Fáir á Gullfossi og Geysi í dag vegna verkfallsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. mars 2019 19:30 Það var heldur dauft á ferðamannastöðunum Gullfossi og Geysi í dag enda fáir ferðamenn þar vegna verkfalls bílstjóra á hópferðabílum. Slæmt veður spilaði líka inn í fámennið á stöðunum. Það var skítaveður í uppsveitunum í dag svo töluð sé hrein íslenska enda lentu ferðamenn í vandræðum, tveir bílar voru t.d. út af skammt frá Borg í Grímsnesi um miðjan dag. Fáar rútur voru á ferð en töluvert af bílaleigubílum. Undir öllum eðlilegum aðstæðum hefði planið við Gullfosskaffi átt að vera troðfullt í hádeginu af hópferðabifreiðum en í stað þess voru það aðallega bílaleigubílar og ferðamannajeppar, sem voru á planinu. „Ég vona bara að verkfallið leysist sem allra fyrst. Við viljum gjarnan hafa rúturnar hérna því þær eru náttúrulega uppistaðan“, segir Ástdís Kristjánsdóttir, yfirmaður hjá Gullfosskaffi. Ástdís segist þó ekki sátt við allar rúturnar sem eru á erlendum númerum og aka með ferðamenn um allt land. „Ég vil gjarnan sjá íslensku fyrirtækin njóta þessarar aukningar á ferðamönnum. Við erum með þetta allt of laust í reipunum, við þurfum að taka betur á málum“.Ástdís Kristjánsdóttir, yfirmaður hjá Gullfosskaffi.Magnús HlynurÞað voru ekki heldur margar rútur á plönunum við Hótel Geysi og Geysir Glímu í dag vegna verkfallsins. „Það er óvenju rólegt, verkfallið er þó ekki að skaða okkur í dag en ég myndi segja kannski í sumar því þessar verkfallsaðgerðir eru farnar að hafa áhrif á bókanir á sumrinu af því að það er farið að vara fólk við þessum verkfallsaðgerðum. Maður veit ekki hvernig þetta fer“, segir Kristján Einir Traustason, rekstrarstjóri hjá Geysir Glíma. Þeir ferðamenn sem talað var við í dag virtust ekki átta sig á því að það væri verkfall hjá rútubílstjórum, þeir voru flestir á sínum eigin vegum að lifa og njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða. Kristján Einir Traustason, rekstrarstjóri hjá Geysir Glíma.Magnús Hlynur Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Sjá meira
Það var heldur dauft á ferðamannastöðunum Gullfossi og Geysi í dag enda fáir ferðamenn þar vegna verkfalls bílstjóra á hópferðabílum. Slæmt veður spilaði líka inn í fámennið á stöðunum. Það var skítaveður í uppsveitunum í dag svo töluð sé hrein íslenska enda lentu ferðamenn í vandræðum, tveir bílar voru t.d. út af skammt frá Borg í Grímsnesi um miðjan dag. Fáar rútur voru á ferð en töluvert af bílaleigubílum. Undir öllum eðlilegum aðstæðum hefði planið við Gullfosskaffi átt að vera troðfullt í hádeginu af hópferðabifreiðum en í stað þess voru það aðallega bílaleigubílar og ferðamannajeppar, sem voru á planinu. „Ég vona bara að verkfallið leysist sem allra fyrst. Við viljum gjarnan hafa rúturnar hérna því þær eru náttúrulega uppistaðan“, segir Ástdís Kristjánsdóttir, yfirmaður hjá Gullfosskaffi. Ástdís segist þó ekki sátt við allar rúturnar sem eru á erlendum númerum og aka með ferðamenn um allt land. „Ég vil gjarnan sjá íslensku fyrirtækin njóta þessarar aukningar á ferðamönnum. Við erum með þetta allt of laust í reipunum, við þurfum að taka betur á málum“.Ástdís Kristjánsdóttir, yfirmaður hjá Gullfosskaffi.Magnús HlynurÞað voru ekki heldur margar rútur á plönunum við Hótel Geysi og Geysir Glímu í dag vegna verkfallsins. „Það er óvenju rólegt, verkfallið er þó ekki að skaða okkur í dag en ég myndi segja kannski í sumar því þessar verkfallsaðgerðir eru farnar að hafa áhrif á bókanir á sumrinu af því að það er farið að vara fólk við þessum verkfallsaðgerðum. Maður veit ekki hvernig þetta fer“, segir Kristján Einir Traustason, rekstrarstjóri hjá Geysir Glíma. Þeir ferðamenn sem talað var við í dag virtust ekki átta sig á því að það væri verkfall hjá rútubílstjórum, þeir voru flestir á sínum eigin vegum að lifa og njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða. Kristján Einir Traustason, rekstrarstjóri hjá Geysir Glíma.Magnús Hlynur
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“