Segja Skúla ætla að endurreisa WOW air undir nýju nafni Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. apríl 2019 12:10 Skúli Mogensen er ekki af baki dottinn. Til stendur að blása lífi í rústir WOW Air. Ætlunin er að hefja rekstur nýs flugfélags og eru Skúli Mogensen og aðrir lykilstarfsmenn hins gjaldþrota WOW sagðir leita fjármögnunar þessa dagana til að gera endurreisnina að veruleika. Stefnan sé sett á að safna 40 milljónum dala, næstum 4,8 milljörðum króna. Þetta er meðal þess sem fram á að koma í fjárfestingakynningu sem Fréttablaðið segir að Skúli hafi látið útbúa um hið nýja lággjaldaflugfélag. Skúli vildi hvorki staðfesta né vísa þessum fregnum á bug þegar fréttastofan hafði samband við hann nú í hádeginu. Í kynningunni, sem dagsett er 3. apríl, á meðal annars að koma fram að nýja flugfélagið hafi í hyggju, í upphafi, að reka fimm Airbus-farþegaþotur, fjórar af gerðinni A321neo og eina af gerðinni A320neo. Ætlunin sé að reka flugfélag sem fylgir hinni hörðu lággjaldastefnu sem WOW air iðkaði á fyrstu árum flugfélagsins.Hafi lært af falli WOW Kynningin gerir að sama skapi ráð fyrir því að Skúli og aðrir lykilstarfsmenn WOW munu eiga 51 prósents hlut í nýja félaginu. Þeir sem munu leggja til fyrrnefnda 40 milljónir dala fari því með 49 prósent hlut. Nýja flugfélagið ætli sér að öðlast flugrekstrarleyfi á þeim forsendum að „að það sinni fyrstu vikurnar leiguverkefnum fyrir stórt evrópskt flugfélag, því takist að kaupa helstu eignir þrotabús WOW air, þar á meðal vörumerkið, það nái samkomulagi við leigusala um rekstur á fimm flugvélum og enn fremur að félaginu takist að sækja sér nægt fjármagn til þess að hefja starfsemi,“ eins og segir í frétt Fréttablaðisins. Þar segir ennfremur að í kynningunni standi að Skúli og hans fólk hafi „lært sína lexíu“ af falli WOW og muni því halda sig við hreinræktaða lággjaldastefnu - sambærilega þeirri sem WOW studdist við á fyrstu árunum.Uppfært klukkan 12:39. Í fyrri útgáfu var haft eftir Fréttablaðinu að nýja flugfélagið ætti að heita NewCo. Um var að ræða skammstöfun fyrir New Company, nýtt fyrirtæki. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli reiknar með að tapa sjálfur fjórum milljörðum á falli WOW Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, fer yfir aðdraganda falls WOW air í aðsendri grein sem barst síðdegis í dag. 3. apríl 2019 17:15 Helmingur útgáfunnar var nýtt fjármagn Um helmingur af andvirði skuldabréfaútgáfu WOW air fékkst með því að ýmsir kröfuhafar breyttu hluta krafna sinna í skuldabréf. Fulltrúi skuldabréfaeigenda óskar upplýsinga. Félagið hefði þurft meira en viku til viðbótar til að ljúka viðræðum við fjárfesta. 3. apríl 2019 07:45 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Til stendur að blása lífi í rústir WOW Air. Ætlunin er að hefja rekstur nýs flugfélags og eru Skúli Mogensen og aðrir lykilstarfsmenn hins gjaldþrota WOW sagðir leita fjármögnunar þessa dagana til að gera endurreisnina að veruleika. Stefnan sé sett á að safna 40 milljónum dala, næstum 4,8 milljörðum króna. Þetta er meðal þess sem fram á að koma í fjárfestingakynningu sem Fréttablaðið segir að Skúli hafi látið útbúa um hið nýja lággjaldaflugfélag. Skúli vildi hvorki staðfesta né vísa þessum fregnum á bug þegar fréttastofan hafði samband við hann nú í hádeginu. Í kynningunni, sem dagsett er 3. apríl, á meðal annars að koma fram að nýja flugfélagið hafi í hyggju, í upphafi, að reka fimm Airbus-farþegaþotur, fjórar af gerðinni A321neo og eina af gerðinni A320neo. Ætlunin sé að reka flugfélag sem fylgir hinni hörðu lággjaldastefnu sem WOW air iðkaði á fyrstu árum flugfélagsins.Hafi lært af falli WOW Kynningin gerir að sama skapi ráð fyrir því að Skúli og aðrir lykilstarfsmenn WOW munu eiga 51 prósents hlut í nýja félaginu. Þeir sem munu leggja til fyrrnefnda 40 milljónir dala fari því með 49 prósent hlut. Nýja flugfélagið ætli sér að öðlast flugrekstrarleyfi á þeim forsendum að „að það sinni fyrstu vikurnar leiguverkefnum fyrir stórt evrópskt flugfélag, því takist að kaupa helstu eignir þrotabús WOW air, þar á meðal vörumerkið, það nái samkomulagi við leigusala um rekstur á fimm flugvélum og enn fremur að félaginu takist að sækja sér nægt fjármagn til þess að hefja starfsemi,“ eins og segir í frétt Fréttablaðisins. Þar segir ennfremur að í kynningunni standi að Skúli og hans fólk hafi „lært sína lexíu“ af falli WOW og muni því halda sig við hreinræktaða lággjaldastefnu - sambærilega þeirri sem WOW studdist við á fyrstu árunum.Uppfært klukkan 12:39. Í fyrri útgáfu var haft eftir Fréttablaðinu að nýja flugfélagið ætti að heita NewCo. Um var að ræða skammstöfun fyrir New Company, nýtt fyrirtæki.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli reiknar með að tapa sjálfur fjórum milljörðum á falli WOW Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, fer yfir aðdraganda falls WOW air í aðsendri grein sem barst síðdegis í dag. 3. apríl 2019 17:15 Helmingur útgáfunnar var nýtt fjármagn Um helmingur af andvirði skuldabréfaútgáfu WOW air fékkst með því að ýmsir kröfuhafar breyttu hluta krafna sinna í skuldabréf. Fulltrúi skuldabréfaeigenda óskar upplýsinga. Félagið hefði þurft meira en viku til viðbótar til að ljúka viðræðum við fjárfesta. 3. apríl 2019 07:45 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Skúli reiknar með að tapa sjálfur fjórum milljörðum á falli WOW Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, fer yfir aðdraganda falls WOW air í aðsendri grein sem barst síðdegis í dag. 3. apríl 2019 17:15
Helmingur útgáfunnar var nýtt fjármagn Um helmingur af andvirði skuldabréfaútgáfu WOW air fékkst með því að ýmsir kröfuhafar breyttu hluta krafna sinna í skuldabréf. Fulltrúi skuldabréfaeigenda óskar upplýsinga. Félagið hefði þurft meira en viku til viðbótar til að ljúka viðræðum við fjárfesta. 3. apríl 2019 07:45
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf