Segir verkföllin leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ Sylvía Hall skrifar 10. mars 2019 11:44 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Vísir/Vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdarstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir komandi verkfallsaðgerðir leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ og hann telur ekki vera grundvöll til staðar fyrir slíkum aðgerðum. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar, og Jóhannes Þór ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. Fyrstu verkfallsaðgerðir hófust síðasta föstudag þegar um sjöhundruð félagsmenn Eflingar lögðu niður störf á hótelum borgarinnar. Viðar segist allt stefna í að frekari vinnustöðvanir verði samþykktar á meðal félagsmanna í ljósi þess að sú síðasta hafi verið samþykkt með yfir 90% atkvæða. Næstu aðgerðir munu beinast að fjörutíu stærstu hótelum á félagssvæðum Eflingar og VR á höfuðborgarsvæðinu og öllum hópbifreiðarfyrirtækjum.Verkfallið á föstudaginn forsmekkur fyrir því sem koma skal Fari svo að samningar náist ekki tekur við allsherjarverkfall frá og með 1. maí. Jóhannes Þór segir margt benda til þess að svo verði raunin. „Eins og staðan er núna verðum við einfaldlega að horfast í augu við það að það er líklegt að þetta gerist ef það verða engar snöggar vendingar á því sem er að gerast við samningaborðið.“ „Við erum náttúrulega að horfa inn í þá framtíð sem er ekkert sérstaklega falleg. Verkfallið sem var á föstudaginn var svona forsmekkur, eins dags verkfall þar sem fyrirtækin sem um ræddi voru búin að ná að undirbúa sig nokkuð vel og það hafi náðst að fara svona þokkalega í gegnum það, svona eins þokkalega og hægt var,“ sagði Jóhannes Þór en bætti við að það væri alltaf tap af slíkum aðgerðum. „Það sem við horfum fram á núna á næstunni, það er ekkert hægt að lýsa því öðruvísi en sem hamförum í ferðaþjónustunni.“Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar. Vísir/Vilhelm„Láglaunastefnan kostar“ Viðar segir fyrirtækin verða að horfast í augu við það að fyrirhugaðar aðgerðir séu afleiðingar þess að fólk hafi þurft að lifa á lægstu mögulegu launum í langan tíma með mikilli vinnu. Láglaunastefnan kosti þannig fyrirtækin alltaf á endanum. „Fólk á lægstu launum á Íslandi í dag, það getur einfaldlega ekki lifað af þeim og hefur þurft að búa við þessar afleiðingar og þær hægfara hamfarir sem það leiðir til fyrir vinnandi fólk að geta ekki framfleytt sér, að geta ekki boðið sjálfum sér og börnum sínum mannsæmandi líf.“ Þá segir hann verkfallsaðgerðirnar vel skipulagðar enda liggi það í augum uppi að þær séu til þess fallnar að þrýsta frekar á samningaviðræður. Hann efast um að það væri til sú aðgerðaráætlun sem SA og SAF myndi hugnast betur en önnur. „Við horfum að sjálfsögðu á það hvaða áhrif verkfallsaðgerðin hefur og það er mat sem við neyðumst til þess að gera, ákveðið herfræðilegt mat. Við horfum á hvað við eigum í okkar verkfallssjóðum og við horfum á það líka hversu margir einstaklingar fara í verkfallið og alla þessa þætti.“ Hann segir mikinn vilja hafa verið á meðal starfsmanna í ferðaþjónustunni að grípa til aðgerða. „Við horfum auðvitað líka á það að sumir geirar eru þess eðlis að þar er bara meiri vilji og fólk er tilbúnara í aðgerðirnar og það er eitthvað sem við höfum fundið mjög skýrt bæði hjá hópbifreiðarstjórunum og starfsfólki hótela í gegnum vinnustaðafundi og samskipti við trúnaðarmenn okkar á síðustu vikum og mánuðum, og í raun og veru síðasta árið.“ „Við finnum að þarna er hljómgrunnur, fólk er búið að fá nóg og er tilbúið að láta til sín taka,“ segir Viðar og bætir við að aðgerðin 8. mars hafi undirstrikað það mjög skýrt. Kristján bendir á að fleiri séu á markaðinum en einungis íslensk fyrirtæki og spyr hvort slíkar aðgerðir geti grafið undan félagsmönnum Eflingar. Viðar segir slíkt vel geta vera enda hafi hnattvæðingin ekki skilað miklum ábata fyrir verkafólk. „Ég held að við í verkalýðshreyfingunni ætlum nú ekki skyndilega að fara axla ábyrgð á þeirri tilhögun mála, hvernig kapítalisminn „fúnkerar“ og samkeppnisumhverfið,“ segir Viðar en bætir við að það hafi alltaf verið stefna verkalýðsfélaganna að taka skýra afstöðu gegn félagslegum undirboðum og það sama hafi verið upp á teningnum á meðal forsvarsmanna rútufyrirtækjanna.Verkföllin strax farin að valda tjóni „Þegar sagt er að verkföll eigi að bíta þá þýðir það einfaldlega að þau séu hönnuð til þess að valda tjóni,“ segir Jóhannes Þór. Þá segir hann aðgerðirnar strax farnar að valda tjóni þrátt fyrir að ekki sé búið að greiða atkvæði um þær og nefnir rútufyrirtæki sem strax sé búið að tapa um þrjátíu hópum. „Svona tjón hefur áhrif á margvíslegan máta og fyrir þetta fyrirtæki þýðir þetta einfaldlega að fimm störf bílstjóra tapast.“ Hann bætir við að verkföll séu hluti af vinnulöggjöfinni og réttur starfandi fólks. Þó hann sé ekki sammála aðgerðunum geti allir verið sammála um að bæta þurfi kjör þeirra lægst launuðu en efast um að launahækkanir séu leiðin til þess ef verðbólga taki við í kjölfarið. „Á síðasta kjarasamningatímabili hækkuðu laun að meðaltali um þrjátíu prósent, lægstu launin hækkuðu að meðaltali um fjörutíu prósent, kaupmáttur hefur hækkað fordæmalaust hérna á undanförnum árum og staðan er núna þannig að Ísland er með kaupmáttarleiðréttum samanburði með þriðju hæstu lágmarkslaun í OECD. Þegar maður segir kaupmáttarleiðrétt, þá er búið að taka inn í hvað kostar að lifa og það er jú það sem skiptir mestu máli.“ Hann segir launavísitölu hafa hækkað um 75% frá árinu 2010 og því hafi launakostnaður fyrirtækja hækkað í sama hlutfalli. Hann segir í ljósi þess ekki vera grundvöll til þess að grípa til aðgerða. „Verkföll munu ekki skapa verðmæti, það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því.“ Þá segir hann fólk þurfa að spyrja sig að því hver eigi að koma til með að greiða fyrir þessar launahækkanir og hverjum þær verða til góða. „Ég held að spurningin sem við verðum að svara hérna er: „Munu tugprósenta launahækkanir leiða til tugprósenta kaupmáttaraukningu fyrir fólk?“ því það er eina sem skiptir máli.“ Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Sprengisandur Verkföll 2019 Tengdar fréttir Fyrsta degi verkfallsaðgerða lokið Verkfalli hótelþerna sem eru félagsmenn í Eflingu lauk nú á miðnætti. Þar með er fyrsta degi verkfallsaðgerða félagsins lokið. 9. mars 2019 00:03 Segir hótelin ofurseld VR og Eflingu Verkfallið í dag og fyrirhugaðar aðgerðir á næstu vikum og mánuðum eru þegar farnar að hafa verulega alvarleg áhrif að sögn Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Center Hotels og formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. 8. mars 2019 19:37 Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdarstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir komandi verkfallsaðgerðir leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ og hann telur ekki vera grundvöll til staðar fyrir slíkum aðgerðum. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar, og Jóhannes Þór ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. Fyrstu verkfallsaðgerðir hófust síðasta föstudag þegar um sjöhundruð félagsmenn Eflingar lögðu niður störf á hótelum borgarinnar. Viðar segist allt stefna í að frekari vinnustöðvanir verði samþykktar á meðal félagsmanna í ljósi þess að sú síðasta hafi verið samþykkt með yfir 90% atkvæða. Næstu aðgerðir munu beinast að fjörutíu stærstu hótelum á félagssvæðum Eflingar og VR á höfuðborgarsvæðinu og öllum hópbifreiðarfyrirtækjum.Verkfallið á föstudaginn forsmekkur fyrir því sem koma skal Fari svo að samningar náist ekki tekur við allsherjarverkfall frá og með 1. maí. Jóhannes Þór segir margt benda til þess að svo verði raunin. „Eins og staðan er núna verðum við einfaldlega að horfast í augu við það að það er líklegt að þetta gerist ef það verða engar snöggar vendingar á því sem er að gerast við samningaborðið.“ „Við erum náttúrulega að horfa inn í þá framtíð sem er ekkert sérstaklega falleg. Verkfallið sem var á föstudaginn var svona forsmekkur, eins dags verkfall þar sem fyrirtækin sem um ræddi voru búin að ná að undirbúa sig nokkuð vel og það hafi náðst að fara svona þokkalega í gegnum það, svona eins þokkalega og hægt var,“ sagði Jóhannes Þór en bætti við að það væri alltaf tap af slíkum aðgerðum. „Það sem við horfum fram á núna á næstunni, það er ekkert hægt að lýsa því öðruvísi en sem hamförum í ferðaþjónustunni.“Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar. Vísir/Vilhelm„Láglaunastefnan kostar“ Viðar segir fyrirtækin verða að horfast í augu við það að fyrirhugaðar aðgerðir séu afleiðingar þess að fólk hafi þurft að lifa á lægstu mögulegu launum í langan tíma með mikilli vinnu. Láglaunastefnan kosti þannig fyrirtækin alltaf á endanum. „Fólk á lægstu launum á Íslandi í dag, það getur einfaldlega ekki lifað af þeim og hefur þurft að búa við þessar afleiðingar og þær hægfara hamfarir sem það leiðir til fyrir vinnandi fólk að geta ekki framfleytt sér, að geta ekki boðið sjálfum sér og börnum sínum mannsæmandi líf.“ Þá segir hann verkfallsaðgerðirnar vel skipulagðar enda liggi það í augum uppi að þær séu til þess fallnar að þrýsta frekar á samningaviðræður. Hann efast um að það væri til sú aðgerðaráætlun sem SA og SAF myndi hugnast betur en önnur. „Við horfum að sjálfsögðu á það hvaða áhrif verkfallsaðgerðin hefur og það er mat sem við neyðumst til þess að gera, ákveðið herfræðilegt mat. Við horfum á hvað við eigum í okkar verkfallssjóðum og við horfum á það líka hversu margir einstaklingar fara í verkfallið og alla þessa þætti.“ Hann segir mikinn vilja hafa verið á meðal starfsmanna í ferðaþjónustunni að grípa til aðgerða. „Við horfum auðvitað líka á það að sumir geirar eru þess eðlis að þar er bara meiri vilji og fólk er tilbúnara í aðgerðirnar og það er eitthvað sem við höfum fundið mjög skýrt bæði hjá hópbifreiðarstjórunum og starfsfólki hótela í gegnum vinnustaðafundi og samskipti við trúnaðarmenn okkar á síðustu vikum og mánuðum, og í raun og veru síðasta árið.“ „Við finnum að þarna er hljómgrunnur, fólk er búið að fá nóg og er tilbúið að láta til sín taka,“ segir Viðar og bætir við að aðgerðin 8. mars hafi undirstrikað það mjög skýrt. Kristján bendir á að fleiri séu á markaðinum en einungis íslensk fyrirtæki og spyr hvort slíkar aðgerðir geti grafið undan félagsmönnum Eflingar. Viðar segir slíkt vel geta vera enda hafi hnattvæðingin ekki skilað miklum ábata fyrir verkafólk. „Ég held að við í verkalýðshreyfingunni ætlum nú ekki skyndilega að fara axla ábyrgð á þeirri tilhögun mála, hvernig kapítalisminn „fúnkerar“ og samkeppnisumhverfið,“ segir Viðar en bætir við að það hafi alltaf verið stefna verkalýðsfélaganna að taka skýra afstöðu gegn félagslegum undirboðum og það sama hafi verið upp á teningnum á meðal forsvarsmanna rútufyrirtækjanna.Verkföllin strax farin að valda tjóni „Þegar sagt er að verkföll eigi að bíta þá þýðir það einfaldlega að þau séu hönnuð til þess að valda tjóni,“ segir Jóhannes Þór. Þá segir hann aðgerðirnar strax farnar að valda tjóni þrátt fyrir að ekki sé búið að greiða atkvæði um þær og nefnir rútufyrirtæki sem strax sé búið að tapa um þrjátíu hópum. „Svona tjón hefur áhrif á margvíslegan máta og fyrir þetta fyrirtæki þýðir þetta einfaldlega að fimm störf bílstjóra tapast.“ Hann bætir við að verkföll séu hluti af vinnulöggjöfinni og réttur starfandi fólks. Þó hann sé ekki sammála aðgerðunum geti allir verið sammála um að bæta þurfi kjör þeirra lægst launuðu en efast um að launahækkanir séu leiðin til þess ef verðbólga taki við í kjölfarið. „Á síðasta kjarasamningatímabili hækkuðu laun að meðaltali um þrjátíu prósent, lægstu launin hækkuðu að meðaltali um fjörutíu prósent, kaupmáttur hefur hækkað fordæmalaust hérna á undanförnum árum og staðan er núna þannig að Ísland er með kaupmáttarleiðréttum samanburði með þriðju hæstu lágmarkslaun í OECD. Þegar maður segir kaupmáttarleiðrétt, þá er búið að taka inn í hvað kostar að lifa og það er jú það sem skiptir mestu máli.“ Hann segir launavísitölu hafa hækkað um 75% frá árinu 2010 og því hafi launakostnaður fyrirtækja hækkað í sama hlutfalli. Hann segir í ljósi þess ekki vera grundvöll til þess að grípa til aðgerða. „Verkföll munu ekki skapa verðmæti, það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því.“ Þá segir hann fólk þurfa að spyrja sig að því hver eigi að koma til með að greiða fyrir þessar launahækkanir og hverjum þær verða til góða. „Ég held að spurningin sem við verðum að svara hérna er: „Munu tugprósenta launahækkanir leiða til tugprósenta kaupmáttaraukningu fyrir fólk?“ því það er eina sem skiptir máli.“
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Sprengisandur Verkföll 2019 Tengdar fréttir Fyrsta degi verkfallsaðgerða lokið Verkfalli hótelþerna sem eru félagsmenn í Eflingu lauk nú á miðnætti. Þar með er fyrsta degi verkfallsaðgerða félagsins lokið. 9. mars 2019 00:03 Segir hótelin ofurseld VR og Eflingu Verkfallið í dag og fyrirhugaðar aðgerðir á næstu vikum og mánuðum eru þegar farnar að hafa verulega alvarleg áhrif að sögn Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Center Hotels og formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. 8. mars 2019 19:37 Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Fyrsta degi verkfallsaðgerða lokið Verkfalli hótelþerna sem eru félagsmenn í Eflingu lauk nú á miðnætti. Þar með er fyrsta degi verkfallsaðgerða félagsins lokið. 9. mars 2019 00:03
Segir hótelin ofurseld VR og Eflingu Verkfallið í dag og fyrirhugaðar aðgerðir á næstu vikum og mánuðum eru þegar farnar að hafa verulega alvarleg áhrif að sögn Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Center Hotels og formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. 8. mars 2019 19:37
Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12