Forstjóri Isavia segir horft til viðskiptahagsmuna í samskiptum við flugfélög Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2019 20:00 Forstjóri Isavia segir mikilvægt að fyrirtækið miði allar aðgerðir sínar við þá viðskiptahagsmuni sem í húfi séu þegar flugfélög greiði ekki reikninga á réttum tíma. Stjórnendur WOW Air halda áfram tilraunum til að auka hlutafé félagsins en þótt tvær flugvélar þess hafi verið kyrrsettar af eigendum er flogið samkvæmt áætlun. Upplýsingafulltrúi WOW staðfesti við Vísi í dag að tvær flugvélar félagsins hafi verið kyrrsettar af eigendum þeirra í vikunni. Önnur á Montréal þar sem hún var í áætlanaflugi og hin á Miami þar sem hún var í leiguverkefnum. Hins vegar séu leigusamningar enn í gildi og eigandi flugvélanna sýni skilning á þeirri endurskipulagningu sem nú fari fram á rekstri WOW. Ááætlunarflug til Montréal sé nú sinnt með öðrum flugvélum í flotanum en áhöfn í leiguflugi milli Miami og Kúbu hafi verið kölluð heim. Isavia hefur hvorki staðfest né neitað því að þess sé krafist að ein af flugvélum WOW sé ætíð staðsett á Keflavíkurflugvelli vegna skulda félagsins og hefur Isavia ekki veitt neinar upplýsingar um skuldastöðu flugfélagsins við Isavia. Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia ræddi samskipti flugfélaga við fyrirtækið hins vegar almennt á ársfundi Isavia á fimmtudag í síðustu viku. „Þegar flugfélög greiða ekki reikninga á réttum tíma þá er mikilvægt að miða aðgerðir við þá viðskiptahagsmuni sem í húfi eru. Þá er einnig afar mikilvægt fyrir hlutafélag í opinberri eigu, eins og Isavia, að taka ákvarðanir eins og upplýstur einkafjárfestir,” sagði Björn Óli í ræðu á aðalfundinum hinn 21. mars. Í gegnum tíðina hafi Isavia og forverar þess staðið með ýmsum hætti við bakið á sínum viðskiptavinum. „Við sem þjónustufyrirtæki í ferðaþjónustu munum halda áfram að byggja upp og viðhalda traustu viðskiptasambandi við okkar viðskiptavini, og aftur með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi,” sagði Björn Óli. Þegar Isavia kyrrsetti flugvél Air Berlin árið 2017 vegna vangoldinna gjalda var flugfélagið formlega komið í greiðsluþrot. Það á ekki við um WOW sem samdi við hluta kröfuhafa sinna í gær um að breyta skuldum í hlutafé og vinnur nú að öflun aukins hlutjár upp á um fimm milljarða króna. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Forstjóri Isavia segir mikilvægt að fyrirtækið miði allar aðgerðir sínar við þá viðskiptahagsmuni sem í húfi séu þegar flugfélög greiði ekki reikninga á réttum tíma. Stjórnendur WOW Air halda áfram tilraunum til að auka hlutafé félagsins en þótt tvær flugvélar þess hafi verið kyrrsettar af eigendum er flogið samkvæmt áætlun. Upplýsingafulltrúi WOW staðfesti við Vísi í dag að tvær flugvélar félagsins hafi verið kyrrsettar af eigendum þeirra í vikunni. Önnur á Montréal þar sem hún var í áætlanaflugi og hin á Miami þar sem hún var í leiguverkefnum. Hins vegar séu leigusamningar enn í gildi og eigandi flugvélanna sýni skilning á þeirri endurskipulagningu sem nú fari fram á rekstri WOW. Ááætlunarflug til Montréal sé nú sinnt með öðrum flugvélum í flotanum en áhöfn í leiguflugi milli Miami og Kúbu hafi verið kölluð heim. Isavia hefur hvorki staðfest né neitað því að þess sé krafist að ein af flugvélum WOW sé ætíð staðsett á Keflavíkurflugvelli vegna skulda félagsins og hefur Isavia ekki veitt neinar upplýsingar um skuldastöðu flugfélagsins við Isavia. Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia ræddi samskipti flugfélaga við fyrirtækið hins vegar almennt á ársfundi Isavia á fimmtudag í síðustu viku. „Þegar flugfélög greiða ekki reikninga á réttum tíma þá er mikilvægt að miða aðgerðir við þá viðskiptahagsmuni sem í húfi eru. Þá er einnig afar mikilvægt fyrir hlutafélag í opinberri eigu, eins og Isavia, að taka ákvarðanir eins og upplýstur einkafjárfestir,” sagði Björn Óli í ræðu á aðalfundinum hinn 21. mars. Í gegnum tíðina hafi Isavia og forverar þess staðið með ýmsum hætti við bakið á sínum viðskiptavinum. „Við sem þjónustufyrirtæki í ferðaþjónustu munum halda áfram að byggja upp og viðhalda traustu viðskiptasambandi við okkar viðskiptavini, og aftur með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi,” sagði Björn Óli. Þegar Isavia kyrrsetti flugvél Air Berlin árið 2017 vegna vangoldinna gjalda var flugfélagið formlega komið í greiðsluþrot. Það á ekki við um WOW sem samdi við hluta kröfuhafa sinna í gær um að breyta skuldum í hlutafé og vinnur nú að öflun aukins hlutjár upp á um fimm milljarða króna.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira