...í skólanum Ragnar Þór Pétursson skrifar 9. apríl 2019 07:00 Það gleður mitt litla kennarahjarta í hvert sinn sem menntamál eru til umfjöllunar í fjölmiðlum. Þá hef ég alveg sérstakan áhuga á ýmsum þversögnum í skólastarfi – eins og til dæmis þeim hve oft menntun snýst ekki um það sem hún á að snúast um. Þess vegna tifaði pistill Kolbrúnar Bergþórsdóttur, „Í skólanum,“ dáldið í takt við ýmislegt sem ég er vanur að hugsa. Ég verð samt að játa að ég missti svolítið taktinn um miðbik greinar Kolbrúnar. Því þótt ég sé svo hjartanlega sammála því að menntun eigi að snúast um áhugasvið og styrkleika hvers og eins og að allt of mikil áhersla sé lögð á að steypa fólk í sama mót þá finnst mér nú býsna skítt að draga þá ályktun, sem Kolbrún gerir eiginlega, að þetta stafi af því að kennarar neiti að laga námið að þörfum nemenda og sníði það frekar að eigin þörfum. Ég hef oft séð hliðstæður milli kennara og blaðamanna. Þetta eru, í sögulegu samhengi, ögn bóhemalegir en þó kannski fyrst og fremst smáborgaralegir millistéttarhópar – sem stundum hafa notið virðingar nokkuð umfram það sem birtist í launaumslaginu. Þetta eru menningarlegar starfsstéttir, varðmenn tungumálsins, umræðustjórar samfélagsins – og ákjósanlegir blórabögglar þeim sem gjarnir eru á að spinna heimsósóma ýmiskonar. Það er alveg sérstök list að gera lítið úr blaðamönnum. Þeir eiga víst ekki að kunna íslensku lengur. Þeir ku hafa fáránleg áhugasvið, eru hégómlegir og afskaplega hörundsárir – og eru víst meira og minna farnir að busla í grunna enda þekkingarlaugarinnar. Það er meira að segja hægt að skrá sig í hópa á samskiptamiðlum sem halda utan um það áhugamál eitt að rægja og rýna blaðamenn og blaðamennsku. Samt er mér hlýtt til blaðamanna. Mikilvægi þeirra í upplýstu samfélagi er ómetanlegt. Þeir sinna vanþakklátu starfi undir miklum þrýstingi og stöðugt er sótt að heilindum þeirra. Fæstir eru þeir í aðstöðu til að sinna starfinu með sama sóma og það verðskuldar. Mannekla, tímaskortur og atgervisflótti setja mark á blaðamennsku á Íslandi og víðar. Ég veit að flestir gera sitt besta – þótt einn og einn hefði eflaust eitthvað þarfara við tíma sinn að gera. Blaðamennska á Íslandi er sum sé ekki fullkomin. Stundum er hún beinlínis vond, jafnvel forheimskandi og meiðandi. Hér mætti taka nokkur dæmi – en mig langar það ekki. Það að hún sé ekki alltaf fullkomin merkir ekki að blaðamenn upp til hópa séu ekki að reyna að gera sitt besta í erfiðri stöðu. Ég sé alveg fyrir mér að það gæti gerst, þar sem talað væri um blaðamenn og blaðamennsku í hálfkæringi og á ábyrgðarlausan hátt, að einhver gæti látið sér detta í hug að segja eitthvað á borð við: „Fjölmiðlun á að byggja á alvöru blaðamennsku og í stað þess að fyrst og fremst sé tekið mið af þörfum blaðamannanna sjálfra, eins og gert er á allflestum fjölmiðlum, þarf að hanna kerfi sem hentar almenningi sem allra best.“ Svona gagnrýni væri auðvitað óskaplega ósanngjörn og – ef satt má segja – meira en dálítið heimskuleg. Það er nefnilega eitt að segja að brestir séu í kerfinu. Það er annað, og alvarlegra, að segja að manneskjurnar sem þó starfa í hinu gallaða kerfi séu sjálfar brestirnir. Við eigum nýlega úttekt Evrópumiðstöðvar um ástæður þess að skólakerfinu hefur ekki tekist að mæta þörfum allra barna. Við þurfum ekki að vera með getgátur eða dæmisögur til að fjalla um þessi mál af sæmilegu viti. Það er rétt að kerfið bregst of mörgum börnum. Það er hins vegar alrangt að halda því fram að kerfið bregðist börnunum því það sé of upptekið af því að þjóna kennurunum. Í niðurstöðu Evrópumiðstöðvar kemur fram: „Þótt starfsfólk á öllum stigum menntakerfisins vinni af heilindum að framgangi stefnunnar [um menntun fyrir alla] hefur það ekki notið nægilegs stuðnings til þess.“ Raunar fær allt skólakerfið býsna harðan skell í úttektinni – sem í mjög stuttu máli mætti orða einhvern veginn þannig að það sé ekki nóg að setja háleit markmið ef fólki er ekki gert kleift að vinna að þeim. Ég held að lítil hjálp sé til lausnar þessum vanda ef málið er ekki nálgast á upplýstan hátt og af sanngirni. Að því sögðu deili ég áhuga Kolbrúnar á að öll börn þrífist á eigin forsendum. Það mun auðga samfélag okkar stórkostlega ef við gefum þeim færi á því og erum umburðarlyndari í garð fjölbreytileikans. Þá megum við sem samfélag horfa stíft í eigin barm og endurskoða gildis- og verðmætamat okkar. Við eigum að fagna hverju ungmenni sem ákveður að verða söngvari eða rithöfundur – já, eða blaðamaður eða kennari.Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Það gleður mitt litla kennarahjarta í hvert sinn sem menntamál eru til umfjöllunar í fjölmiðlum. Þá hef ég alveg sérstakan áhuga á ýmsum þversögnum í skólastarfi – eins og til dæmis þeim hve oft menntun snýst ekki um það sem hún á að snúast um. Þess vegna tifaði pistill Kolbrúnar Bergþórsdóttur, „Í skólanum,“ dáldið í takt við ýmislegt sem ég er vanur að hugsa. Ég verð samt að játa að ég missti svolítið taktinn um miðbik greinar Kolbrúnar. Því þótt ég sé svo hjartanlega sammála því að menntun eigi að snúast um áhugasvið og styrkleika hvers og eins og að allt of mikil áhersla sé lögð á að steypa fólk í sama mót þá finnst mér nú býsna skítt að draga þá ályktun, sem Kolbrún gerir eiginlega, að þetta stafi af því að kennarar neiti að laga námið að þörfum nemenda og sníði það frekar að eigin þörfum. Ég hef oft séð hliðstæður milli kennara og blaðamanna. Þetta eru, í sögulegu samhengi, ögn bóhemalegir en þó kannski fyrst og fremst smáborgaralegir millistéttarhópar – sem stundum hafa notið virðingar nokkuð umfram það sem birtist í launaumslaginu. Þetta eru menningarlegar starfsstéttir, varðmenn tungumálsins, umræðustjórar samfélagsins – og ákjósanlegir blórabögglar þeim sem gjarnir eru á að spinna heimsósóma ýmiskonar. Það er alveg sérstök list að gera lítið úr blaðamönnum. Þeir eiga víst ekki að kunna íslensku lengur. Þeir ku hafa fáránleg áhugasvið, eru hégómlegir og afskaplega hörundsárir – og eru víst meira og minna farnir að busla í grunna enda þekkingarlaugarinnar. Það er meira að segja hægt að skrá sig í hópa á samskiptamiðlum sem halda utan um það áhugamál eitt að rægja og rýna blaðamenn og blaðamennsku. Samt er mér hlýtt til blaðamanna. Mikilvægi þeirra í upplýstu samfélagi er ómetanlegt. Þeir sinna vanþakklátu starfi undir miklum þrýstingi og stöðugt er sótt að heilindum þeirra. Fæstir eru þeir í aðstöðu til að sinna starfinu með sama sóma og það verðskuldar. Mannekla, tímaskortur og atgervisflótti setja mark á blaðamennsku á Íslandi og víðar. Ég veit að flestir gera sitt besta – þótt einn og einn hefði eflaust eitthvað þarfara við tíma sinn að gera. Blaðamennska á Íslandi er sum sé ekki fullkomin. Stundum er hún beinlínis vond, jafnvel forheimskandi og meiðandi. Hér mætti taka nokkur dæmi – en mig langar það ekki. Það að hún sé ekki alltaf fullkomin merkir ekki að blaðamenn upp til hópa séu ekki að reyna að gera sitt besta í erfiðri stöðu. Ég sé alveg fyrir mér að það gæti gerst, þar sem talað væri um blaðamenn og blaðamennsku í hálfkæringi og á ábyrgðarlausan hátt, að einhver gæti látið sér detta í hug að segja eitthvað á borð við: „Fjölmiðlun á að byggja á alvöru blaðamennsku og í stað þess að fyrst og fremst sé tekið mið af þörfum blaðamannanna sjálfra, eins og gert er á allflestum fjölmiðlum, þarf að hanna kerfi sem hentar almenningi sem allra best.“ Svona gagnrýni væri auðvitað óskaplega ósanngjörn og – ef satt má segja – meira en dálítið heimskuleg. Það er nefnilega eitt að segja að brestir séu í kerfinu. Það er annað, og alvarlegra, að segja að manneskjurnar sem þó starfa í hinu gallaða kerfi séu sjálfar brestirnir. Við eigum nýlega úttekt Evrópumiðstöðvar um ástæður þess að skólakerfinu hefur ekki tekist að mæta þörfum allra barna. Við þurfum ekki að vera með getgátur eða dæmisögur til að fjalla um þessi mál af sæmilegu viti. Það er rétt að kerfið bregst of mörgum börnum. Það er hins vegar alrangt að halda því fram að kerfið bregðist börnunum því það sé of upptekið af því að þjóna kennurunum. Í niðurstöðu Evrópumiðstöðvar kemur fram: „Þótt starfsfólk á öllum stigum menntakerfisins vinni af heilindum að framgangi stefnunnar [um menntun fyrir alla] hefur það ekki notið nægilegs stuðnings til þess.“ Raunar fær allt skólakerfið býsna harðan skell í úttektinni – sem í mjög stuttu máli mætti orða einhvern veginn þannig að það sé ekki nóg að setja háleit markmið ef fólki er ekki gert kleift að vinna að þeim. Ég held að lítil hjálp sé til lausnar þessum vanda ef málið er ekki nálgast á upplýstan hátt og af sanngirni. Að því sögðu deili ég áhuga Kolbrúnar á að öll börn þrífist á eigin forsendum. Það mun auðga samfélag okkar stórkostlega ef við gefum þeim færi á því og erum umburðarlyndari í garð fjölbreytileikans. Þá megum við sem samfélag horfa stíft í eigin barm og endurskoða gildis- og verðmætamat okkar. Við eigum að fagna hverju ungmenni sem ákveður að verða söngvari eða rithöfundur – já, eða blaðamaður eða kennari.Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar