Stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu WOW Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2019 19:30 Forsætisráðherra segir ljóst að það muni hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf fari allt á versta veg hjá WOW air. Stjórnvöld hafi fylgst vel með þróun mála hjá félaginu undanfarna mánuði. Lánadrottnar félagsins hafa frest til næsta mánudags til að taka afstöðu til stórfelldra niðurfellinga skulda félagsins sem þó er ekki víst að dugi til að nýir fjárfestar komi að félaginu. Morgunblaðið og Fréttablaðið greina bæði frá því í dag að WOW air hafi viðrað það við stjórnvöld að fá ríkisábyrgð á lán frá Arion banka til skamms tíma til rekstrar félagsins. Þetta hefur hvergi fengist staðfest og fátt hefur verið um svör frá WOW. Hins vegar segir í umfjöllun turisti.is að vafi leiki á því hvort Skúli Mogensen og Indigo Partners eigi ennþá í samningaviðræðum um fjárfestingu Indigo í flugfélaginu. „Blaðafulltrúi bandaríska fjárfestingafélagsins neitaði í gærkvöldi að svara spurningu Túrista um hvort viðræðurnar væru í gangi eða ekki,“ segir á vef Túrista. Liv Bergþórsdóttir, stjórnarformaður WOW, vildi ekki tjá sig um stöðu mála þegar fréttastofa ræddi við hana í dag. En Túristi telur stöðu félagsins versna dag frá degi og skuldbindingar aukist bæði gagnvart farþegum og starfsmönnum sem og kröfuhöfum, birgjum og stjórnvöldum sem fylgjast meðúr fjarlægð að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Auðvitað er WOW stórt fyrirtæki og það skiptir auðvitað máli hvernig þeim gengur að klára sín mál. Það er auðvitaðástæða þess að við höfum fylgst grannt með þróun mála. En vonum auðvitað það besta,“ segir Katrín. Þegar lággjaldaflugfélagið Air Berlin fór í þrot 2017 ábyrgðust þýsk stjórnvöld reksturinn þar til félagið var selt.Vísir/VilhelmEruð þiðaðskoða alls konar svona leiðir efáfalliðyrði?„Við höfum farið yfir alla valkosti í stöðunni að sjálfsögðu og fylgst vel með málum í raun og veru marga undanfarna mánuði. Það er í sjálfu sér ekkert sem liggur fyrir á þessari stundu,“ segir forsætisráðherra. Hún sagðist hins vegar ekki getað tjáð sig um það hvort WOW Air hafi óskað eftir ríkisábyrgð á lán eða ekki. Það sé ljóst að flugfélög víða um heima glími við vanda.Erþetta félag sem máfaraáhausinn?„Það er þannig að sem betur fer eru margar stoðir undir íslensku efnahagslífi. En við erum auðvitað líka lítið hagkerfi. Þannig að þetta skiptir allt máli alveg eins og þegar ekki veiðist loðna. Þá hefur það að sjálfsögðu áhrif áíslenskt hagkerfi og ef það verður einhver brestur í ferðaþjónustu þá hefur það áhrif,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að hjálpa fyrirtækjum í rekstrarvanda Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að koma fyrirtækjum eins og WOW AIR til hjálpar vegna rekstrarvanda. 20. mars 2019 11:45 Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. 20. mars 2019 10:38 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Forsætisráðherra segir ljóst að það muni hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf fari allt á versta veg hjá WOW air. Stjórnvöld hafi fylgst vel með þróun mála hjá félaginu undanfarna mánuði. Lánadrottnar félagsins hafa frest til næsta mánudags til að taka afstöðu til stórfelldra niðurfellinga skulda félagsins sem þó er ekki víst að dugi til að nýir fjárfestar komi að félaginu. Morgunblaðið og Fréttablaðið greina bæði frá því í dag að WOW air hafi viðrað það við stjórnvöld að fá ríkisábyrgð á lán frá Arion banka til skamms tíma til rekstrar félagsins. Þetta hefur hvergi fengist staðfest og fátt hefur verið um svör frá WOW. Hins vegar segir í umfjöllun turisti.is að vafi leiki á því hvort Skúli Mogensen og Indigo Partners eigi ennþá í samningaviðræðum um fjárfestingu Indigo í flugfélaginu. „Blaðafulltrúi bandaríska fjárfestingafélagsins neitaði í gærkvöldi að svara spurningu Túrista um hvort viðræðurnar væru í gangi eða ekki,“ segir á vef Túrista. Liv Bergþórsdóttir, stjórnarformaður WOW, vildi ekki tjá sig um stöðu mála þegar fréttastofa ræddi við hana í dag. En Túristi telur stöðu félagsins versna dag frá degi og skuldbindingar aukist bæði gagnvart farþegum og starfsmönnum sem og kröfuhöfum, birgjum og stjórnvöldum sem fylgjast meðúr fjarlægð að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Auðvitað er WOW stórt fyrirtæki og það skiptir auðvitað máli hvernig þeim gengur að klára sín mál. Það er auðvitaðástæða þess að við höfum fylgst grannt með þróun mála. En vonum auðvitað það besta,“ segir Katrín. Þegar lággjaldaflugfélagið Air Berlin fór í þrot 2017 ábyrgðust þýsk stjórnvöld reksturinn þar til félagið var selt.Vísir/VilhelmEruð þiðaðskoða alls konar svona leiðir efáfalliðyrði?„Við höfum farið yfir alla valkosti í stöðunni að sjálfsögðu og fylgst vel með málum í raun og veru marga undanfarna mánuði. Það er í sjálfu sér ekkert sem liggur fyrir á þessari stundu,“ segir forsætisráðherra. Hún sagðist hins vegar ekki getað tjáð sig um það hvort WOW Air hafi óskað eftir ríkisábyrgð á lán eða ekki. Það sé ljóst að flugfélög víða um heima glími við vanda.Erþetta félag sem máfaraáhausinn?„Það er þannig að sem betur fer eru margar stoðir undir íslensku efnahagslífi. En við erum auðvitað líka lítið hagkerfi. Þannig að þetta skiptir allt máli alveg eins og þegar ekki veiðist loðna. Þá hefur það að sjálfsögðu áhrif áíslenskt hagkerfi og ef það verður einhver brestur í ferðaþjónustu þá hefur það áhrif,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að hjálpa fyrirtækjum í rekstrarvanda Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að koma fyrirtækjum eins og WOW AIR til hjálpar vegna rekstrarvanda. 20. mars 2019 11:45 Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. 20. mars 2019 10:38 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að hjálpa fyrirtækjum í rekstrarvanda Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að koma fyrirtækjum eins og WOW AIR til hjálpar vegna rekstrarvanda. 20. mars 2019 11:45
Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. 20. mars 2019 10:38
WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15