Týnda stúlkan Lára G. Sigurðardóttir skrifar 25. mars 2019 07:00 Fyrir fjörutíu árum týndist þriggja ára stúlka í Vaglaskógi. Hún sá lítinn fugl sem hún elti niður brekku og komst ekki upp aftur. Hún horfði á eftir foreldrum sínum hverfa úr sjónmáli. Síðar staðnæmdist blár Volvó efst í brekkunni, maður skrúfaði niður rúðuna og spurði hvort hún væri týnd. Þessi sama stúlka var fyrir skömmu á göngutúr á ókunnum stað þegar hún fann þyngsli magnast í hjartastað. Í hvert skipti sem eiginmaður hennar hvarf handan við horn fannst henni eins og hann væri að yfirgefa hana. Aðskilnaður er ein versta tilfinning sem maðurinn upplifir. Samkvæmt Holmes-Rahe skalanum eru átta af ellefu mest streituvaldandi aðstæðum tengd aðskilnaði. Naomi Eisenberger hefur rannsakað heila þeirra sem upplifa aðskilnað. Þegar fólk er skilið útundan eykst virkni á svæðum í heilanum þar sem við upplifum líkamlegan sársauka. Eftir því sem virknin er meiri, því meiri er þjáningin. En það er hægt að minnka þjáninguna með því að senda taugaboð frá framheilanum þar sem rökhugsunin hefur aðsetur. Eftir síðasta atvik (sem er eitt af mörgum) lagðist ég undir feld til að reyna að skilja þessi ofurýktu viðbrögð – því ég var með vinkonu mína mér við hlið og henni leið ekkert illa yfir því að maðurinn hennar arkaði á undan. Allt í einu lá þetta ljóst fyrir mér. Litla stúlkan í skóginum var enn hrædd um að verða skilin eftir. Ég held að við höfum öll sögu á bak við eigin tilfinningar og getum notað innsæi til að skilja þær – og hjálpað öðrum að skilja okkur. Nú veit ég að þegar ég finn mig aftur í sömu sporum þá getur hin fullorðna ég hughreyst þessa stuttu um að hún verði ekki skilin eftir, að hún sé ekki lengur týnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir fjörutíu árum týndist þriggja ára stúlka í Vaglaskógi. Hún sá lítinn fugl sem hún elti niður brekku og komst ekki upp aftur. Hún horfði á eftir foreldrum sínum hverfa úr sjónmáli. Síðar staðnæmdist blár Volvó efst í brekkunni, maður skrúfaði niður rúðuna og spurði hvort hún væri týnd. Þessi sama stúlka var fyrir skömmu á göngutúr á ókunnum stað þegar hún fann þyngsli magnast í hjartastað. Í hvert skipti sem eiginmaður hennar hvarf handan við horn fannst henni eins og hann væri að yfirgefa hana. Aðskilnaður er ein versta tilfinning sem maðurinn upplifir. Samkvæmt Holmes-Rahe skalanum eru átta af ellefu mest streituvaldandi aðstæðum tengd aðskilnaði. Naomi Eisenberger hefur rannsakað heila þeirra sem upplifa aðskilnað. Þegar fólk er skilið útundan eykst virkni á svæðum í heilanum þar sem við upplifum líkamlegan sársauka. Eftir því sem virknin er meiri, því meiri er þjáningin. En það er hægt að minnka þjáninguna með því að senda taugaboð frá framheilanum þar sem rökhugsunin hefur aðsetur. Eftir síðasta atvik (sem er eitt af mörgum) lagðist ég undir feld til að reyna að skilja þessi ofurýktu viðbrögð – því ég var með vinkonu mína mér við hlið og henni leið ekkert illa yfir því að maðurinn hennar arkaði á undan. Allt í einu lá þetta ljóst fyrir mér. Litla stúlkan í skóginum var enn hrædd um að verða skilin eftir. Ég held að við höfum öll sögu á bak við eigin tilfinningar og getum notað innsæi til að skilja þær – og hjálpað öðrum að skilja okkur. Nú veit ég að þegar ég finn mig aftur í sömu sporum þá getur hin fullorðna ég hughreyst þessa stuttu um að hún verði ekki skilin eftir, að hún sé ekki lengur týnd.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar