Fundi aftur frestað vegna WOW air Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 26. mars 2019 11:07 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að loknum fundi hjá sáttasemjara í morgun. vísir/vilhelm Fundi í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins sem hófst klukkan 10 í morgun var frestað til morguns eftir tæplega klukkustundarlangan fund. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. „Fundi er frestað aftur þangað til á morgun að beiðni Samtaka atvinnulífsins vegna þess sem þau leggja mikla áherslu á það er staðan hjá WOW air,“ segir Sólveig Anna. Spurð hvort þau hafi þolinmæði gagnvart því að SA séu að fresta fundi vegna WOW air segir Sólveig Anna að sér finnist það undarlegt að slíkt sé gert. „Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólk þannig að já, ég verð að segja að mér finnst það pínku undarlegt að við getum enn eftir þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er þá erum við ekki enn farin að ræða launalið en við skulum sjá hvað gerist í dag.“ Hún segir að SA hafi lagt fram beiðni um að VR og Efling myndu fresta verkfallsaðgerðum sem eiga að hefjast í þessari viku. „En í ljósi þess að viðræður hafa ekkert mjakast þá er ekki forsenda til þess að okkar mati,“ segir Sólveig Anna. „Aðilar við samningaborðið voru bara sammála um það að það væri óvissa uppi núna í umhverfinu og efnahagslífinu þannig að það væri eðlilegt að hinkra aðeins og sjá hvernig það myndi þróast,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, í samtali við fréttastofu. Hvað verður því gefinn langur tími áður en þið getið farið að ræða launaliðinn? „Það fer bara eftir því hvernig hlutirnir þróast hér áfram þannig að ég vil ekki vera með einhverjar dagsetningar í því. Það er bara þannig að við sitjum við þetta samningaborð til þess að ljúka samningum. Það mun koma að þeim hlutum þegar við sjáum hvað við höfum úr að spila.“Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Áfram fundað í Karphúsinu Fundur í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 26. mars 2019 10:20 Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49 Segir VR ekki ætla að slá af kröfum sínum vegna stöðu WOW air Formaðurinn hefur áhyggjur af stöðu heimilanna fari allt á versta veg og því þurfi frekar að skerpa á kröfunum. 25. mars 2019 14:01 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Fundi í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins sem hófst klukkan 10 í morgun var frestað til morguns eftir tæplega klukkustundarlangan fund. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. „Fundi er frestað aftur þangað til á morgun að beiðni Samtaka atvinnulífsins vegna þess sem þau leggja mikla áherslu á það er staðan hjá WOW air,“ segir Sólveig Anna. Spurð hvort þau hafi þolinmæði gagnvart því að SA séu að fresta fundi vegna WOW air segir Sólveig Anna að sér finnist það undarlegt að slíkt sé gert. „Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólk þannig að já, ég verð að segja að mér finnst það pínku undarlegt að við getum enn eftir þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er þá erum við ekki enn farin að ræða launalið en við skulum sjá hvað gerist í dag.“ Hún segir að SA hafi lagt fram beiðni um að VR og Efling myndu fresta verkfallsaðgerðum sem eiga að hefjast í þessari viku. „En í ljósi þess að viðræður hafa ekkert mjakast þá er ekki forsenda til þess að okkar mati,“ segir Sólveig Anna. „Aðilar við samningaborðið voru bara sammála um það að það væri óvissa uppi núna í umhverfinu og efnahagslífinu þannig að það væri eðlilegt að hinkra aðeins og sjá hvernig það myndi þróast,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, í samtali við fréttastofu. Hvað verður því gefinn langur tími áður en þið getið farið að ræða launaliðinn? „Það fer bara eftir því hvernig hlutirnir þróast hér áfram þannig að ég vil ekki vera með einhverjar dagsetningar í því. Það er bara þannig að við sitjum við þetta samningaborð til þess að ljúka samningum. Það mun koma að þeim hlutum þegar við sjáum hvað við höfum úr að spila.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Áfram fundað í Karphúsinu Fundur í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 26. mars 2019 10:20 Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49 Segir VR ekki ætla að slá af kröfum sínum vegna stöðu WOW air Formaðurinn hefur áhyggjur af stöðu heimilanna fari allt á versta veg og því þurfi frekar að skerpa á kröfunum. 25. mars 2019 14:01 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Áfram fundað í Karphúsinu Fundur í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 26. mars 2019 10:20
Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49
Segir VR ekki ætla að slá af kröfum sínum vegna stöðu WOW air Formaðurinn hefur áhyggjur af stöðu heimilanna fari allt á versta veg og því þurfi frekar að skerpa á kröfunum. 25. mars 2019 14:01