Farþegar á leið til Dublin og Gatwick illa upplýstir: „Mér fannst ég skilinn eftir einn til að þjást“ Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 25. mars 2019 19:57 Erfitt hefur reynst að ná tali af forsvarsmönnum WOW air til þess að fá nákvæmar upplýsingar um stöðu félagsins. Samkvæmt upplýsingum frá fréttastofu hefur starfsemi félagsins á Keflavíkurflugvelli verið nær eðlileg, ef frá eru taldar brottfarir til Dublin og London Gatwick. Þá ber einnig að nefna að tveimur flugferðum félagsins frá Gatwick til Keflavíkur hefur verið aflýst. Ferðamenn sem áttu bókuð flug héðan með WOW í dag segja farir sínar ekki sléttar. Samkvæmt samtölum fréttastofu við nokkra farþega hefur flugum félagsins frá Keflavík til Dublin og London Gatwick verið aflýst, eftir ítrekaðar frestanir. Fréttastofa náði tali af nokkrum svekktum farþegum í Leifsstöð þar sem þeir lýstu hrakförum sínum. Tiara Moriarty frá Írlandi átti bókað flug með WOW frá Keflavík til Dublin snemma í morgun. Við komuna á flugvöllinn var honum og ferðafélaga hennar tjáð að flugi þeirra hefði verið fresta til 20:50 um kvöldið. Þegar að innskráningu í flugið var komið var þeim þá tjáð að fluginu hefði verið aflýst. John Flannagan, einnig frá Írlandi, hafði svipaða sögu að segja en flugi hans til Írlands var ítrekað frestað og loks aflýst. Honum hafi þá verið bent á að mæta í annað flug á vellinum, en því hafi einnig verið aflýst. Azir Khan frá Kanada átti þá bókað flug frá Keflavík til London Gatwick. Hann sagði enga hjálp hafa verið að fá frá flugfélaginu „Þetta var mjög slæmt. Mér fannst ég skilinn eftir einn til að þjást. Þau [WOW] reyndu alls ekki að hjálpa mér. Þau buðu enga hóteldvöl eða neitt slíkt. Þau skildu okkur bara eftir hér [á Keflavíkurflugvelli].“ Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Öðru flugi WOW frá London aflýst Fluginu var aflýst vegna „takmarkana í rekstri.“ 25. mars 2019 18:53 Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54 Vandræði WOW air í heimspressunni Fjallað hefur verið um stöðuna hjá WOW air í erlendum fjölmiðlum í dag en Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri félagsins, reynir nú allt til þess að bjarga því frá gjaldþroti eftir að viðræðum við Icelandair um mögulega aðkomu að rekstri WOW var slitið um miðjan dag í gær. 25. mars 2019 15:51 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðarmót Neytendur Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira
Erfitt hefur reynst að ná tali af forsvarsmönnum WOW air til þess að fá nákvæmar upplýsingar um stöðu félagsins. Samkvæmt upplýsingum frá fréttastofu hefur starfsemi félagsins á Keflavíkurflugvelli verið nær eðlileg, ef frá eru taldar brottfarir til Dublin og London Gatwick. Þá ber einnig að nefna að tveimur flugferðum félagsins frá Gatwick til Keflavíkur hefur verið aflýst. Ferðamenn sem áttu bókuð flug héðan með WOW í dag segja farir sínar ekki sléttar. Samkvæmt samtölum fréttastofu við nokkra farþega hefur flugum félagsins frá Keflavík til Dublin og London Gatwick verið aflýst, eftir ítrekaðar frestanir. Fréttastofa náði tali af nokkrum svekktum farþegum í Leifsstöð þar sem þeir lýstu hrakförum sínum. Tiara Moriarty frá Írlandi átti bókað flug með WOW frá Keflavík til Dublin snemma í morgun. Við komuna á flugvöllinn var honum og ferðafélaga hennar tjáð að flugi þeirra hefði verið fresta til 20:50 um kvöldið. Þegar að innskráningu í flugið var komið var þeim þá tjáð að fluginu hefði verið aflýst. John Flannagan, einnig frá Írlandi, hafði svipaða sögu að segja en flugi hans til Írlands var ítrekað frestað og loks aflýst. Honum hafi þá verið bent á að mæta í annað flug á vellinum, en því hafi einnig verið aflýst. Azir Khan frá Kanada átti þá bókað flug frá Keflavík til London Gatwick. Hann sagði enga hjálp hafa verið að fá frá flugfélaginu „Þetta var mjög slæmt. Mér fannst ég skilinn eftir einn til að þjást. Þau [WOW] reyndu alls ekki að hjálpa mér. Þau buðu enga hóteldvöl eða neitt slíkt. Þau skildu okkur bara eftir hér [á Keflavíkurflugvelli].“
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Öðru flugi WOW frá London aflýst Fluginu var aflýst vegna „takmarkana í rekstri.“ 25. mars 2019 18:53 Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54 Vandræði WOW air í heimspressunni Fjallað hefur verið um stöðuna hjá WOW air í erlendum fjölmiðlum í dag en Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri félagsins, reynir nú allt til þess að bjarga því frá gjaldþroti eftir að viðræðum við Icelandair um mögulega aðkomu að rekstri WOW var slitið um miðjan dag í gær. 25. mars 2019 15:51 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðarmót Neytendur Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira
Öðru flugi WOW frá London aflýst Fluginu var aflýst vegna „takmarkana í rekstri.“ 25. mars 2019 18:53
Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54
Vandræði WOW air í heimspressunni Fjallað hefur verið um stöðuna hjá WOW air í erlendum fjölmiðlum í dag en Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri félagsins, reynir nú allt til þess að bjarga því frá gjaldþroti eftir að viðræðum við Icelandair um mögulega aðkomu að rekstri WOW var slitið um miðjan dag í gær. 25. mars 2019 15:51