Forstjóri Icelandair vindur ofan af röngum ákvörðunum og vill meira út úr starfsfólki sínu Birgir Olgeirsson skrifar 4. apríl 2019 18:08 Vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Forstjóri Icelandair segir fyrirtækið hafa einblínt of á vöxt í stað arðsemi og vill meira út úr starfsmönnum sínum. Þetta segir Bogi Nils Bogason í viðtali við breska tímaritið Financial Times þar sem er sagt frá því að fyrirtækið hafi skilað tapi árið 2018 sem er í fyrsta sinn í áratug sem það gerist. „Frá árinu 2009 höfum við einblínt mikið á vöxt fyrirtækisins en þegar þú gerir það þá ertu ekki að beina sjónum þínum að kostnaði,“ er haft eftir Boga. „Við erum að borga flugmönnunum og áhöfn vélanna góð laun en það er tækifæri til að ná meira út úr því,“ segir forstjórinn. Icelandair átti tvívegis í viðræðum við WOW air um að taka yfir hið síðarnefnda. Bogi segir WOW air einfaldlega hafa verið of skuldsett. Á vef Financial Times er WOW air sagt hafa skuldað um 150 milljónir dollara, eða sem jafngildir um 17,8 milljörðum íslenskra króna, áður en það varð gjaldþrota. Bogi sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar WOW air varð gjaldþrota því það var mikið högg fyrir íslenskt efnahagslíf. Hann vill meina að félaginu hafi gengið illa vegna mikils kostnaður heima fyrir og stærðar. „Það er gríðarleg áskorun fyrir lítið lággjaldaflugfélag á Íslandi að keppa við stór flugfélög á borð við Wizz Air, sem gera út í austur Evrópu og greiða laun þar,“ segir Bogi. Vill hann meina að WOW hafi verið hluti af því fáránlega landslagi sem hefur verið í flugrekstri í Evrópu undanfarin ár. Daglegum áætlunarferðum í Evrópu hefur fjölgað úr 26 þúsund árið 2013 í 30 þúsund árið 2018. Bogi segir Icelandair hafa gengið illa vegna þess að króna hefur styrkst þrjú ár í röð og olíuverð hækkað. Hann segir fyrrverandi forstjóra Icelandair hafa endurskipulagt leiðakerfi Icelandair skipt um áherslur í markaðsstarfi. Þessar áherslu breytingar voru ekki réttar að mati Boga og ekki skilað árangri. Er félagið nú í þeirri vinnu að vinda ofan af þessum breytingum. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fleiri fréttir Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir fyrirtækið hafa einblínt of á vöxt í stað arðsemi og vill meira út úr starfsmönnum sínum. Þetta segir Bogi Nils Bogason í viðtali við breska tímaritið Financial Times þar sem er sagt frá því að fyrirtækið hafi skilað tapi árið 2018 sem er í fyrsta sinn í áratug sem það gerist. „Frá árinu 2009 höfum við einblínt mikið á vöxt fyrirtækisins en þegar þú gerir það þá ertu ekki að beina sjónum þínum að kostnaði,“ er haft eftir Boga. „Við erum að borga flugmönnunum og áhöfn vélanna góð laun en það er tækifæri til að ná meira út úr því,“ segir forstjórinn. Icelandair átti tvívegis í viðræðum við WOW air um að taka yfir hið síðarnefnda. Bogi segir WOW air einfaldlega hafa verið of skuldsett. Á vef Financial Times er WOW air sagt hafa skuldað um 150 milljónir dollara, eða sem jafngildir um 17,8 milljörðum íslenskra króna, áður en það varð gjaldþrota. Bogi sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar WOW air varð gjaldþrota því það var mikið högg fyrir íslenskt efnahagslíf. Hann vill meina að félaginu hafi gengið illa vegna mikils kostnaður heima fyrir og stærðar. „Það er gríðarleg áskorun fyrir lítið lággjaldaflugfélag á Íslandi að keppa við stór flugfélög á borð við Wizz Air, sem gera út í austur Evrópu og greiða laun þar,“ segir Bogi. Vill hann meina að WOW hafi verið hluti af því fáránlega landslagi sem hefur verið í flugrekstri í Evrópu undanfarin ár. Daglegum áætlunarferðum í Evrópu hefur fjölgað úr 26 þúsund árið 2013 í 30 þúsund árið 2018. Bogi segir Icelandair hafa gengið illa vegna þess að króna hefur styrkst þrjú ár í röð og olíuverð hækkað. Hann segir fyrrverandi forstjóra Icelandair hafa endurskipulagt leiðakerfi Icelandair skipt um áherslur í markaðsstarfi. Þessar áherslu breytingar voru ekki réttar að mati Boga og ekki skilað árangri. Er félagið nú í þeirri vinnu að vinda ofan af þessum breytingum.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fleiri fréttir Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira