Fljúga alls 7500 strandaglópum heim í kjölfar „sorgardags í íslenskri flugsögu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2019 18:28 Viðræðum félaganna er lokið. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. Þetta kom fram í máli Boga Nils Bogasonar forstjóra Icelandair í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Bogi ítrekaði að hugur fyrirtækisins væri hjá starfsfólki WOW air og fjölskyldum þeirra á þessum „sorgardegi í íslenskri flugsögu“.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/ArnarLíkt og greint var frá í dag virkjaði Icelandair strax viðbragðsáætlun þegar fréttir bárust af gjaldþroti WOW air. Áætlunin snýr að því að hjálpa farþegum og áhöfn WOW air til síns heima, þ.e. bæði frá Íslandi og til Íslands. Samtals er gert ráð fyrir að um 7500 einstaklingum verði flogið til síns heima í dag og næstu daga. Áhafnarmeðlimirnir eru um hundrað talsins en þeir munu komast til síns heima, sér að kostnaðarlausu, að sögn Boga. „Síðast þegar ég frétti eru um hundrað áhafnarmeðlimir Wow air, sem eru allir áhafnarmeðlimir sem voru úti, komnir með sæti í okkar vélum.“Ekki staðið fyrir neinum verðhækkunum Þá hefur nokkuð borið á umræðu um verðhækkun á flugmiðum hjá Icelandair í kjölfar gjaldþrots Wow air. Samfélagsmiðlanotendur hafa margir lýst yfir óánægju með slíkar hækkanir en Bogi sagði engar breytingar hafa verið gerðar á verðlagningu Icelandair. „Við höfum verið að bjóða farþegum sem eru strandaðir sérfargjöld, bæði til Evrópu og Norður-Ameríku og hingað heim, þannig að það hafa engar hækkanir átt sér stað hjá okkur hvað varðar flugmiðaverð,“ sagði Bogi. Verðlagsbreytingar sem neytendur gætu hafa orðið varir við eigi sér eðlilegar skýringar, líkt og fjallað hefur verið um fyrr í dag. „En það er þannig í rekstri flugfélaga að þegar flugvélar eru að fyllast og mjög fá sæti eftir að síðustu sætin eru alltaf dýrust. Og bókunarflæðið hefur verið mjög sterkt síðustu daga, bæði í gær og í dag, þannig að vélar eru að fyllast hjá okkur og síðustu sætin eftir og síðustu „klassarnir“. Sem þýðir að í einhverjum tilvikum er fólk að sjá hærra verð í gær en í dag á sama fluginu, það er bara af því að það er kannski bara eitt eða tvö sæti eftir.“Viðtalið við Boga má hlusta á í heild hér í spilaranum hér að neðan. Fréttir af flugi Icelandair Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“ Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. 28. mars 2019 11:53 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Stofnandi Iceland Express: Hér verða að vera tvö flugfélög Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air. 28. mars 2019 18:09 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. Þetta kom fram í máli Boga Nils Bogasonar forstjóra Icelandair í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Bogi ítrekaði að hugur fyrirtækisins væri hjá starfsfólki WOW air og fjölskyldum þeirra á þessum „sorgardegi í íslenskri flugsögu“.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/ArnarLíkt og greint var frá í dag virkjaði Icelandair strax viðbragðsáætlun þegar fréttir bárust af gjaldþroti WOW air. Áætlunin snýr að því að hjálpa farþegum og áhöfn WOW air til síns heima, þ.e. bæði frá Íslandi og til Íslands. Samtals er gert ráð fyrir að um 7500 einstaklingum verði flogið til síns heima í dag og næstu daga. Áhafnarmeðlimirnir eru um hundrað talsins en þeir munu komast til síns heima, sér að kostnaðarlausu, að sögn Boga. „Síðast þegar ég frétti eru um hundrað áhafnarmeðlimir Wow air, sem eru allir áhafnarmeðlimir sem voru úti, komnir með sæti í okkar vélum.“Ekki staðið fyrir neinum verðhækkunum Þá hefur nokkuð borið á umræðu um verðhækkun á flugmiðum hjá Icelandair í kjölfar gjaldþrots Wow air. Samfélagsmiðlanotendur hafa margir lýst yfir óánægju með slíkar hækkanir en Bogi sagði engar breytingar hafa verið gerðar á verðlagningu Icelandair. „Við höfum verið að bjóða farþegum sem eru strandaðir sérfargjöld, bæði til Evrópu og Norður-Ameríku og hingað heim, þannig að það hafa engar hækkanir átt sér stað hjá okkur hvað varðar flugmiðaverð,“ sagði Bogi. Verðlagsbreytingar sem neytendur gætu hafa orðið varir við eigi sér eðlilegar skýringar, líkt og fjallað hefur verið um fyrr í dag. „En það er þannig í rekstri flugfélaga að þegar flugvélar eru að fyllast og mjög fá sæti eftir að síðustu sætin eru alltaf dýrust. Og bókunarflæðið hefur verið mjög sterkt síðustu daga, bæði í gær og í dag, þannig að vélar eru að fyllast hjá okkur og síðustu sætin eftir og síðustu „klassarnir“. Sem þýðir að í einhverjum tilvikum er fólk að sjá hærra verð í gær en í dag á sama fluginu, það er bara af því að það er kannski bara eitt eða tvö sæti eftir.“Viðtalið við Boga má hlusta á í heild hér í spilaranum hér að neðan.
Fréttir af flugi Icelandair Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“ Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. 28. mars 2019 11:53 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Stofnandi Iceland Express: Hér verða að vera tvö flugfélög Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air. 28. mars 2019 18:09 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“ Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. 28. mars 2019 11:53
Stofnandi Iceland Express: Hér verða að vera tvö flugfélög Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air. 28. mars 2019 18:09