Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2019 14:47 Trump segir ekki koma til greina að opinbera skattaskýrslur sínar. AP/Susan Walsh Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna sex ár. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar þingsins hefur sent formlega beiðni til Skattstofu Bandaríkjanna og farið fram á afhendingu gagnanna. Trump sjálfur segist ekki vilja veita þingmönnum aðgang að gögnunum og er útlit að málið fari fyrir dómstóla. Beiðni Demókrata byggir á lögum frá 1924 sem fjalla um að formenn tiltekinna nefnda fulltrúa- og öldungadeildarinnar geti í raun sóst eftir og fengið skattaupplýsingar allra Bandaríkjamanna. Skatturinn hefur frest til 10. apríl til að bregðast við beiðni nefndarinnar. Trump hefur ávallt neitað því að opinbera skattskýrslur sínar, eins og hefð hefur verið fyrir að forsetaframbjóðendur gera. Hann hefur haldið því fram að skatturinn hafi verið að rannsaka hann til margra ára og sagst ekki geta opinberað skattskýrslur sínar á meðan. Samkvæmt reglum Skattstofu Bandaríkjanna eru forsetar og varaforsetar ávallt rannsakaðir. Þar að auki hefur hann, samkvæmt Washington Post, sagt ráðgjöfum sínum að ekki komi til greina að opinbera skattskýrslur hans. Hann muni fara með málið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna ef hann geti og er hann sagður vonast til þess að geta dregið úr opinberun þeirra þar til forsetakosningarnar 2020 eru búnar.Hafa undirbúið slaginn Síðan Demókratar tryggðu sér meirihluta í fulltrúadeildinni í fyrra hafa þeir verið að undirbúa það að koma höndum yfir skattskýrslur Trump. Það hefur lengi þótt víst að málið muni enda fyrir dómstólum og því hafa Demókratar stigið varlega til jarðar og lagt grunninn að málflutningi þeirra í þeim málaferlum.Sjá einnig: Undirbúa slag um skattskýrslur TrumpElijah Cummings, formaður annarrar eftirlitsnefndar Fulltrúadeildarinnar, sagði í gær að hann ætti von á gögnum frá endurskoðendafyrirtæki sem hefur verið í viðskiptum við Trump. Um er að ræða gögn sem ná yfir tíu ár og sagði Cummings að fyrirtækið hefði beðið um að hann legði fram „vinalega stefnu“ og þá myndi fyrirtækið afhenda gögnin.Hann lagði fram formlega beiðni um gögnin í síðasta mánuði og byggði sú beiðni á vitnisburði Michael Cohen, lögmanni Trump til margra ára. Cohen sagði Trump hafa ítrekað beitt reiknihaldsbrögðum til að draga úr auði sínum svo hann kæmist upp með að greiða lægri skatta en hann ætti í raun að greiða. Repúblikanar og Hvíta húsið hafa fordæmt aðgerðir Demókrata og segja þeim eingöngu ætlað að verða forsetanum til skammar og að um linnulausar árásir sé að ræða. Þeir segja Demókrata vera að misnota þingnefndir og völd þeirra. Demókratar segjast þó tilbúnir í slag um gögnin og þingmenn hafa sagt að Bandaríkjamenn hafa rétt á því að vita hvort að forsetar þeirra séu spilltir. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnavæðir fjársvik til að refsa bláum ríkjum Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna sex ár. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar þingsins hefur sent formlega beiðni til Skattstofu Bandaríkjanna og farið fram á afhendingu gagnanna. Trump sjálfur segist ekki vilja veita þingmönnum aðgang að gögnunum og er útlit að málið fari fyrir dómstóla. Beiðni Demókrata byggir á lögum frá 1924 sem fjalla um að formenn tiltekinna nefnda fulltrúa- og öldungadeildarinnar geti í raun sóst eftir og fengið skattaupplýsingar allra Bandaríkjamanna. Skatturinn hefur frest til 10. apríl til að bregðast við beiðni nefndarinnar. Trump hefur ávallt neitað því að opinbera skattskýrslur sínar, eins og hefð hefur verið fyrir að forsetaframbjóðendur gera. Hann hefur haldið því fram að skatturinn hafi verið að rannsaka hann til margra ára og sagst ekki geta opinberað skattskýrslur sínar á meðan. Samkvæmt reglum Skattstofu Bandaríkjanna eru forsetar og varaforsetar ávallt rannsakaðir. Þar að auki hefur hann, samkvæmt Washington Post, sagt ráðgjöfum sínum að ekki komi til greina að opinbera skattskýrslur hans. Hann muni fara með málið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna ef hann geti og er hann sagður vonast til þess að geta dregið úr opinberun þeirra þar til forsetakosningarnar 2020 eru búnar.Hafa undirbúið slaginn Síðan Demókratar tryggðu sér meirihluta í fulltrúadeildinni í fyrra hafa þeir verið að undirbúa það að koma höndum yfir skattskýrslur Trump. Það hefur lengi þótt víst að málið muni enda fyrir dómstólum og því hafa Demókratar stigið varlega til jarðar og lagt grunninn að málflutningi þeirra í þeim málaferlum.Sjá einnig: Undirbúa slag um skattskýrslur TrumpElijah Cummings, formaður annarrar eftirlitsnefndar Fulltrúadeildarinnar, sagði í gær að hann ætti von á gögnum frá endurskoðendafyrirtæki sem hefur verið í viðskiptum við Trump. Um er að ræða gögn sem ná yfir tíu ár og sagði Cummings að fyrirtækið hefði beðið um að hann legði fram „vinalega stefnu“ og þá myndi fyrirtækið afhenda gögnin.Hann lagði fram formlega beiðni um gögnin í síðasta mánuði og byggði sú beiðni á vitnisburði Michael Cohen, lögmanni Trump til margra ára. Cohen sagði Trump hafa ítrekað beitt reiknihaldsbrögðum til að draga úr auði sínum svo hann kæmist upp með að greiða lægri skatta en hann ætti í raun að greiða. Repúblikanar og Hvíta húsið hafa fordæmt aðgerðir Demókrata og segja þeim eingöngu ætlað að verða forsetanum til skammar og að um linnulausar árásir sé að ræða. Þeir segja Demókrata vera að misnota þingnefndir og völd þeirra. Demókratar segjast þó tilbúnir í slag um gögnin og þingmenn hafa sagt að Bandaríkjamenn hafa rétt á því að vita hvort að forsetar þeirra séu spilltir.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnavæðir fjársvik til að refsa bláum ríkjum Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira