Stjórnarandstæðingar gætu hafa kveikt óvart í hjálpargögnum Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2019 10:10 Stjórnarhermenn voru sakaðir um að hafa kveikt í bílum með hjálpargögn í febrúar. Svo virðist hins vegar sem að eldurinn hafi kviknað út frá bensínsprengju mótmælanda. Vísir/EPA Myndbandsupptökur benda til þess að stjórnarandstæðingar í Venesúela hafi óvart kveikt í flutningabílum sem fluttu hjálpargögn í síðasta mánuði. Bandaríkjastjórn og stjórnarandstaðan hafa sakað Nicolás Maduro, forseta, um að hafa skipað hermönnum að kveikja í hjálpargögnunum. Til átaka kom á landamærum Venesúela og Kólumbíu þegar bílalest með hjálpargögn ætlaði að halda inn í fyrrnefnda landið 23. febrúar. Stjórnarhermenn skutu gúmmíkúlum og táragasi til að dreifa mótmælendum og stöðva för bílalestarinnar. Eldur kviknaði í tveimur bílum sem fluttu hjálpargögn og bárust böndin að stjórnarhermönnum. Bandaríska utanríkisráðuneytið birti meðal annars myndband og fullyrti að það sýndi að Maduro hefði skipað hermönnum sínum að kveikja í þeim. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur sakað Maduro um að ljúga um mannúðaraðstoð og að láta glæpamenn kveikja í matvælum og lyfjum ætluðum venesúelsku þjóðinni. Þær fullyrðingar byggðu meðal annars á upptökum sem kólumbísk stjórnvöld sendu bandarískum embættismönnum og fjölmiðlum. Á þeim var sérstök athygli vakin á hermönnum sem köstuðu táragasi að bílalestinni. Nú segir New York Times að áður óbirtar myndbandsupptökur auk þeirra sem þegar hafa komið fram bendi til þess að það hafi verið bensínsprengja sem mótmælandi úr röðum stjórnarandstöðunnar kastaði sem hafi líklega verið upptök eldsins í hjálpargögnunum. Á upptökunum sjáist mótmælandi kasta bensínsprengju í átt að hermönnum. Logandi tuskan fljúgi hins vegar úr flöskunni og í áttina að flutningabíl. Hálfri mínútu síðar standi bíllinn í ljósum logum. Sami mótmælandi sjáist kasta bensínsprengju í annan flutningabíl tuttugu mínútum áður en ekki kviknaði í þeim bíl.Ekki lyf í farminum sem brann Erlend ríki hafa reynt að senda hjálpargögn til Vensúela þar sem mannúðarneyðarástand ríkir. Efnahagsleg óstjórn Maduro forseta hefur leitt til vöruskorts og efnahagshruns í landinu. Samhliða hefur forsetinn látið handtaka og pynta stjórnarandstæðinga. Stjórnarherinn hefur skotið mótmælendur til bana og sært fjölda aðra. Atvikið á landamærunum átti að vera lýsandi dæmi um illsku Maduro-stjórnarinnar. Hún hafi látið kveikja í lyfjum sem voru á meðal hjálpargagnanna á meðan Venesúelabúar láta lífið vegna lyfjaskorts. Bandaríska dagblaðið segir hins vegar að þær fullyrðingar eigi heldur ekki við rök að styðjast. Þannig hafi Þróunarsamvinnustofnun Bandaríkjanna sem lagði til meirihluta hjálpargagnanna ekki skráð lyf sem hluta af sendingunni til Venesúela. Fulltrúi stjórnarandstöðunnar sem blaðið ræddi við segir að lækningavörur eins og andlitsgrímur og hanskar hafi verið í farmi flutningabílanna en ekki lyf. Þegar blaðið bar þessar nýju upplýsingar undir bandaríska embættismenn sendu þeir frá sér yfirlýsingu um að eldurinn hafi kviknað eftir að hermenn Maduro stöðvuðu för bílalestarinnar með valdi. Ekki var tekið fram í yfirlýsingunni að stjórnarhermenn hefðu kveikt í hjálpargögnunum. „Maduro ber ábyrgð á því að skapa aðstæður fyrir ofbeldi. Hrottar hans stöðvuðu komu tonna af mat og lyfjum á meðan þúsundir hugrakkra sjálfboðaliða reyndu að verja og koma neyðargögnum til venesúelskra fjölskyldna,“ sagði Garrett Marquis, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. Maduro-stjórnin hefur einnig dreift misvísandi upplýsingum um neyðargagnasendinguna. Hún hefur haldið því fram að enginn matvælaskortur sé í landinu og að í neyðargögnunum hafi verið útrunnar vörur og bandarísk vopn. Stjórnarhermenn og gengi sem eru hliðholl Maduro létu einnig til skarar skríða gegn stjórnarandstæðingum sem reyndu að tryggja för bílalestarinnar yfir landamærin. Bandaríkin Venesúela