Forstjóri Icelandair vindur ofan af röngum ákvörðunum og vill meira út úr starfsfólki sínu Birgir Olgeirsson skrifar 4. apríl 2019 18:08 Vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Forstjóri Icelandair segir fyrirtækið hafa einblínt of á vöxt í stað arðsemi og vill meira út úr starfsmönnum sínum. Þetta segir Bogi Nils Bogason í viðtali við breska tímaritið Financial Times þar sem er sagt frá því að fyrirtækið hafi skilað tapi árið 2018 sem er í fyrsta sinn í áratug sem það gerist. „Frá árinu 2009 höfum við einblínt mikið á vöxt fyrirtækisins en þegar þú gerir það þá ertu ekki að beina sjónum þínum að kostnaði,“ er haft eftir Boga. „Við erum að borga flugmönnunum og áhöfn vélanna góð laun en það er tækifæri til að ná meira út úr því,“ segir forstjórinn. Icelandair átti tvívegis í viðræðum við WOW air um að taka yfir hið síðarnefnda. Bogi segir WOW air einfaldlega hafa verið of skuldsett. Á vef Financial Times er WOW air sagt hafa skuldað um 150 milljónir dollara, eða sem jafngildir um 17,8 milljörðum íslenskra króna, áður en það varð gjaldþrota. Bogi sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar WOW air varð gjaldþrota því það var mikið högg fyrir íslenskt efnahagslíf. Hann vill meina að félaginu hafi gengið illa vegna mikils kostnaður heima fyrir og stærðar. „Það er gríðarleg áskorun fyrir lítið lággjaldaflugfélag á Íslandi að keppa við stór flugfélög á borð við Wizz Air, sem gera út í austur Evrópu og greiða laun þar,“ segir Bogi. Vill hann meina að WOW hafi verið hluti af því fáránlega landslagi sem hefur verið í flugrekstri í Evrópu undanfarin ár. Daglegum áætlunarferðum í Evrópu hefur fjölgað úr 26 þúsund árið 2013 í 30 þúsund árið 2018. Bogi segir Icelandair hafa gengið illa vegna þess að króna hefur styrkst þrjú ár í röð og olíuverð hækkað. Hann segir fyrrverandi forstjóra Icelandair hafa endurskipulagt leiðakerfi Icelandair skipt um áherslur í markaðsstarfi. Þessar áherslu breytingar voru ekki réttar að mati Boga og ekki skilað árangri. Er félagið nú í þeirri vinnu að vinda ofan af þessum breytingum. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir fyrirtækið hafa einblínt of á vöxt í stað arðsemi og vill meira út úr starfsmönnum sínum. Þetta segir Bogi Nils Bogason í viðtali við breska tímaritið Financial Times þar sem er sagt frá því að fyrirtækið hafi skilað tapi árið 2018 sem er í fyrsta sinn í áratug sem það gerist. „Frá árinu 2009 höfum við einblínt mikið á vöxt fyrirtækisins en þegar þú gerir það þá ertu ekki að beina sjónum þínum að kostnaði,“ er haft eftir Boga. „Við erum að borga flugmönnunum og áhöfn vélanna góð laun en það er tækifæri til að ná meira út úr því,“ segir forstjórinn. Icelandair átti tvívegis í viðræðum við WOW air um að taka yfir hið síðarnefnda. Bogi segir WOW air einfaldlega hafa verið of skuldsett. Á vef Financial Times er WOW air sagt hafa skuldað um 150 milljónir dollara, eða sem jafngildir um 17,8 milljörðum íslenskra króna, áður en það varð gjaldþrota. Bogi sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar WOW air varð gjaldþrota því það var mikið högg fyrir íslenskt efnahagslíf. Hann vill meina að félaginu hafi gengið illa vegna mikils kostnaður heima fyrir og stærðar. „Það er gríðarleg áskorun fyrir lítið lággjaldaflugfélag á Íslandi að keppa við stór flugfélög á borð við Wizz Air, sem gera út í austur Evrópu og greiða laun þar,“ segir Bogi. Vill hann meina að WOW hafi verið hluti af því fáránlega landslagi sem hefur verið í flugrekstri í Evrópu undanfarin ár. Daglegum áætlunarferðum í Evrópu hefur fjölgað úr 26 þúsund árið 2013 í 30 þúsund árið 2018. Bogi segir Icelandair hafa gengið illa vegna þess að króna hefur styrkst þrjú ár í röð og olíuverð hækkað. Hann segir fyrrverandi forstjóra Icelandair hafa endurskipulagt leiðakerfi Icelandair skipt um áherslur í markaðsstarfi. Þessar áherslu breytingar voru ekki réttar að mati Boga og ekki skilað árangri. Er félagið nú í þeirri vinnu að vinda ofan af þessum breytingum.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira