Verkalýðsforingjar höfnuðu beiðni Samtaka atvinnulífsins um að fresta verkföllum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. mars 2019 18:30 Samningafundi í kjaraviðræðum sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins var frestað öðru sinni í dag vegna stöðu flugfélagsins WOW Air. Verkalýðsforingjar höfnuðu beiðni Samtök atvinnulífsins um að verkföllum, sem boðuð eru á fimmtudag og föstudag, yrði frestað. Fundur verkalýðsfélaganna sex, Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýnar á Húsavík við Samtök atvinnulífsins var boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun en fundinum í gær var frestað að ósk Samtaka atvinnulífsins vegna óvissunnar um framtíð WOW Air. Ljóst var strax í morgun að fundur aðila yrði ekki langur og um þrjátíu mínútum eftir að hann hófst var honum frestað til klukkan tvö á morgun á sömu forsendum og í gær.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VRVísir/VilhelmKom eitthvað nýtt fram á fundinum í dag? "Nei í sjálfu sér ekki, ekki nema það að SA fóru fram á að við myndum fresta verkfallsaðgerðum og því var auðsvarað að það komi ekki til greina nema að við fáum eitthvað að borðinu til þess að geta tekið afstöðu til, það er að segja launaliðinn og það hefur ekki enn gerst þrátt fyrir alla þessa fundi. Þetta var fimmtándi fundurinn okkar hjá Ríkissáttasemjara og við erum ekki enn kominn á þann stað sem að við teljum okkur þurfa til þess að geta tekið slíka afstöðu," segir Ragnar Þór, formaður VR. Óþolinmæði er farið að gæta hjá verkalýðsforystunni sökum þess að Samtök atvinnulífsins hafa ekki lagt fram launaliðinn.Hafið þið þolinmæði gagnvart því að Samtök atvinnulífsins séu að fresta fundi vegna óvissunnar um WOW Air? „Mér finnst það undarlegt, ég verð að segja það. Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólks. Já ég verð að segja að mér finnst það undarlegt að við getum ekki en eftir allan þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er frá því að samningar voru lausir að þá erum við ekki enn farin að ræða launalið,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/VilhelmBoðað tveggja sólarhringaverkfall Eflingar og VR hefst að óbreyttu á miðnætti annað kvöld og nær það til sömu starfsgreina og fóru í sólarhringsverkfalli á föstudag. Formenn VR og Eflingar eiga von á meiri hörku verði af verkfalli á fimmtudag og föstudag. „Við nýttum tímann mjög vel til þess að kortleggja aðgerðirnar síðast og sáum hvar brotalamir voru og hvar þarf að skerpa á verkfallsvörlsu og eftirliti," segir Ragnar. "Við höfum lýst því yfir að sökum fjölda þeirra verkfallsbrota sem voru framin ásamt þeirri andstöðu sem við mættum víðsvegar hjá atvinnurekendum að þá höfum við tekið þá ákvörðun að vera með mjög eflda verkfallsvörslu,“ segir Sólveig Anna. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Halldór benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsVísir/VilhelmFormaður Samtaka atvinnulífsins vonar að ef óvissan um framtíð WOW Air sé til staðar verði tekið tillit til þess að boðuðum verkfallsaðgerðum verði frestað. „Við lítum á það sem svona eðlilega og ábyrga aðgerð raunverulega að gefa færi á slíku,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Formaður VR: Auðsvarað hvort fresta eigi verkföllum Næsti fundur Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýn á Húsavík við Samtök atvinnulífsins er boðaður á morgun klukkan 14:00 26. mars 2019 12:23 Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Samningafundi í kjaraviðræðum sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins var frestað öðru sinni í dag vegna stöðu flugfélagsins WOW Air. Verkalýðsforingjar höfnuðu beiðni Samtök atvinnulífsins um að verkföllum, sem boðuð eru á fimmtudag og föstudag, yrði frestað. Fundur verkalýðsfélaganna sex, Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýnar á Húsavík við Samtök atvinnulífsins var boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun en fundinum í gær var frestað að ósk Samtaka atvinnulífsins vegna óvissunnar um framtíð WOW Air. Ljóst var strax í morgun að fundur aðila yrði ekki langur og um þrjátíu mínútum eftir að hann hófst var honum frestað til klukkan tvö á morgun á sömu forsendum og í gær.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VRVísir/VilhelmKom eitthvað nýtt fram á fundinum í dag? "Nei í sjálfu sér ekki, ekki nema það að SA fóru fram á að við myndum fresta verkfallsaðgerðum og því var auðsvarað að það komi ekki til greina nema að við fáum eitthvað að borðinu til þess að geta tekið afstöðu til, það er að segja launaliðinn og það hefur ekki enn gerst þrátt fyrir alla þessa fundi. Þetta var fimmtándi fundurinn okkar hjá Ríkissáttasemjara og við erum ekki enn kominn á þann stað sem að við teljum okkur þurfa til þess að geta tekið slíka afstöðu," segir Ragnar Þór, formaður VR. Óþolinmæði er farið að gæta hjá verkalýðsforystunni sökum þess að Samtök atvinnulífsins hafa ekki lagt fram launaliðinn.Hafið þið þolinmæði gagnvart því að Samtök atvinnulífsins séu að fresta fundi vegna óvissunnar um WOW Air? „Mér finnst það undarlegt, ég verð að segja það. Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólks. Já ég verð að segja að mér finnst það undarlegt að við getum ekki en eftir allan þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er frá því að samningar voru lausir að þá erum við ekki enn farin að ræða launalið,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/VilhelmBoðað tveggja sólarhringaverkfall Eflingar og VR hefst að óbreyttu á miðnætti annað kvöld og nær það til sömu starfsgreina og fóru í sólarhringsverkfalli á föstudag. Formenn VR og Eflingar eiga von á meiri hörku verði af verkfalli á fimmtudag og föstudag. „Við nýttum tímann mjög vel til þess að kortleggja aðgerðirnar síðast og sáum hvar brotalamir voru og hvar þarf að skerpa á verkfallsvörlsu og eftirliti," segir Ragnar. "Við höfum lýst því yfir að sökum fjölda þeirra verkfallsbrota sem voru framin ásamt þeirri andstöðu sem við mættum víðsvegar hjá atvinnurekendum að þá höfum við tekið þá ákvörðun að vera með mjög eflda verkfallsvörslu,“ segir Sólveig Anna. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Halldór benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsVísir/VilhelmFormaður Samtaka atvinnulífsins vonar að ef óvissan um framtíð WOW Air sé til staðar verði tekið tillit til þess að boðuðum verkfallsaðgerðum verði frestað. „Við lítum á það sem svona eðlilega og ábyrga aðgerð raunverulega að gefa færi á slíku,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Formaður VR: Auðsvarað hvort fresta eigi verkföllum Næsti fundur Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýn á Húsavík við Samtök atvinnulífsins er boðaður á morgun klukkan 14:00 26. mars 2019 12:23 Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Formaður VR: Auðsvarað hvort fresta eigi verkföllum Næsti fundur Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýn á Húsavík við Samtök atvinnulífsins er boðaður á morgun klukkan 14:00 26. mars 2019 12:23
Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07