Tengdar fréttir Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00 Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Myndbandsupptökur benda til þess að stjórnarandstæðingar í Venesúela hafi óvart kveikt í flutningabílum sem fluttu hjálpargögn í síðasta mánuði. Bandaríkjastjórn og stjórnarandstaðan hafa sakað Nicolás Maduro, forseta, um að hafa skipað hermönnum að kveikja í hjálpargögnunum. Til átaka kom á landamærum Venesúela og Kólumbíu þegar bílalest með hjálpargögn ætlaði að halda inn í fyrrnefnda landið 23. febrúar. Stjórnarhermenn skutu gúmmíkúlum og táragasi til að dreifa mótmælendum og stöðva för bílalestarinnar. Eldur kviknaði í tveimur bílum sem fluttu hjálpargögn og bárust böndin að stjórnarhermönnum. Bandaríska utanríkisráðuneytið birti meðal annars myndband og fullyrti að það sýndi að Maduro hefði skipað hermönnum sínum að kveikja í þeim. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur sakað Maduro um að ljúga um mannúðaraðstoð og að láta glæpamenn kveikja í matvælum og lyfjum ætluðum venesúelsku þjóðinni. Þær fullyrðingar byggðu meðal annars á upptökum sem kólumbísk stjórnvöld sendu bandarískum embættismönnum og fjölmiðlum. Á þeim var sérstök athygli vakin á hermönnum sem köstuðu táragasi að bílalestinni. Nú segir New York Times að áður óbirtar myndbandsupptökur auk þeirra sem þegar hafa komið fram bendi til þess að það hafi verið bensínsprengja sem mótmælandi úr röðum stjórnarandstöðunnar kastaði sem hafi líklega verið upptök eldsins í hjálpargögnunum. Á upptökunum sjáist mótmælandi kasta bensínsprengju í átt að hermönnum. Logandi tuskan fljúgi hins vegar úr flöskunni og í áttina að flutningabíl. Hálfri mínútu síðar standi bíllinn í ljósum logum. Sami mótmælandi sjáist kasta bensínsprengju í annan flutningabíl tuttugu mínútum áður en ekki kviknaði í þeim bíl.Ekki lyf í farminum sem brann Erlend ríki hafa reynt að senda hjálpargögn til Vensúela þar sem mannúðarneyðarástand ríkir. Efnahagsleg óstjórn Maduro forseta hefur leitt til vöruskorts og efnahagshruns í landinu. Samhliða hefur forsetinn látið handtaka og pynta stjórnarandstæðinga. Stjórnarherinn hefur skotið mótmælendur til bana og sært fjölda aðra. Atvikið á landamærunum átti að vera lýsandi dæmi um illsku Maduro-stjórnarinnar. Hún hafi látið kveikja í lyfjum sem voru á meðal hjálpargagnanna á meðan Venesúelabúar láta lífið vegna lyfjaskorts. Bandaríska dagblaðið segir hins vegar að þær fullyrðingar eigi heldur ekki við rök að styðjast. Þannig hafi Þróunarsamvinnustofnun Bandaríkjanna sem lagði til meirihluta hjálpargagnanna ekki skráð lyf sem hluta af sendingunni til Venesúela. Fulltrúi stjórnarandstöðunnar sem blaðið ræddi við segir að lækningavörur eins og andlitsgrímur og hanskar hafi verið í farmi flutningabílanna en ekki lyf. Þegar blaðið bar þessar nýju upplýsingar undir bandaríska embættismenn sendu þeir frá sér yfirlýsingu um að eldurinn hafi kviknað eftir að hermenn Maduro stöðvuðu för bílalestarinnar með valdi. Ekki var tekið fram í yfirlýsingunni að stjórnarhermenn hefðu kveikt í hjálpargögnunum. „Maduro ber ábyrgð á því að skapa aðstæður fyrir ofbeldi. Hrottar hans stöðvuðu komu tonna af mat og lyfjum á meðan þúsundir hugrakkra sjálfboðaliða reyndu að verja og koma neyðargögnum til venesúelskra fjölskyldna,“ sagði Garrett Marquis, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. Maduro-stjórnin hefur einnig dreift misvísandi upplýsingum um neyðargagnasendinguna. Hún hefur haldið því fram að enginn matvælaskortur sé í landinu og að í neyðargögnunum hafi verið útrunnar vörur og bandarísk vopn. Stjórnarhermenn og gengi sem eru hliðholl Maduro létu einnig til skarar skríða gegn stjórnarandstæðingum sem reyndu að tryggja för bílalestarinnar yfir landamærin.
Bandaríkin Venesúela Tengdar fréttir Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00 Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00
Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15