Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2019 23:00 Forsvarsmenn Boeing segjast styðja ákvörðun FAA en staðhæfa að flugvélarnar séu öruggar. Flugvélarnar hafa verið kyrrsettar um nánast allan heim. AP/Yi-Chin Lee Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. Bæði slysin voru mannskæð í báðum tilfellum var um Boeing 737 MAX 8 flugvélar að ræða. Bandaríkin voru með síðustu löndum heimsins að kyrrsetja MAX 8 og MAX 9 flugvélar Boeing. Í yfirlýsingu FAA segir að líkindin valdi því að nauðsynlegt sé að rannsaka hvort svipaðar ástæður séu fyrir flugslysunum tveimur. Flugriti flugvélarinnar sem brotlenti í Eþíópíu verður sendur til Frakklands til rannsóknar. Hann mun vera verulega skemmdur og geta Eþíópíumenn ekki lesið gögnin af honum eins og er. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, opinberaði ákvörðunina í kvöld.Yfirvöld Kanada höfðu komist að sömu niðurstöður fyrr í dag og byggðu ákvörðunina á gervihnattagögnum frá báðum flugslysunum. Forsvarsmenn fyrirtækisins bandaríska segjast styðja ákvörðun FAA en staðhæfa að flugvélarnar séu öruggar. Flugvélarnar hafa verið kyrrsettar um nánast allan heim. Fyrr í dag sagði talsmaður Ethiopia Airlines að flugstjóri flugvélarinnar sem brotlenti á sunnudaginn hefði tilkynnt að hann ætti í erfiðleikum með að stýra henni og hafði beðið um, og fengið, heimild til að snúa við og lenda aftur. Í gær bárust fregnir af því að FAA hafi minnst tvisvar sinnum borist tilkynningar frá flugmönnum í Bandaríkjunum um að flugvélar af þessum gerðum hafi lækkað flugið um tólfhundruð til fimmtánhundruð fet á mínútu, eftir að kveikt var á sjálfsstýringu þeirra. Í bæði skiptin tók þó stuttan tíma að rétta flugvélarnar af, þegar slökkt hafði verið á sjálfsstýringunni.Samkvæmt Washington Post segja bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu í Indónesíu í fyrra að skynjari hafi fyrir mistök talið nef flugvélarinnar vera of hátt og sjálfsstýring flugvélarinnar hafi því tekið völdin og lækkað flugið. Flugmenn flugvélarinnar hafi ekki getað hækkað flugið og því hafi hún hrapað í Jövuhaf.For a small measure of context surrounding the #737MAX grounding, here are all 13,900 flights we're tracking at the moment on https://t.co/A4mWRJu9Vi. pic.twitter.com/HGM9GtK1Tv— Flightradar24 (@flightradar24) March 13, 2019 Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00 Flug Boeing 737 MAX 8 og 9 bannað í lofthelgi Evrópu Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, hefur bannað flug Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 flugvéla í lofthelgi Evrópu. 12. mars 2019 18:03 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Boeing ber fullt traust til 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum gripið hefur verið til eftir þotu Ethiopian Airlines um helgina. 12. mars 2019 15:39 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. Bæði slysin voru mannskæð í báðum tilfellum var um Boeing 737 MAX 8 flugvélar að ræða. Bandaríkin voru með síðustu löndum heimsins að kyrrsetja MAX 8 og MAX 9 flugvélar Boeing. Í yfirlýsingu FAA segir að líkindin valdi því að nauðsynlegt sé að rannsaka hvort svipaðar ástæður séu fyrir flugslysunum tveimur. Flugriti flugvélarinnar sem brotlenti í Eþíópíu verður sendur til Frakklands til rannsóknar. Hann mun vera verulega skemmdur og geta Eþíópíumenn ekki lesið gögnin af honum eins og er. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, opinberaði ákvörðunina í kvöld.Yfirvöld Kanada höfðu komist að sömu niðurstöður fyrr í dag og byggðu ákvörðunina á gervihnattagögnum frá báðum flugslysunum. Forsvarsmenn fyrirtækisins bandaríska segjast styðja ákvörðun FAA en staðhæfa að flugvélarnar séu öruggar. Flugvélarnar hafa verið kyrrsettar um nánast allan heim. Fyrr í dag sagði talsmaður Ethiopia Airlines að flugstjóri flugvélarinnar sem brotlenti á sunnudaginn hefði tilkynnt að hann ætti í erfiðleikum með að stýra henni og hafði beðið um, og fengið, heimild til að snúa við og lenda aftur. Í gær bárust fregnir af því að FAA hafi minnst tvisvar sinnum borist tilkynningar frá flugmönnum í Bandaríkjunum um að flugvélar af þessum gerðum hafi lækkað flugið um tólfhundruð til fimmtánhundruð fet á mínútu, eftir að kveikt var á sjálfsstýringu þeirra. Í bæði skiptin tók þó stuttan tíma að rétta flugvélarnar af, þegar slökkt hafði verið á sjálfsstýringunni.Samkvæmt Washington Post segja bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu í Indónesíu í fyrra að skynjari hafi fyrir mistök talið nef flugvélarinnar vera of hátt og sjálfsstýring flugvélarinnar hafi því tekið völdin og lækkað flugið. Flugmenn flugvélarinnar hafi ekki getað hækkað flugið og því hafi hún hrapað í Jövuhaf.For a small measure of context surrounding the #737MAX grounding, here are all 13,900 flights we're tracking at the moment on https://t.co/A4mWRJu9Vi. pic.twitter.com/HGM9GtK1Tv— Flightradar24 (@flightradar24) March 13, 2019
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00 Flug Boeing 737 MAX 8 og 9 bannað í lofthelgi Evrópu Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, hefur bannað flug Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 flugvéla í lofthelgi Evrópu. 12. mars 2019 18:03 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Boeing ber fullt traust til 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum gripið hefur verið til eftir þotu Ethiopian Airlines um helgina. 12. mars 2019 15:39 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00
Flug Boeing 737 MAX 8 og 9 bannað í lofthelgi Evrópu Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, hefur bannað flug Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 flugvéla í lofthelgi Evrópu. 12. mars 2019 18:03
Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30
Boeing ber fullt traust til 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum gripið hefur verið til eftir þotu Ethiopian Airlines um helgina. 12. mars 2019 15:39