Fundi aftur frestað vegna WOW air Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 26. mars 2019 11:07 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að loknum fundi hjá sáttasemjara í morgun. vísir/vilhelm Fundi í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins sem hófst klukkan 10 í morgun var frestað til morguns eftir tæplega klukkustundarlangan fund. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. „Fundi er frestað aftur þangað til á morgun að beiðni Samtaka atvinnulífsins vegna þess sem þau leggja mikla áherslu á það er staðan hjá WOW air,“ segir Sólveig Anna. Spurð hvort þau hafi þolinmæði gagnvart því að SA séu að fresta fundi vegna WOW air segir Sólveig Anna að sér finnist það undarlegt að slíkt sé gert. „Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólk þannig að já, ég verð að segja að mér finnst það pínku undarlegt að við getum enn eftir þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er þá erum við ekki enn farin að ræða launalið en við skulum sjá hvað gerist í dag.“ Hún segir að SA hafi lagt fram beiðni um að VR og Efling myndu fresta verkfallsaðgerðum sem eiga að hefjast í þessari viku. „En í ljósi þess að viðræður hafa ekkert mjakast þá er ekki forsenda til þess að okkar mati,“ segir Sólveig Anna. „Aðilar við samningaborðið voru bara sammála um það að það væri óvissa uppi núna í umhverfinu og efnahagslífinu þannig að það væri eðlilegt að hinkra aðeins og sjá hvernig það myndi þróast,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, í samtali við fréttastofu. Hvað verður því gefinn langur tími áður en þið getið farið að ræða launaliðinn? „Það fer bara eftir því hvernig hlutirnir þróast hér áfram þannig að ég vil ekki vera með einhverjar dagsetningar í því. Það er bara þannig að við sitjum við þetta samningaborð til þess að ljúka samningum. Það mun koma að þeim hlutum þegar við sjáum hvað við höfum úr að spila.“Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Áfram fundað í Karphúsinu Fundur í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 26. mars 2019 10:20 Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49 Segir VR ekki ætla að slá af kröfum sínum vegna stöðu WOW air Formaðurinn hefur áhyggjur af stöðu heimilanna fari allt á versta veg og því þurfi frekar að skerpa á kröfunum. 25. mars 2019 14:01 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Fundi í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins sem hófst klukkan 10 í morgun var frestað til morguns eftir tæplega klukkustundarlangan fund. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. „Fundi er frestað aftur þangað til á morgun að beiðni Samtaka atvinnulífsins vegna þess sem þau leggja mikla áherslu á það er staðan hjá WOW air,“ segir Sólveig Anna. Spurð hvort þau hafi þolinmæði gagnvart því að SA séu að fresta fundi vegna WOW air segir Sólveig Anna að sér finnist það undarlegt að slíkt sé gert. „Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólk þannig að já, ég verð að segja að mér finnst það pínku undarlegt að við getum enn eftir þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er þá erum við ekki enn farin að ræða launalið en við skulum sjá hvað gerist í dag.“ Hún segir að SA hafi lagt fram beiðni um að VR og Efling myndu fresta verkfallsaðgerðum sem eiga að hefjast í þessari viku. „En í ljósi þess að viðræður hafa ekkert mjakast þá er ekki forsenda til þess að okkar mati,“ segir Sólveig Anna. „Aðilar við samningaborðið voru bara sammála um það að það væri óvissa uppi núna í umhverfinu og efnahagslífinu þannig að það væri eðlilegt að hinkra aðeins og sjá hvernig það myndi þróast,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, í samtali við fréttastofu. Hvað verður því gefinn langur tími áður en þið getið farið að ræða launaliðinn? „Það fer bara eftir því hvernig hlutirnir þróast hér áfram þannig að ég vil ekki vera með einhverjar dagsetningar í því. Það er bara þannig að við sitjum við þetta samningaborð til þess að ljúka samningum. Það mun koma að þeim hlutum þegar við sjáum hvað við höfum úr að spila.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Áfram fundað í Karphúsinu Fundur í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 26. mars 2019 10:20 Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49 Segir VR ekki ætla að slá af kröfum sínum vegna stöðu WOW air Formaðurinn hefur áhyggjur af stöðu heimilanna fari allt á versta veg og því þurfi frekar að skerpa á kröfunum. 25. mars 2019 14:01 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Áfram fundað í Karphúsinu Fundur í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 26. mars 2019 10:20
Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49
Segir VR ekki ætla að slá af kröfum sínum vegna stöðu WOW air Formaðurinn hefur áhyggjur af stöðu heimilanna fari allt á versta veg og því þurfi frekar að skerpa á kröfunum. 25. mars 2019 14:01