Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2019 14:00 Alexandria Ocasio-Cortez og Michael Cohen í nefndarsal í gær. AP/Pablo Martinez Monsivais Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump til tíu ára, kallaði forsetann rasista, svikahrapp og bendlaði hann við lögbrot, eftir að hann tók við embætti, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Það var meðal nokkurra merkilegra hluta í vitnisburði Cohen en þingmenn Demókrataflokksins notuðu þó tækifærið einnig til að færast nær einu mikilvægu markmiði þeirra. Það er að fá afrit af skattskýrslum forsetans og mögulega opinbera þær. Saksóknarar og aðrir sérfræðingar hafa lýst því yfir við fjölmiðla ytra að vitnisburður Cohen sýni fram á að Trump hafi mögulega framið fjár- og skattsvik. Cohen var spurður út í skattskýrslur Trump og þá yfirlýsingar forsetans að hann gæti ekki opinberað þær þar sem þær væru í endurskoðun hjá Skattstofu Bandaríkjanna. Cohen sagðist telja að það væri ekki rétt. „Hann hefur sagt við mig að hann vilji ekki að fjölmargar hugveitur (Think tank) þar sem skattsérfræðingar vinni fari í gegnum skattskýrslur hans því þá myndi hann enda í alvöru endurskoðun. Að endingu myndi það hafa afleiðingar fyrir hann, sektir og slíkt,“ sagði Cohen.Spurður að því hvort hann vissi til þess að Trump hefði ýkt auð sinni í samskiptum við tryggingarfyrirtæki til að lækka iðgjöld sín, sagði Cohen svo vera. Cohen lýst þar að auki hvernig Trump beitti reiknibrellum til að greiða minni skatta. Þegar þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez spurði Cohen hvort skattskýrslur forsetans myndu varpa ljósi á málið sagði hann telja svo. Reyni Demókratar að koma höndum yfir skattskýrslur Trump er fastlega gert ráð fyrir því að Hvíta húsið myndi höfða mál til að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn fái aðgang að skattskýrslum Trump. Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa því stigið varlega til jarðar í þeim málum og voru nokkur slík skref tekin í gær. Demókratar hafa á undanförnum mánuðum verið að byggja upp málflutning sinn í komandi málaferlum um skattskýrslur Trump. Það ferli mun halda áfram á næstu vikum og mánuðum í annarri þingnefnd sem er yfir skattmálum Bandaríkjanna.Þingmenn segja þá þingnefnd eiga eftir að kafa dýpra í nokkur ummæli Cohen í gær. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30 Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. 27. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump til tíu ára, kallaði forsetann rasista, svikahrapp og bendlaði hann við lögbrot, eftir að hann tók við embætti, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Það var meðal nokkurra merkilegra hluta í vitnisburði Cohen en þingmenn Demókrataflokksins notuðu þó tækifærið einnig til að færast nær einu mikilvægu markmiði þeirra. Það er að fá afrit af skattskýrslum forsetans og mögulega opinbera þær. Saksóknarar og aðrir sérfræðingar hafa lýst því yfir við fjölmiðla ytra að vitnisburður Cohen sýni fram á að Trump hafi mögulega framið fjár- og skattsvik. Cohen var spurður út í skattskýrslur Trump og þá yfirlýsingar forsetans að hann gæti ekki opinberað þær þar sem þær væru í endurskoðun hjá Skattstofu Bandaríkjanna. Cohen sagðist telja að það væri ekki rétt. „Hann hefur sagt við mig að hann vilji ekki að fjölmargar hugveitur (Think tank) þar sem skattsérfræðingar vinni fari í gegnum skattskýrslur hans því þá myndi hann enda í alvöru endurskoðun. Að endingu myndi það hafa afleiðingar fyrir hann, sektir og slíkt,“ sagði Cohen.Spurður að því hvort hann vissi til þess að Trump hefði ýkt auð sinni í samskiptum við tryggingarfyrirtæki til að lækka iðgjöld sín, sagði Cohen svo vera. Cohen lýst þar að auki hvernig Trump beitti reiknibrellum til að greiða minni skatta. Þegar þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez spurði Cohen hvort skattskýrslur forsetans myndu varpa ljósi á málið sagði hann telja svo. Reyni Demókratar að koma höndum yfir skattskýrslur Trump er fastlega gert ráð fyrir því að Hvíta húsið myndi höfða mál til að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn fái aðgang að skattskýrslum Trump. Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa því stigið varlega til jarðar í þeim málum og voru nokkur slík skref tekin í gær. Demókratar hafa á undanförnum mánuðum verið að byggja upp málflutning sinn í komandi málaferlum um skattskýrslur Trump. Það ferli mun halda áfram á næstu vikum og mánuðum í annarri þingnefnd sem er yfir skattmálum Bandaríkjanna.Þingmenn segja þá þingnefnd eiga eftir að kafa dýpra í nokkur ummæli Cohen í gær.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30 Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. 27. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira
„Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00
Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30
Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. 27. febrúar 2019 14:30