Fáir á Gullfossi og Geysi í dag vegna verkfallsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. mars 2019 19:30 Það var heldur dauft á ferðamannastöðunum Gullfossi og Geysi í dag enda fáir ferðamenn þar vegna verkfalls bílstjóra á hópferðabílum. Slæmt veður spilaði líka inn í fámennið á stöðunum. Það var skítaveður í uppsveitunum í dag svo töluð sé hrein íslenska enda lentu ferðamenn í vandræðum, tveir bílar voru t.d. út af skammt frá Borg í Grímsnesi um miðjan dag. Fáar rútur voru á ferð en töluvert af bílaleigubílum. Undir öllum eðlilegum aðstæðum hefði planið við Gullfosskaffi átt að vera troðfullt í hádeginu af hópferðabifreiðum en í stað þess voru það aðallega bílaleigubílar og ferðamannajeppar, sem voru á planinu. „Ég vona bara að verkfallið leysist sem allra fyrst. Við viljum gjarnan hafa rúturnar hérna því þær eru náttúrulega uppistaðan“, segir Ástdís Kristjánsdóttir, yfirmaður hjá Gullfosskaffi. Ástdís segist þó ekki sátt við allar rúturnar sem eru á erlendum númerum og aka með ferðamenn um allt land. „Ég vil gjarnan sjá íslensku fyrirtækin njóta þessarar aukningar á ferðamönnum. Við erum með þetta allt of laust í reipunum, við þurfum að taka betur á málum“.Ástdís Kristjánsdóttir, yfirmaður hjá Gullfosskaffi.Magnús HlynurÞað voru ekki heldur margar rútur á plönunum við Hótel Geysi og Geysir Glímu í dag vegna verkfallsins. „Það er óvenju rólegt, verkfallið er þó ekki að skaða okkur í dag en ég myndi segja kannski í sumar því þessar verkfallsaðgerðir eru farnar að hafa áhrif á bókanir á sumrinu af því að það er farið að vara fólk við þessum verkfallsaðgerðum. Maður veit ekki hvernig þetta fer“, segir Kristján Einir Traustason, rekstrarstjóri hjá Geysir Glíma. Þeir ferðamenn sem talað var við í dag virtust ekki átta sig á því að það væri verkfall hjá rútubílstjórum, þeir voru flestir á sínum eigin vegum að lifa og njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða. Kristján Einir Traustason, rekstrarstjóri hjá Geysir Glíma.Magnús Hlynur Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Það var heldur dauft á ferðamannastöðunum Gullfossi og Geysi í dag enda fáir ferðamenn þar vegna verkfalls bílstjóra á hópferðabílum. Slæmt veður spilaði líka inn í fámennið á stöðunum. Það var skítaveður í uppsveitunum í dag svo töluð sé hrein íslenska enda lentu ferðamenn í vandræðum, tveir bílar voru t.d. út af skammt frá Borg í Grímsnesi um miðjan dag. Fáar rútur voru á ferð en töluvert af bílaleigubílum. Undir öllum eðlilegum aðstæðum hefði planið við Gullfosskaffi átt að vera troðfullt í hádeginu af hópferðabifreiðum en í stað þess voru það aðallega bílaleigubílar og ferðamannajeppar, sem voru á planinu. „Ég vona bara að verkfallið leysist sem allra fyrst. Við viljum gjarnan hafa rúturnar hérna því þær eru náttúrulega uppistaðan“, segir Ástdís Kristjánsdóttir, yfirmaður hjá Gullfosskaffi. Ástdís segist þó ekki sátt við allar rúturnar sem eru á erlendum númerum og aka með ferðamenn um allt land. „Ég vil gjarnan sjá íslensku fyrirtækin njóta þessarar aukningar á ferðamönnum. Við erum með þetta allt of laust í reipunum, við þurfum að taka betur á málum“.Ástdís Kristjánsdóttir, yfirmaður hjá Gullfosskaffi.Magnús HlynurÞað voru ekki heldur margar rútur á plönunum við Hótel Geysi og Geysir Glímu í dag vegna verkfallsins. „Það er óvenju rólegt, verkfallið er þó ekki að skaða okkur í dag en ég myndi segja kannski í sumar því þessar verkfallsaðgerðir eru farnar að hafa áhrif á bókanir á sumrinu af því að það er farið að vara fólk við þessum verkfallsaðgerðum. Maður veit ekki hvernig þetta fer“, segir Kristján Einir Traustason, rekstrarstjóri hjá Geysir Glíma. Þeir ferðamenn sem talað var við í dag virtust ekki átta sig á því að það væri verkfall hjá rútubílstjórum, þeir voru flestir á sínum eigin vegum að lifa og njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða. Kristján Einir Traustason, rekstrarstjóri hjá Geysir Glíma.Magnús Hlynur
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira