Að „berjast“ við aldurinn Teitur Guðmundsson skrifar 4. apríl 2019 07:00 Það er ljóst að öll eldumst við, en það er ekki sama hvernig við förum að því. Sumir verða gamlir fyrir aldur fram, aðrir eru alltaf ungir burtséð frá hrukkunum og hrörnuninni sem á sér stað með tímanum. Þá eru þeir sem eru svo heppnir að halda heilsu og vera virkir, á meðan hinir slitna og veikjast. Allt er þetta hluti af lífinu, en það er líka val hvers og eins upp að vissu marki. Samspil andlegrar og líkamlegrar vellíðunar er flestum augljóst og óteljandi atriði sem geta haft áhrif á hvort tveggja. Það er eitthvað fallegt við það að sjá fólk njóta lífsins, sama á hvaða aldri það er. Því fylgir líka oft öfund og vanlíðan hjá þeim sem annars vegar ekki tekst það og svo hinum sem geta það ekki einhverra hluta vegna. Svo eru það sigurvegararnir sem láta ekki brjóta sig niður og neita að gefast upp þótt á móti blási. Heilsan skiptir okkur öll gríðarlegu máli og okkur hættir til að þykja það sjálfsagt að geta gengið, borðað, talað, sofið og hugsað skýrt. Það er ekki fyrr en við missum eitthvað sem við áttum okkur á því hversu mikilvægt það var okkur. Margir þeirra sjúkdóma sem valda færniskerðingu eru mjög vaxandi í vestrænum samfélögum sem sjá fram á verulega áskorun þegar kemur að þjónustu og meðferð. Þar má telja Alzheimer, aðra minnistruflunar- og hrörnunarsjúkdóma líkt og Parkinson svo dæmi séu tekin. En þessir hópar einstaklinga þurfa að horfa til þess eftir greiningu hvað þeir geta gert og aðstandendur þeirra þar sem augljóst er að sjúkdómurinn mun þróast. Hluti af því að taka stjórn á eigin lífi og líðan felst í núvitund og æðruleysi auk þess að láta gott af sér leiða sem oftast. Það þarf ekki að vera merkilegt, oft er nóg að sýna áhuga, spyrja spurninga, brosa, taka utan um náungann og hrósa. Nýta þau tækifæri sem gefast til að hlæja og varðveita barnið í sjálfum sér. Þessi einföldu atriði skipta máli til viðbótar við mataræði og hreyfingu að sjálfsögðu. Hluttekning í lífi hins aldraða er mikilvæg burtséð frá því hvaða sjúkdóm hann glímir við, nánd og nærvera ættingja er mikilvæg í þessu tilliti og mikil næring. Í stað þess að berjast við aldurinn ættum við að fagna honum, nýta reynsluna sem honum fylgir og vera vakandi yfir þeim breytingum sem eiga sér stað með virkum forvörnum. Sinna bæði líkama og sál, sumt þarfnast áreynslu og áræðni, en í raun eiga sömu leiðbeiningar við um unga sem aldna. Sem dæmi má nefna. Hjarta-, vöðva- og jafnvægisþjálfun helst þrisvar í viku. Dagleg samskipti við annað fólk. Hugarleikfimi og minnisþjálfun, lærðu helst eitthvað nýtt á hverjum degi. Borðaðu almennt hollt en njóttu þess að sukka af og til. Ekki nota tóbak, drekktu áfengi í hófi og passaðu að fá þinn svefn. Stundaðu reglubundið kynlíf, leitaðu aðstoðar ef þarf. Segðu frá ef þér líður illa og leyfðu öðrum að njóta þess með þér þegar þér líður vel. Umfram allt gefðu bros, því það kostar ekkert! Þú ræður því hvernig þér líður, elskaðu sjálfan þig svo þú getir elskað aðra og vertu ekki að velta fyrir þér á hvaða aldri þú ert. Njóttu tímans og stundarinnar í botn, það er það sem lífið gengur út á! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er ljóst að öll eldumst við, en það er ekki sama hvernig við förum að því. Sumir verða gamlir fyrir aldur fram, aðrir eru alltaf ungir burtséð frá hrukkunum og hrörnuninni sem á sér stað með tímanum. Þá eru þeir sem eru svo heppnir að halda heilsu og vera virkir, á meðan hinir slitna og veikjast. Allt er þetta hluti af lífinu, en það er líka val hvers og eins upp að vissu marki. Samspil andlegrar og líkamlegrar vellíðunar er flestum augljóst og óteljandi atriði sem geta haft áhrif á hvort tveggja. Það er eitthvað fallegt við það að sjá fólk njóta lífsins, sama á hvaða aldri það er. Því fylgir líka oft öfund og vanlíðan hjá þeim sem annars vegar ekki tekst það og svo hinum sem geta það ekki einhverra hluta vegna. Svo eru það sigurvegararnir sem láta ekki brjóta sig niður og neita að gefast upp þótt á móti blási. Heilsan skiptir okkur öll gríðarlegu máli og okkur hættir til að þykja það sjálfsagt að geta gengið, borðað, talað, sofið og hugsað skýrt. Það er ekki fyrr en við missum eitthvað sem við áttum okkur á því hversu mikilvægt það var okkur. Margir þeirra sjúkdóma sem valda færniskerðingu eru mjög vaxandi í vestrænum samfélögum sem sjá fram á verulega áskorun þegar kemur að þjónustu og meðferð. Þar má telja Alzheimer, aðra minnistruflunar- og hrörnunarsjúkdóma líkt og Parkinson svo dæmi séu tekin. En þessir hópar einstaklinga þurfa að horfa til þess eftir greiningu hvað þeir geta gert og aðstandendur þeirra þar sem augljóst er að sjúkdómurinn mun þróast. Hluti af því að taka stjórn á eigin lífi og líðan felst í núvitund og æðruleysi auk þess að láta gott af sér leiða sem oftast. Það þarf ekki að vera merkilegt, oft er nóg að sýna áhuga, spyrja spurninga, brosa, taka utan um náungann og hrósa. Nýta þau tækifæri sem gefast til að hlæja og varðveita barnið í sjálfum sér. Þessi einföldu atriði skipta máli til viðbótar við mataræði og hreyfingu að sjálfsögðu. Hluttekning í lífi hins aldraða er mikilvæg burtséð frá því hvaða sjúkdóm hann glímir við, nánd og nærvera ættingja er mikilvæg í þessu tilliti og mikil næring. Í stað þess að berjast við aldurinn ættum við að fagna honum, nýta reynsluna sem honum fylgir og vera vakandi yfir þeim breytingum sem eiga sér stað með virkum forvörnum. Sinna bæði líkama og sál, sumt þarfnast áreynslu og áræðni, en í raun eiga sömu leiðbeiningar við um unga sem aldna. Sem dæmi má nefna. Hjarta-, vöðva- og jafnvægisþjálfun helst þrisvar í viku. Dagleg samskipti við annað fólk. Hugarleikfimi og minnisþjálfun, lærðu helst eitthvað nýtt á hverjum degi. Borðaðu almennt hollt en njóttu þess að sukka af og til. Ekki nota tóbak, drekktu áfengi í hófi og passaðu að fá þinn svefn. Stundaðu reglubundið kynlíf, leitaðu aðstoðar ef þarf. Segðu frá ef þér líður illa og leyfðu öðrum að njóta þess með þér þegar þér líður vel. Umfram allt gefðu bros, því það kostar ekkert! Þú ræður því hvernig þér líður, elskaðu sjálfan þig svo þú getir elskað aðra og vertu ekki að velta fyrir þér á hvaða aldri þú ert. Njóttu tímans og stundarinnar í botn, það er það sem lífið gengur út á!
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun