...í skólanum Ragnar Þór Pétursson skrifar 9. apríl 2019 07:00 Það gleður mitt litla kennarahjarta í hvert sinn sem menntamál eru til umfjöllunar í fjölmiðlum. Þá hef ég alveg sérstakan áhuga á ýmsum þversögnum í skólastarfi – eins og til dæmis þeim hve oft menntun snýst ekki um það sem hún á að snúast um. Þess vegna tifaði pistill Kolbrúnar Bergþórsdóttur, „Í skólanum,“ dáldið í takt við ýmislegt sem ég er vanur að hugsa. Ég verð samt að játa að ég missti svolítið taktinn um miðbik greinar Kolbrúnar. Því þótt ég sé svo hjartanlega sammála því að menntun eigi að snúast um áhugasvið og styrkleika hvers og eins og að allt of mikil áhersla sé lögð á að steypa fólk í sama mót þá finnst mér nú býsna skítt að draga þá ályktun, sem Kolbrún gerir eiginlega, að þetta stafi af því að kennarar neiti að laga námið að þörfum nemenda og sníði það frekar að eigin þörfum. Ég hef oft séð hliðstæður milli kennara og blaðamanna. Þetta eru, í sögulegu samhengi, ögn bóhemalegir en þó kannski fyrst og fremst smáborgaralegir millistéttarhópar – sem stundum hafa notið virðingar nokkuð umfram það sem birtist í launaumslaginu. Þetta eru menningarlegar starfsstéttir, varðmenn tungumálsins, umræðustjórar samfélagsins – og ákjósanlegir blórabögglar þeim sem gjarnir eru á að spinna heimsósóma ýmiskonar. Það er alveg sérstök list að gera lítið úr blaðamönnum. Þeir eiga víst ekki að kunna íslensku lengur. Þeir ku hafa fáránleg áhugasvið, eru hégómlegir og afskaplega hörundsárir – og eru víst meira og minna farnir að busla í grunna enda þekkingarlaugarinnar. Það er meira að segja hægt að skrá sig í hópa á samskiptamiðlum sem halda utan um það áhugamál eitt að rægja og rýna blaðamenn og blaðamennsku. Samt er mér hlýtt til blaðamanna. Mikilvægi þeirra í upplýstu samfélagi er ómetanlegt. Þeir sinna vanþakklátu starfi undir miklum þrýstingi og stöðugt er sótt að heilindum þeirra. Fæstir eru þeir í aðstöðu til að sinna starfinu með sama sóma og það verðskuldar. Mannekla, tímaskortur og atgervisflótti setja mark á blaðamennsku á Íslandi og víðar. Ég veit að flestir gera sitt besta – þótt einn og einn hefði eflaust eitthvað þarfara við tíma sinn að gera. Blaðamennska á Íslandi er sum sé ekki fullkomin. Stundum er hún beinlínis vond, jafnvel forheimskandi og meiðandi. Hér mætti taka nokkur dæmi – en mig langar það ekki. Það að hún sé ekki alltaf fullkomin merkir ekki að blaðamenn upp til hópa séu ekki að reyna að gera sitt besta í erfiðri stöðu. Ég sé alveg fyrir mér að það gæti gerst, þar sem talað væri um blaðamenn og blaðamennsku í hálfkæringi og á ábyrgðarlausan hátt, að einhver gæti látið sér detta í hug að segja eitthvað á borð við: „Fjölmiðlun á að byggja á alvöru blaðamennsku og í stað þess að fyrst og fremst sé tekið mið af þörfum blaðamannanna sjálfra, eins og gert er á allflestum fjölmiðlum, þarf að hanna kerfi sem hentar almenningi sem allra best.“ Svona gagnrýni væri auðvitað óskaplega ósanngjörn og – ef satt má segja – meira en dálítið heimskuleg. Það er nefnilega eitt að segja að brestir séu í kerfinu. Það er annað, og alvarlegra, að segja að manneskjurnar sem þó starfa í hinu gallaða kerfi séu sjálfar brestirnir. Við eigum nýlega úttekt Evrópumiðstöðvar um ástæður þess að skólakerfinu hefur ekki tekist að mæta þörfum allra barna. Við þurfum ekki að vera með getgátur eða dæmisögur til að fjalla um þessi mál af sæmilegu viti. Það er rétt að kerfið bregst of mörgum börnum. Það er hins vegar alrangt að halda því fram að kerfið bregðist börnunum því það sé of upptekið af því að þjóna kennurunum. Í niðurstöðu Evrópumiðstöðvar kemur fram: „Þótt starfsfólk á öllum stigum menntakerfisins vinni af heilindum að framgangi stefnunnar [um menntun fyrir alla] hefur það ekki notið nægilegs stuðnings til þess.“ Raunar fær allt skólakerfið býsna harðan skell í úttektinni – sem í mjög stuttu máli mætti orða einhvern veginn þannig að það sé ekki nóg að setja háleit markmið ef fólki er ekki gert kleift að vinna að þeim. Ég held að lítil hjálp sé til lausnar þessum vanda ef málið er ekki nálgast á upplýstan hátt og af sanngirni. Að því sögðu deili ég áhuga Kolbrúnar á að öll börn þrífist á eigin forsendum. Það mun auðga samfélag okkar stórkostlega ef við gefum þeim færi á því og erum umburðarlyndari í garð fjölbreytileikans. Þá megum við sem samfélag horfa stíft í eigin barm og endurskoða gildis- og verðmætamat okkar. Við eigum að fagna hverju ungmenni sem ákveður að verða söngvari eða rithöfundur – já, eða blaðamaður eða kennari.Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Sjá meira
Það gleður mitt litla kennarahjarta í hvert sinn sem menntamál eru til umfjöllunar í fjölmiðlum. Þá hef ég alveg sérstakan áhuga á ýmsum þversögnum í skólastarfi – eins og til dæmis þeim hve oft menntun snýst ekki um það sem hún á að snúast um. Þess vegna tifaði pistill Kolbrúnar Bergþórsdóttur, „Í skólanum,“ dáldið í takt við ýmislegt sem ég er vanur að hugsa. Ég verð samt að játa að ég missti svolítið taktinn um miðbik greinar Kolbrúnar. Því þótt ég sé svo hjartanlega sammála því að menntun eigi að snúast um áhugasvið og styrkleika hvers og eins og að allt of mikil áhersla sé lögð á að steypa fólk í sama mót þá finnst mér nú býsna skítt að draga þá ályktun, sem Kolbrún gerir eiginlega, að þetta stafi af því að kennarar neiti að laga námið að þörfum nemenda og sníði það frekar að eigin þörfum. Ég hef oft séð hliðstæður milli kennara og blaðamanna. Þetta eru, í sögulegu samhengi, ögn bóhemalegir en þó kannski fyrst og fremst smáborgaralegir millistéttarhópar – sem stundum hafa notið virðingar nokkuð umfram það sem birtist í launaumslaginu. Þetta eru menningarlegar starfsstéttir, varðmenn tungumálsins, umræðustjórar samfélagsins – og ákjósanlegir blórabögglar þeim sem gjarnir eru á að spinna heimsósóma ýmiskonar. Það er alveg sérstök list að gera lítið úr blaðamönnum. Þeir eiga víst ekki að kunna íslensku lengur. Þeir ku hafa fáránleg áhugasvið, eru hégómlegir og afskaplega hörundsárir – og eru víst meira og minna farnir að busla í grunna enda þekkingarlaugarinnar. Það er meira að segja hægt að skrá sig í hópa á samskiptamiðlum sem halda utan um það áhugamál eitt að rægja og rýna blaðamenn og blaðamennsku. Samt er mér hlýtt til blaðamanna. Mikilvægi þeirra í upplýstu samfélagi er ómetanlegt. Þeir sinna vanþakklátu starfi undir miklum þrýstingi og stöðugt er sótt að heilindum þeirra. Fæstir eru þeir í aðstöðu til að sinna starfinu með sama sóma og það verðskuldar. Mannekla, tímaskortur og atgervisflótti setja mark á blaðamennsku á Íslandi og víðar. Ég veit að flestir gera sitt besta – þótt einn og einn hefði eflaust eitthvað þarfara við tíma sinn að gera. Blaðamennska á Íslandi er sum sé ekki fullkomin. Stundum er hún beinlínis vond, jafnvel forheimskandi og meiðandi. Hér mætti taka nokkur dæmi – en mig langar það ekki. Það að hún sé ekki alltaf fullkomin merkir ekki að blaðamenn upp til hópa séu ekki að reyna að gera sitt besta í erfiðri stöðu. Ég sé alveg fyrir mér að það gæti gerst, þar sem talað væri um blaðamenn og blaðamennsku í hálfkæringi og á ábyrgðarlausan hátt, að einhver gæti látið sér detta í hug að segja eitthvað á borð við: „Fjölmiðlun á að byggja á alvöru blaðamennsku og í stað þess að fyrst og fremst sé tekið mið af þörfum blaðamannanna sjálfra, eins og gert er á allflestum fjölmiðlum, þarf að hanna kerfi sem hentar almenningi sem allra best.“ Svona gagnrýni væri auðvitað óskaplega ósanngjörn og – ef satt má segja – meira en dálítið heimskuleg. Það er nefnilega eitt að segja að brestir séu í kerfinu. Það er annað, og alvarlegra, að segja að manneskjurnar sem þó starfa í hinu gallaða kerfi séu sjálfar brestirnir. Við eigum nýlega úttekt Evrópumiðstöðvar um ástæður þess að skólakerfinu hefur ekki tekist að mæta þörfum allra barna. Við þurfum ekki að vera með getgátur eða dæmisögur til að fjalla um þessi mál af sæmilegu viti. Það er rétt að kerfið bregst of mörgum börnum. Það er hins vegar alrangt að halda því fram að kerfið bregðist börnunum því það sé of upptekið af því að þjóna kennurunum. Í niðurstöðu Evrópumiðstöðvar kemur fram: „Þótt starfsfólk á öllum stigum menntakerfisins vinni af heilindum að framgangi stefnunnar [um menntun fyrir alla] hefur það ekki notið nægilegs stuðnings til þess.“ Raunar fær allt skólakerfið býsna harðan skell í úttektinni – sem í mjög stuttu máli mætti orða einhvern veginn þannig að það sé ekki nóg að setja háleit markmið ef fólki er ekki gert kleift að vinna að þeim. Ég held að lítil hjálp sé til lausnar þessum vanda ef málið er ekki nálgast á upplýstan hátt og af sanngirni. Að því sögðu deili ég áhuga Kolbrúnar á að öll börn þrífist á eigin forsendum. Það mun auðga samfélag okkar stórkostlega ef við gefum þeim færi á því og erum umburðarlyndari í garð fjölbreytileikans. Þá megum við sem samfélag horfa stíft í eigin barm og endurskoða gildis- og verðmætamat okkar. Við eigum að fagna hverju ungmenni sem ákveður að verða söngvari eða rithöfundur – já, eða blaðamaður eða kennari.Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun