Bein áhrif á 2700 farþega Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. mars 2019 10:46 Sigurður Ingi Jóhannsson að loknum ráðherrafundi í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, áætlar að fall WOW air hafi bein áhrif á um 2700 farþega. Búið er að virkja viðbragðsáætlun stjórnvalda vegna stöðunnar sem upp er komin. Í samtali við fréttastofu að loknum ráðherrafundi í Stjórnarráðinu sagði Sigurður að viðbragðsáætlun stjórnvalda felist ekki síst í því að fá önnur flugfélög til að aðstoða við flutning á strandaglópum. Þeir séu 4000 í heildina en þar af séu 1300 svokallaðir „transit-farþegar,“ því hafi örlög WOW bein áhrif á 2700 manns sem fyrr segir.Tilkynning á vef Icelandair um björgunarfargjöldin sem Sigurður vísar til.Icelandair hafi til að mynda boðið farþegum svokölluð björgunarfargjöld, auk þess sem hluti þeirra sem fastir voru á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi fengið að fljúga með vélum félagsins. Easyjet hafi gert slíkt hið sama og segist Sigurðar búast við að fleiri flugfélög fylgi í kjölfarið. Þá sé áætlunin einnig fólgin í því að „bæta upplifun“ þeirra sem farþega sem eru fastir, sú vinna sé unnin á vegum ferðamálaráðuneytisins. Hann fór ekki nánar út í þá sálma í samtali við fréttastofu í morgun. Sigurður sagði hug ríkisstjórnarinnar ekki síst vera hjá starfsmönnum WOW air sem missa vinnuna - „og hafa unnið nótt sem nýtan dag við að bjarga félaginu,“ það hafi hins vegar verið vonbrigði að það hafi ekki tekist. Efnahagsstaðan á Íslandi sé hins vegar sterk, þó svo að það sé áskorun fólgin í þeirri stöðu sem upp sé komin „þá munum við takast á við hana,“ segir Sigurður Ingi. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 Aukafréttatími Stöðvar 2 í hádeginu Aukafréttatími vegna gjaldþrots WOW air verður á Stöð 2 í hádeginu. 28. mars 2019 10:11 Ráðherrar funda vegna WOW air Fundað er í stjórnarráðinu vegna tíðinda dagsins. 28. mars 2019 09:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, áætlar að fall WOW air hafi bein áhrif á um 2700 farþega. Búið er að virkja viðbragðsáætlun stjórnvalda vegna stöðunnar sem upp er komin. Í samtali við fréttastofu að loknum ráðherrafundi í Stjórnarráðinu sagði Sigurður að viðbragðsáætlun stjórnvalda felist ekki síst í því að fá önnur flugfélög til að aðstoða við flutning á strandaglópum. Þeir séu 4000 í heildina en þar af séu 1300 svokallaðir „transit-farþegar,“ því hafi örlög WOW bein áhrif á 2700 manns sem fyrr segir.Tilkynning á vef Icelandair um björgunarfargjöldin sem Sigurður vísar til.Icelandair hafi til að mynda boðið farþegum svokölluð björgunarfargjöld, auk þess sem hluti þeirra sem fastir voru á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi fengið að fljúga með vélum félagsins. Easyjet hafi gert slíkt hið sama og segist Sigurðar búast við að fleiri flugfélög fylgi í kjölfarið. Þá sé áætlunin einnig fólgin í því að „bæta upplifun“ þeirra sem farþega sem eru fastir, sú vinna sé unnin á vegum ferðamálaráðuneytisins. Hann fór ekki nánar út í þá sálma í samtali við fréttastofu í morgun. Sigurður sagði hug ríkisstjórnarinnar ekki síst vera hjá starfsmönnum WOW air sem missa vinnuna - „og hafa unnið nótt sem nýtan dag við að bjarga félaginu,“ það hafi hins vegar verið vonbrigði að það hafi ekki tekist. Efnahagsstaðan á Íslandi sé hins vegar sterk, þó svo að það sé áskorun fólgin í þeirri stöðu sem upp sé komin „þá munum við takast á við hana,“ segir Sigurður Ingi.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 Aukafréttatími Stöðvar 2 í hádeginu Aukafréttatími vegna gjaldþrots WOW air verður á Stöð 2 í hádeginu. 28. mars 2019 10:11 Ráðherrar funda vegna WOW air Fundað er í stjórnarráðinu vegna tíðinda dagsins. 28. mars 2019 09:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08
WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42
Aukafréttatími Stöðvar 2 í hádeginu Aukafréttatími vegna gjaldþrots WOW air verður á Stöð 2 í hádeginu. 28. mars 2019 10:11