Íslendingar teljast gyðingahatarar í Ísrael Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2019 14:11 Íris er búsett í Jerúsalem og segir þá stöðu oft koma upp að hún skammist sín hreinlega fyrir að vera Íslendingur í Ísrael. Íslendingar teljast gyðingahatarar í Ísrael. Þetta kom fram í viðtali Bítis-manna á Bylgjunni í morgun en Íris Hanna Bigi-levi býr í Jerúsalem og hún var á línunni í morgun. Hún segist oft hafa skammast sín fyrir að vera Íslendingur í Ísrael. Atriði Hatara í Eurovision, söngvakeppnin sem fram fer í Tel Aviv í maí, hafa sett Ísland rækilega á kortið og vakið mikla athygli. Íris sagði að það væri algengt að fólk vildi ræða þetta við sig, þar sem hún er frá Íslandi. „Hvernig mér finnist þetta og hvort mér finnist ekki fáránlegt að þetta sé að koma upp aftur og aftur; ýmsir hlutir sem hafa gerst á Íslandi núna og á undanförnum árum sem sýna andúð íslensks almennings á Ísrael,“ sagði Íris meðal annars.Hún sagði að það væri svo að Ísland væri þekkt í Ísrael og þá fyrir meinta andúð í garð Ísrael. Sem væri sérstakt þegar litið er til þess hversu fámenn þjóð Íslendingar eru. „Þetta kemur í fréttum og fólk er að tala um þetta.“ Íris telur fréttamenn á Íslandi upp til hópa andsnúna ísraelskum sjónarmiðum og fari fram með rangfærslur. Hún segir þetta leitt því Ísraelum sé hlýtt til Íslendinga en það virðist því miður ekki vera gagnkvæmt. „Ég hálfpartinn skammast mín fyrir þetta. Mér finnst þetta fáránlegt. Ísraelar almennt eru hrifnir af íslenskri sögu og náttúrunni sem er sérstök og fólk vill koma og ég veit að sumir hafa hætt við því þeir vilja ekki fara þangað þar sem allir eru andsnúnir okkar þjóð.“ Íris segir aðspurð að ekki sé hægt að gera greinarmun á afstöðu til ísraelsku þjóðarinnar og svo baráttu ísraelsríkis við Palestínumenn. Hún vill meina að ekki ríki skilningur á því stríði og upplýsingarnar sem fyrir liggja um þær deilur séu bara á einn veg; hliðholla Palestínu. Eurovision Ísrael Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Sjá meira
Íslendingar teljast gyðingahatarar í Ísrael. Þetta kom fram í viðtali Bítis-manna á Bylgjunni í morgun en Íris Hanna Bigi-levi býr í Jerúsalem og hún var á línunni í morgun. Hún segist oft hafa skammast sín fyrir að vera Íslendingur í Ísrael. Atriði Hatara í Eurovision, söngvakeppnin sem fram fer í Tel Aviv í maí, hafa sett Ísland rækilega á kortið og vakið mikla athygli. Íris sagði að það væri algengt að fólk vildi ræða þetta við sig, þar sem hún er frá Íslandi. „Hvernig mér finnist þetta og hvort mér finnist ekki fáránlegt að þetta sé að koma upp aftur og aftur; ýmsir hlutir sem hafa gerst á Íslandi núna og á undanförnum árum sem sýna andúð íslensks almennings á Ísrael,“ sagði Íris meðal annars.Hún sagði að það væri svo að Ísland væri þekkt í Ísrael og þá fyrir meinta andúð í garð Ísrael. Sem væri sérstakt þegar litið er til þess hversu fámenn þjóð Íslendingar eru. „Þetta kemur í fréttum og fólk er að tala um þetta.“ Íris telur fréttamenn á Íslandi upp til hópa andsnúna ísraelskum sjónarmiðum og fari fram með rangfærslur. Hún segir þetta leitt því Ísraelum sé hlýtt til Íslendinga en það virðist því miður ekki vera gagnkvæmt. „Ég hálfpartinn skammast mín fyrir þetta. Mér finnst þetta fáránlegt. Ísraelar almennt eru hrifnir af íslenskri sögu og náttúrunni sem er sérstök og fólk vill koma og ég veit að sumir hafa hætt við því þeir vilja ekki fara þangað þar sem allir eru andsnúnir okkar þjóð.“ Íris segir aðspurð að ekki sé hægt að gera greinarmun á afstöðu til ísraelsku þjóðarinnar og svo baráttu ísraelsríkis við Palestínumenn. Hún vill meina að ekki ríki skilningur á því stríði og upplýsingarnar sem fyrir liggja um þær deilur séu bara á einn veg; hliðholla Palestínu.
Eurovision Ísrael Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Sjá meira