að veikja dýrmætt Evrópusamstarf okkar. Allt til að vekja ótta, búa til tortryggni og telja okkur trú um að þeir séu að standa vörð um þjóðina. Hugsunin hvað sé tekið af okkur en ekki hvað við getum gefið er allsráðandi. Hvað þá öðlast í gegnum markvisst Evrópu- og alþjóðasamstarf.Enga hálfvelgju Sömu fleka má vissulega finna á Alþingi. Sumir flokkar og einstaklingar innan þeirra raða standa nú klofvega á flekaskilunum og þurfa að taka ákvörðun um hvorum megin þeir ætla að standa. Aðrir eru skýrir hvar þeir vilji staðsetja sig. Hálfvelgja í þessum efnum getur nefnilega verið hættuleg opnu lýðræðissamfélagi. Haltu mér, slepptu mér dugar hér skammt þegar vegið er að grundvallarmannréttindum og hagsmunum íslensks samfélags til framtíðar. Þess vegna þarf að tala skýrt gagnvart þeim sem leynt og ljóst beita hræðsluáróðri og fordómum í rökræðu sinni fyrir svart-hvítri veröld fyrri ára. Þeir hafa þegar komið sér huggulega fyrir á sínum íhaldsfleka. Sem er svo sem ágætt. En frið fyrir málflutningi sínum fá þeir ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Heimurinn stendur frammi fyrir ákveðnum kaflaskilum. Ég hef allt eins kosið að kalla þau flekaskil. Á öðrum flekanum eru gömlu íhaldsöflin. Á hinum eru ný öfl sem vilja nýja hugsun og verklag í samfélaginu. Líka í pólitíkinni. Með hverjum deginum sem líður verða skilin skýrari og sprungurnar gleiðari, bæði hér á Íslandi og á meginlandinu.Truflun á hefðbundinni nálgun Á öðrum flekanum standa öfl sem greina málefni á grundvelli fleiri gilda en hins gamla hægri/vinstri áss. Þau hafa truflandi áhrif á heim hinnar hefðbundnu nálgunar í pólitík. Þessi öfl viðurkenna að fleiri gildi en efnahagsleg hafa áhrif á lífsgæði okkar. Öfl sem eru frjálslynd og framsýn, sjá samfélagið sem litskrúðugt, fagna fjölbreytileikanum og berjast fyrir mannúð og jafnrétti. Öfl sem tala fyrir öflugu atvinnulífi og einföldu skattkerfi en viðurkenna á sama tíma mikilvægi þess að tryggja félagslegan stöðugleika. Öfl sem segja að atvinnulíf og umhverfisvernd fari saman, eitt útiloki ekki annað og öfl sem tala máli neytenda. Öfl sem eru fullviss um að alþjóðasamstarf styrki fullveldi þjóða og sjálfstæði og sé lykillinn að því að tryggja stöðugleika fyrir heimilin í landinu og ómetanlegan frið í álfunni.Fortíðarþrá og þjóðernispopúlismi Á hinum flekanum standa svo öfl sem eru föst í ákveðinni fortíðarþrá og þjóðernispopúlisma. Þau verja tíma sínum í að telja fólki trú um að þau séu einu öflin sem eru stjórntæk og geti komið á stöðugleika í landinu, án þess að horfast í augu við að aðgerðir þeirra hafa oftar en ekki skapað þann óstöðugleika sem við búum við. Búast má við miklum jarðhræringum á flekanum hjá þessum öflum um leið og femínismi, málefni innflytjenda og hælisleitenda, Evrópusamvinna, gjaldmiðillinn, ýmis frelsis- og sjálfsögð nútímaleg mannréttindamál ber á góma. Þetta eru sömu öfl og eru með endalaust blæti fyrir Brexit, finnst Trump flottur og hinn ungverski Orban vera góður. Sömu einstaklingar og nota mál eins og þriðja orkupakkann, Brexit eða nýjan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Landsréttar til að veikja dýrmætt Evrópusamstarf okkar. Allt til að vekja ótta, búa til tortryggni og telja okkur trú um að þeir séu að standa vörð um þjóðina. Hugsunin hvað sé tekið af okkur en ekki hvað við getum gefið er allsráðandi. Hvað þá öðlast í gegnum markvisst Evrópu- og alþjóðasamstarf.Enga hálfvelgju Sömu fleka má vissulega finna á Alþingi. Sumir flokkar og einstaklingar innan þeirra raða standa nú klofvega á flekaskilunum og þurfa að taka ákvörðun um hvorum megin þeir ætla að standa. Aðrir eru skýrir hvar þeir vilji staðsetja sig. Hálfvelgja í þessum efnum getur nefnilega verið hættuleg opnu lýðræðissamfélagi. Haltu mér, slepptu mér dugar hér skammt þegar vegið er að grundvallarmannréttindum og hagsmunum íslensks samfélags til framtíðar. Þess vegna þarf að tala skýrt gagnvart þeim sem leynt og ljóst beita hræðsluáróðri og fordómum í rökræðu sinni fyrir svart-hvítri veröld fyrri ára. Þeir hafa þegar komið sér huggulega fyrir á sínum íhaldsfleka. Sem er svo sem ágætt. En frið fyrir málflutningi sínum fá þeir ekki.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun