Neyðaráætlanir víða virkjaðar vegna gjaldþrots WOW Heimir Már Pétursson skrifar 28. mars 2019 20:30 Neyðaráætlanir voru virkjaðar víðsvegar í dag vegna þúsunda farþega WOW air sem urðu strandaglópar eftir að félagið varð gjaldþrota og lagði þar með niður starfsemi í morgun. Ráðherrar komu saman í forsætisráðuneytinu og flugfélög buðu farþegum WOW upp á sérfargjöld. Legið hefur fyrir undanfarnar vikur að stjórnendur WOW Air réru lífróður til að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Eftir að stórir kröfuhafar samþykktu í fyrradag að breyta skuldum í hlutafé og leit hófst að nýjum fjárfestum til að leggja til aukið hlutafé upp á um fimm milljarða kviknaði veik von um að það tækist að bjarga félaginu. Flestir fóru því að sofa í gærkvöldi nokkuð öryggir um að félagið héldi velli í einhverja daga til viðbótar að minnsta kosti. Upp úr miðnætti bárust fyrstur fréttir um kyrrsetningu flugvélar WOW í Montréal í Kanda og síðar um nóttina að sjö flugfélar WOW hefðu verið kyrrsettar í Bandaríkjunum og Kanada. Um klukkan þrjú í nótt kom tilkynning frá WOW um að félagið væri á lokametrunum að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp en allt flug hefði verið stöðvað þangað til þeir samningar yrðu kláraðir. Það var því greinilega enn haldið í vonina á þessum tímapunkti þar sem boðað var að nánari upplýsingar yrðu gefnar klukkan níu í morgun. En töluvert áður en klukkan sló níu komu tilkynningar á vefsíðum flugfélagsins og Samgöngustofu um að félagið væri hætt allri starfsemi.Ráðherrar á neyðarfundi Stjórnvöld hafa fylgst með þróun mála undanfarna mánuði og strax upp úr klukkan níu kom hluti ríkisstjórnarinnar saman í forsætisráðuneytinu, þeirra á meðal Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Þessi staða sem upp er komin, kom hún á óvart?„Ég vil nú fyrst og fremst fá tækifæri til að fara yfir þetta. Ég skal veita viðtal síðar í dag. En við erum auðvitað búin að vera að undirbúa meðal annars þessa niðurstöðu í mjög langan tíma. Mér er sagt að þú sért sá ráðherra sem fari með viðbragðsáætlun stjórnvalda.”Er þegar búi að virkja hana?„Já,” sagði samgönguráðherra á leið til fundar með forsætisráðherra, fjármálaráðherra og ferðamálaráðherra. Þegar þarna var komið var komið hafði örvænting gripið um sig hjá mörgum þeirra að minnsta kosti þrjú þúsund farþega sem áttu bókað far með WOW ýmist hér á landi eða vestan hafs sem höfðu þá fengið takmarkaðar upplýsingar. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir atburðarásina hafa verið hraða á lokametrunum. „Það hefur margt gerst á milli klukkustunda sem hafa liðið. Þannig að í gærkvöldi vissum við að þau væru enn að berjast og reyna að ná þessu. Svo kom í ljós þegar maður vaknaði snemma í morgun að það hafði ekki tekist,” segir Þórdís Kolbrún. Önnur flugfélög koma til aðstoðar En strax snemma í morgun hafði IATA alþjóðasamtök flugfélaga sent út tilkynningu um gjaldþrot WOW með tilmælum til annarra flugfélaga um að aðstoða farþega félagsins við að koma þeim til áfangastaða sinna á sérkjörum. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið hafa byrjað að aðstoða farþega strax í morgun. „Ég vil byrja á að segja að þetta er sorgardagur í fluggeiranum á Íslandi og hugur okkar er hjá starfsfólki WOW air. En strax í morgun virkjuðum við okkar viðbragðsáætlun sem felst í því að bjóða farþegum WOW upp á sérfargjöld. Jafnframt höfum við verið að vinna í því að aðstoða við að koma áhöfnum WOW air til síns heima þeim að kostnaðarlausu,” sagði Bogi Nils. Farþegar WOW njóta sérkjara hjá Icelandair næstu tvær vikurnar með framvísun farseðla en löng röð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair og annarra félaga í flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir „WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. 28. mars 2019 19:30 Gjaldþrot WOW hefur áhrif á tekjuáætlun ríkissjóðs Leiðtogar stjórnarflokkanna segja gjaldþrot WOW vissulega vera áfall en efnahagsleg áhrif verði væntanlega minni en áður hafi verið talið. 28. mars 2019 20:00 Fljúga alls 7500 strandaglópum heim í kjölfar „sorgardags í íslenskri flugsögu“ Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. 28. mars 2019 18:28 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Sjá meira
Neyðaráætlanir voru virkjaðar víðsvegar í dag vegna þúsunda farþega WOW air sem urðu strandaglópar eftir að félagið varð gjaldþrota og lagði þar með niður starfsemi í morgun. Ráðherrar komu saman í forsætisráðuneytinu og flugfélög buðu farþegum WOW upp á sérfargjöld. Legið hefur fyrir undanfarnar vikur að stjórnendur WOW Air réru lífróður til að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Eftir að stórir kröfuhafar samþykktu í fyrradag að breyta skuldum í hlutafé og leit hófst að nýjum fjárfestum til að leggja til aukið hlutafé upp á um fimm milljarða kviknaði veik von um að það tækist að bjarga félaginu. Flestir fóru því að sofa í gærkvöldi nokkuð öryggir um að félagið héldi velli í einhverja daga til viðbótar að minnsta kosti. Upp úr miðnætti bárust fyrstur fréttir um kyrrsetningu flugvélar WOW í Montréal í Kanda og síðar um nóttina að sjö flugfélar WOW hefðu verið kyrrsettar í Bandaríkjunum og Kanada. Um klukkan þrjú í nótt kom tilkynning frá WOW um að félagið væri á lokametrunum að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp en allt flug hefði verið stöðvað þangað til þeir samningar yrðu kláraðir. Það var því greinilega enn haldið í vonina á þessum tímapunkti þar sem boðað var að nánari upplýsingar yrðu gefnar klukkan níu í morgun. En töluvert áður en klukkan sló níu komu tilkynningar á vefsíðum flugfélagsins og Samgöngustofu um að félagið væri hætt allri starfsemi.Ráðherrar á neyðarfundi Stjórnvöld hafa fylgst með þróun mála undanfarna mánuði og strax upp úr klukkan níu kom hluti ríkisstjórnarinnar saman í forsætisráðuneytinu, þeirra á meðal Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Þessi staða sem upp er komin, kom hún á óvart?„Ég vil nú fyrst og fremst fá tækifæri til að fara yfir þetta. Ég skal veita viðtal síðar í dag. En við erum auðvitað búin að vera að undirbúa meðal annars þessa niðurstöðu í mjög langan tíma. Mér er sagt að þú sért sá ráðherra sem fari með viðbragðsáætlun stjórnvalda.”Er þegar búi að virkja hana?„Já,” sagði samgönguráðherra á leið til fundar með forsætisráðherra, fjármálaráðherra og ferðamálaráðherra. Þegar þarna var komið var komið hafði örvænting gripið um sig hjá mörgum þeirra að minnsta kosti þrjú þúsund farþega sem áttu bókað far með WOW ýmist hér á landi eða vestan hafs sem höfðu þá fengið takmarkaðar upplýsingar. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir atburðarásina hafa verið hraða á lokametrunum. „Það hefur margt gerst á milli klukkustunda sem hafa liðið. Þannig að í gærkvöldi vissum við að þau væru enn að berjast og reyna að ná þessu. Svo kom í ljós þegar maður vaknaði snemma í morgun að það hafði ekki tekist,” segir Þórdís Kolbrún. Önnur flugfélög koma til aðstoðar En strax snemma í morgun hafði IATA alþjóðasamtök flugfélaga sent út tilkynningu um gjaldþrot WOW með tilmælum til annarra flugfélaga um að aðstoða farþega félagsins við að koma þeim til áfangastaða sinna á sérkjörum. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið hafa byrjað að aðstoða farþega strax í morgun. „Ég vil byrja á að segja að þetta er sorgardagur í fluggeiranum á Íslandi og hugur okkar er hjá starfsfólki WOW air. En strax í morgun virkjuðum við okkar viðbragðsáætlun sem felst í því að bjóða farþegum WOW upp á sérfargjöld. Jafnframt höfum við verið að vinna í því að aðstoða við að koma áhöfnum WOW air til síns heima þeim að kostnaðarlausu,” sagði Bogi Nils. Farþegar WOW njóta sérkjara hjá Icelandair næstu tvær vikurnar með framvísun farseðla en löng röð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair og annarra félaga í flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir „WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. 28. mars 2019 19:30 Gjaldþrot WOW hefur áhrif á tekjuáætlun ríkissjóðs Leiðtogar stjórnarflokkanna segja gjaldþrot WOW vissulega vera áfall en efnahagsleg áhrif verði væntanlega minni en áður hafi verið talið. 28. mars 2019 20:00 Fljúga alls 7500 strandaglópum heim í kjölfar „sorgardags í íslenskri flugsögu“ Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. 28. mars 2019 18:28 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Sjá meira
„WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. 28. mars 2019 19:30
Gjaldþrot WOW hefur áhrif á tekjuáætlun ríkissjóðs Leiðtogar stjórnarflokkanna segja gjaldþrot WOW vissulega vera áfall en efnahagsleg áhrif verði væntanlega minni en áður hafi verið talið. 28. mars 2019 20:00
Fljúga alls 7500 strandaglópum heim í kjölfar „sorgardags í íslenskri flugsögu“ Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. 28. mars 2019 18:28