Segir ekkert til sem heiti krúttleg valdbeiting Ari Brynjólfsson skrifar 22. mars 2019 08:00 Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn og Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar í gær. Fréttablaðið/Ernir Þingmanni sem varð vitni að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í síðustu viku blöskraði aðgerðir lögreglu. Lögregla segir að gætt hafi verið meðalhófs. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar í gær að beiðni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, varð vitni að atvikinu. Hún fór út og tók myndir. „Mér blöskraði aðferðir lögreglunnar,“ sagði Rósa Björk. Ásgeir útskýrði að ljóst hefði verið að hópurinn ætlaði að kveikja í bálkesti á Austurvelli. Í kjölfar fyrirmæla um að fjarlægja vörubretti hefði mótmælandi verið handtekinn fyrir að sparka í lögreglumann. Síðan hefði liðsmaður No Borders verið handtekinn fyrir að reyna að hindra handtökuna. Piparúðanum hafi síðan verið beitt eftir að tugir manna gerðu aðsúg að lögreglunni. „Skipanir höfðu ekki virkað, tíu lögreglumenn geta ekki beitt lögreglutökum á þrjátíu til fjörutíu í einu, það gefur augaleið og það næsta í valdbeitingarstiga lögreglu er piparúði,“ sagði Ásgeir Þór. „Það er ekki búið að finna krúttlega valdbeitingu, þannig að hún lítur alltaf illa út.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemd við að lögreglan skyldi boðuð á fundinn. Til sé nefnd sem hafi eftirlit með störfum lögreglu en sumir þingmenn haldi að það sé þeirra hlutverk að hafa eftirlit með öllu sem gerist í samfélaginu. Sigríður Björk sagði að aðgerðirnar væru komnar til þeirrar nefndar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Búsetuúrræði Útlendingastofnunar að fyllast Búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar eru af skornum skammti og hefur stofnunin kallað eftir samstarfi við öll sveitarfélög landsins um húsnæði. Meira en helmingi fleiri hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári miðað við árið í fyrra. 21. mars 2019 19:00 Meint harðræði við mótmælendur til nefndar um eftirlit með lögreglu Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. 21. mars 2019 10:21 Þingmaður VG um viðbrögð lögreglu á Austurvelli: „Mér blöskraði og mér brá“ Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. 21. mars 2019 13:20 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Þingmanni sem varð vitni að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í síðustu viku blöskraði aðgerðir lögreglu. Lögregla segir að gætt hafi verið meðalhófs. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar í gær að beiðni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, varð vitni að atvikinu. Hún fór út og tók myndir. „Mér blöskraði aðferðir lögreglunnar,“ sagði Rósa Björk. Ásgeir útskýrði að ljóst hefði verið að hópurinn ætlaði að kveikja í bálkesti á Austurvelli. Í kjölfar fyrirmæla um að fjarlægja vörubretti hefði mótmælandi verið handtekinn fyrir að sparka í lögreglumann. Síðan hefði liðsmaður No Borders verið handtekinn fyrir að reyna að hindra handtökuna. Piparúðanum hafi síðan verið beitt eftir að tugir manna gerðu aðsúg að lögreglunni. „Skipanir höfðu ekki virkað, tíu lögreglumenn geta ekki beitt lögreglutökum á þrjátíu til fjörutíu í einu, það gefur augaleið og það næsta í valdbeitingarstiga lögreglu er piparúði,“ sagði Ásgeir Þór. „Það er ekki búið að finna krúttlega valdbeitingu, þannig að hún lítur alltaf illa út.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemd við að lögreglan skyldi boðuð á fundinn. Til sé nefnd sem hafi eftirlit með störfum lögreglu en sumir þingmenn haldi að það sé þeirra hlutverk að hafa eftirlit með öllu sem gerist í samfélaginu. Sigríður Björk sagði að aðgerðirnar væru komnar til þeirrar nefndar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Búsetuúrræði Útlendingastofnunar að fyllast Búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar eru af skornum skammti og hefur stofnunin kallað eftir samstarfi við öll sveitarfélög landsins um húsnæði. Meira en helmingi fleiri hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári miðað við árið í fyrra. 21. mars 2019 19:00 Meint harðræði við mótmælendur til nefndar um eftirlit með lögreglu Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. 21. mars 2019 10:21 Þingmaður VG um viðbrögð lögreglu á Austurvelli: „Mér blöskraði og mér brá“ Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. 21. mars 2019 13:20 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Búsetuúrræði Útlendingastofnunar að fyllast Búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar eru af skornum skammti og hefur stofnunin kallað eftir samstarfi við öll sveitarfélög landsins um húsnæði. Meira en helmingi fleiri hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári miðað við árið í fyrra. 21. mars 2019 19:00
Meint harðræði við mótmælendur til nefndar um eftirlit með lögreglu Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. 21. mars 2019 10:21
Þingmaður VG um viðbrögð lögreglu á Austurvelli: „Mér blöskraði og mér brá“ Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. 21. mars 2019 13:20